Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 97
Wþórólfur sævar sæmundsson
að leggja hönd á plóg. Fyrir Ingibjörgu var mikið áhlaupaverk að
ala upp níu börn og annast stórt heimili. Auk barnanna á bænum
komu oft unglingar í sveit og hjálpuðu til, aðallega á sumrin. Ibúð-
arhúsið í Eyjarhólum var byggt á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna
og var ekki mikið pláss fyrir þann barnafjölda sem brátt fyllti það.
Þægindi voru lítil fyrst um sinn, ekkert rafmagn eða rennandi vatn.
Bera þurfti kol í hús til upphitunar og matseldar og sækja varð vatn
í brunn til neyslu og þvotta. Þessi vinna lagðist að stórum hluta á
húsmóðurina, einkum áður en elstu börnin komust á legg til þess
að hjálpa til. Ingibjörg lagði til ómælda vinnu til þess að fæða og
klæða þennan stóra barnahóp. Aðstæður og efni leyfðu ekki annað
en að klæðnaður væri nær allur heimaunninn eins og kostur var.
Þær stundir sem ekki fóru í húsverk notaði Ingibjörg til þess að
sauma og prjóna og voru ófáar prjónapeysur gerðar til þess að
halda hlýju á börnunum á köldum vetrardögum.25
Þar sem rigningasamt er í Mýrdalnum gat heyskapur oft verið
erfiður á sumrin. Áður en Þorlákur festi kaup á dráttarvél um 1949
var notuð hestasláttuvél og hestarakstrarvél. Börnin vöndust því
ung að árum að umgangast hesta og beita þeim við vinnu auk þess
sem þau lærðu flest að temja og járna. í þessi störf þurftu elstu
börnin að ganga þegar Þorlákur þurfti að bregða sér af bæ vegna
læknisstarfa og kom það oft fyrir að hann var fjarverandi dögum
saman. Vinnuálagið var árstíðabundið og voru miklar vinnutarnir á
haustin við smalamennsku en á vorin var áburði dreift og hugað að
girðingum.26
Fornaldar Grana fánleik næstur
Svo var Sindri
svipgöfugur
gæðingur geðstór
garpur frægur.
Fagurlimaður
Faxi reistur-
Fornaldar Grana
fánleik næstur.
Aflvöðvar æstir
Eldur í sporum
Flæstar eru nasir-
Frán eru augu.
Eitt, hið algjöra
alhags smíði,
skein á Sindra
og í skapgerð allri.
Það bætir hvern bragna
að beita þeim hesti
bráðskörpum
í bálviðri.
Glóandi kvik
-gnestir í taugum
skerpir lífsskygni
-Stillir blóð við blóð.
Eyjólfur Guðmundsson, Hvoli.27
Af öllum þeim fjölda hesta sem Þorlákur eignaðist á sinni ævi átti
hesturinn Sindri sérstakan stað í hjarta hans. Að mati Þorláks hafði
Sindri alla þá kosti sem hestar þurftu til að bera. Leiðir Sindra og
Þorláks lágu saman þegar hann frétti af efnilegum sex vetra fola frá
Ytri-Skógum sama ár og hann hóf búskap í Eyjarhólum.28 Páll
Bárðarson frá Ytri-Skógum átti Sindra og fór með Þorlák ofan við
Skógafoss til að sýna honum klárinn. Sindri var í laut einni ásamt
öðrum hestum og Þorlákur gleymdi aldrei þeirri hrifningu sem
ÞAÐ BÆTIR HVERN BRAGNA AÐ
barðist um í brjósti hans þegar klárinn lyfti upp höfði.29
Sindri var ekki að fullu taminn þegar Þorlákur keypti hann. Klár-
inn hafði nokkra ágalla en var ekki mjög hlýðinn í byrjun, styggur
og tók mikið gönuhlaup. Samt sem áður tókst Þorláki ákaflega vel
að spekja hann. Fyrst eftir að Þorlákur fékk Sindra var hesturinn
aðallega inni og aðeins hafður úti að degi til. Þorlákur leit til Sindra
á morgnana, í kaffi- og matartímum og á kvöldin til þess að hygla
honum. Það tók ekki nema hálfan mánuð þar til Sindri fór að
gegna nafni og koma sjálfviljugur til Þorláks.30
Þorlákur í heimsókn hjá dóttur sinni Guðrúnu
Sindri var jafnvígur á alla ganga, sótrauður með silfurhaft fax og
tagl og mikið reistur. Hann var hálsgrennri og lengri en flestir hest-
ar með brjóstið vel framsett eða svokallaða fuglsbringu og æða-
rennur það berar að mótaði fyrir barkanum. Hann var tæpir 55
þumlungar á hæð, frekar langvaxinn en stutt var til hnésins og því
skreffagur og skrefhár. Sindri var mikill skeiðhestur og afburða
góður brokkari. Á brokkinu var hann mjög hraður og yfirferðar-
mikill en það var svo mjúkt að hann þurfti eiginlega aldrei að stíga
tölt þótt hann væri jafnframt góður töltari.31
Mikill vinskapur tókst með þeim Þor-
láki og Sindra og margar sögur eru til
af Sindra en hann þótti einstaklega vit-
skarpur hestur. Vegna hæfileika Sindra
myndaðist traust samband á milli
þeirra tveggja.
Mikill vinskapur tókst með þeim Þorláki og Sindra og margar
sögur eru til af Sindra en hann þótti einstaklega vitskarpur hestur.
Vegna hæfileika Sindra myndaðist traust samband á milli þeirra
tveggja.
Að sögn Þorláks fann Sindri alltaf öruggustu leiðirnar yfir ár eða
vafasaman ís og það eina sem hann þurfti að gera var að gefa
Sindra lausan tauminn og láta klárinn ráða.32
Augasteinninn Sindri reyndist ágætlega á kappreiðum í Reykja-
vík og sigraði margoft. Að sögn Þorláks náði enginn hestur að sigra
hann á skeiði vegna hraða hans á þeim gangi. Stundum sleppti Þor-
lákur Sindra í Reykjavík og rataði gæðingurinn þá alla leið heim
einn síns liðs. Þegar heim var komið reyndi Sindri alltaf að ná sam-
bandi við einhvern til þess að láta vita af sér. Ef hann kom heim um
hánótt stóð hann fyrir utan herbergisglugga þeirra hjóna og
hneggjaði. Látunum linnti hann ekki fyrr en þau kveiktu ljós en þá
tölti hann út í haga vitandi að mannfólkið vissi hver væri kominn
heim. Klárinn gat verið mjög fljótur að ferðast þessa leið en fljót-
astur var hann 30 klukkustundir frá Reykjavík til Eyjarhóla sem er
u.þ.b. 130 kílómetra leið.33
BEITA ÞEIM HESTI sagnir 24 argangur 04 95