Sagnir - 01.06.2004, Side 98

Sagnir - 01.06.2004, Side 98
ÞAÐ BÆTIR HVERN BRAGNA AÐ BEITA ÞEIM HESTI Sindri eignaðist þannig marga hollvini í sveitinni og voru ortar ófáar vísur um hann bæði fyrir og eftir dauða hans. Sindri hélt kostum sínum til elli og var mjög brjóstheill 27 vetra en mýktin og fjaðurmagn var ekki það sama. Eitt sinn var Þorlákur spurður hvort hann gæti útvegað annan hest eins og Sindra. Þorlákur hélt nú ekki, því hann væri sannfærður um að það fæddust aðeins tveir svona gæðingar á öld og því væri ólíklegt að það kæmi í hlut sama manns að eignast slíkan kjörgrip aftur.” Sindri var felldur annan nóvember 1948, þá 27 vetra. Athöfnin var tilfinningaþrungin stund sem átti eftir að marka tímamót fyrir hestamenn í sveitinni. Ári seinna, sunnudaginn tiunda júlí 1949, voru komnir saman helstu hestamenn sveitarinnar að Skarðshlíð í þeim tilgangi að stofna hestamannafélag. Ákveðið var að félagið myndi heita í höfuðið á þessum mikla gæðingi og fékk það nafnið Hestamannafélagið Sindri." Hestamannafélagið Sindri er ennþá starfandi eftir tæp 55 ár. PERSÓNULEG KYNNI I Eyjarhólum stundaði Þorlákur búskap og dýralækningar í 47 ár. Hann horfði á börnin sín vaxa úr grasi og flytja að heiman. Árið 1974 lét Þorlákur þetta gott heita og lét búið í hendur Björns sonar síns. Hann fluttist ásamt Ingibjörgu á Selfoss þar sem hann bjó til æviloka.36 Elliáranna á Selfossi naut Þorlákur vel og gat sinnt áhugamálum sínum, sem voru hestamennska og félagsskapur fólks, af fullum krafti. Afi kom mér fyrir sjónir sem samanrekinn aldraður maður með grófa andlitsdrætti en góðlegt andlit. Ég kynntist honum sem barn þegar ég bjó á Selfossi og þegar ég hugsa til baka þá vorum við alls ekki ólíkir. Báðir höfðum við gaman af að þvælast um bæinn. Ég í þeim tilgangi að leita eftir ævintýrum eins og börn gera en afi til þess að ræða við fólk á förnum vegi enda var hann mikil félagsvera. Þegar ég var á rölti með afa hafði ég á tilfinningunni að hann hlyti að þekkja alla. Það er oft siður að spyrja „hverra manna ert þú?“ þegar maður lendir á tali við ókunnuga. í mínu tilfelli ef viðkom- andi kannaðist ekki við mömmu eða pabba var nóg að segja að Þorlákur eða Trippa-Láki væri afi minn og þá kviknaði á perunni. Af mínum persónulegu kynnum af afa komu hestar óneitanlega við sögu. Sem barn hafði ég gaman af því að bregða mér á hestbak og sótti hestanámskeið á hverju sumri á aldrinum 6-12 á Minna- Núpi í Gnúpverjahreppi. Þá fór ég yfirleitt á hestbak þegar ég heimsótti móðurbræður mína Björn og Þórarinn sem bjuggu hvor á sínum bænum í Mýrdalnum. Þorlákur afi hafði líka kynt vel undir áhuga minn á hestum með því að segja mér sögur af Sindra, hans mesta gæðingi. Það var oft sem ég fiskaði eftir sögum af Sindra þegar ég heimsótti afa og ömmu, á heimili þeirra á Selfossi, þrátt fyrir að ég hefði heyrt þær margoft. Aftur á móti fengu gömlu hjónin aldrei leið á að segja sögur af Sindra og hafði ég það á til- finningunni að það gleddi afa mikið að ég skyldi sýna þessum hesti áhuga. Þrátt fyrir sýndan áhuga á hestum bauð afi mér aldrei með sér á hestbak. Það var ekki fyrr en undir hans síðasta eða þegar ég var 12 ára gamall sem ég fékk að fljóta með. Hvers vegna veit ég ekki en kannski kunni hann illa við að hafa barn með sér í langa út- reiðatúra þar sem víða var komið við og spjallað við fólk. Dagurinn sem afi dó, hinn 14. nóvember 1987, er mér í fersku minni. Hann hafði fengið aðsvif og var fluttur á sjúkrahús og lá þar í tvo daga áður en hann dó af völdum hjartasjúkdóms. Ég var 13 ára þegar þetta gerðist og það var eins og ég hafi ekki gert mér al- mennilega grein fyrir hvert stefndi. Ég heimsótti hann einu sinni á spítalann en hann var sofandi. Eftir að ég kom úr heimsókn frá vini mínum þetta kvöld sagði móðir mín mér að afi væri dáinn. Enn í dag sé ég eftir því að hafa ekki náð að tala við hann á banabeði og kvatt hann almennilega. Ég hef það á tilfinningunni að hann hafi ætlað að segja mér eitthvað merkilegt en því miður kemst ég aldrei að því. Þegar móðir mín sagði mér að afi hefði spurt eftir mér og hún tjáði honum að ég hefði heimsótt hann þegar hann var sofandi leið mér betur að vita að afi vissi að ég hefði komið á sjúkrahúsið. Kynni mín af afa eru að mestum hluta bernskuminningar en á fullorðinsárum hef ég sóst eftir því að kynnast honum á nýjan hátt með því að tala við fjölskyldu hans, vini og með þessum skrifum hér. í viðtölum mínum við fólk sem þekkti afa vel eru lýsingar á per- sónu hans keimlíkar. Kolbeinn Gissurarson, gamall sveitungi afa, lýsti honum sem skarpgreindum manni og sérlegum húmorista, sem yfirleitt var hress og kátur þegar þeir hittust. Hann hafði sömuleiðis gott lag á að halda uppi samræðum þrátt fyrir að við- mælendur hans væru kannski ekki beint málglaðir.17 Afi var mikill vinur Alberts heitins Jóhannssonar hestamanns og kennara frá Skógum. Erla Þorbergsdóttir, ekkja Alberts, þekkti afa sömuleiðis vel en hann kom oft ríðandi að Skógum til að hitta þau hjónin. I hennar augum var afi nokkurs konar sveitarhöfðingi. Erla sagði að afi hefði verið mjög félagslyndur og málgefinn. Vit hans á hestum og ríkt félagslyndi ávann Þorláki virðingu sveitunga sinna. Erlu fannst Þorlákur ekki vera mjög jarðbundinn þar sem verald- leg gæði skiptu hann litlu máli. Sagði hún eina sögu af honum þessu til sönnunar: Eitt sinn var Þorlákur á flakki á milli bæja í Mýrdalnum og hafði óvart dregið sér rangt stígvél á hægri fót þegar hann var að fara frá einum bænum. Skipti engu máli þótt stígvélið væri tveimur númerum of stórt, áfram hélt sá gamli för sinni og hugaði ekki að því að skipta á stígvélunum fyrr en löngu seinna.38 Vitaskuld fylgdi því mikil vinna að halda búinu gangandi í Eyjarhólum og þurfti Ingibjörg og síðar bömin, þegar þau uxu úr grasi, að leggja hönd á plóg. Fyrir Ingibjörgu var mikið áhlaupaverk að ala upp níu böm og annast stórt heimili. Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, segir Þorlák hafa verið mjög eftirminnilega persónu. Að mati Þórðar var Þorlákur mikill gleðiauki hvar sem hann kom og aldrei var skortur á umræðuefni þegar hann var annars vegar. Hann hafi haft einstaka frásagnar- gáfu og sagt skipulega frá þannig að hægt hefði verið að skrifa nán- ast orðrétt upp eftir karlinum. Þórður taldi afa hafa skýra dóm- greind á umhverfi sitt og mjög minnugan á það sem gerst hafði á hans ævi.” Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir föður sinn hafa verið alvörugefinn fram eftir aldri. Eftir að Þorlákur hætti búskap og fluttist úr sveitinni kynntist Indriði nýrri hlið á honum. Þá miðlaði Þorlákur þekkingu sinni á sögunni, mannlífinu og þeirri reynslu sem hann hafði áunnið sér. Líf hans á yngri árum var eitthvað sem Indriði hafði eingöngu fengið frá þriðja aðila en ekki beint frá hon- um fyrr en löngu seinna. Líklegasta skýring Indriða á þessari per- sónubreytingu er sú að á tímum búskapar Þorláks hafi hann haft margt fyrir stafni og þurft að hafa mikið fyrir lífinu til þess að halda búskapnum gangandi. Því hafi hann kannski séð hlutina í öðru ljósi síðar meir þegar um hægðist. Eftir að Þorlákur hætti búskap telur Indriði að hann hafi orðið lífsglaðari, frjálsari og kannski kærulaus- ari en áður og allavega litið á tilveruna allt öðrum augum. Indriði segir að faðir sinn hafi verið mjög mannblendinn og hafi alltaf spurt um hagi manna við fyrstu kynni og litið á það sem sjálfsagðan hlut að menn væru málglaðir. Þorlákur hafði sömuleiðis gott skyn- bragð á mannkosti en hann dæmdi aldrei menn eftir veraldlegum hlutum eins og fínum bflum eða slíku heldur tók hann frekar eftir málfari manna og málefnum. Indriði telur mælikvarða afa á mann- kosti sóttan úr mannlýsingum Islendingasagna. Þannig voru menn sem annaðhvort voru miklir að burðum eða snjallir og fróðir um land og sögu hátt skrifaðir í augum Þorláks. Stjórnmálaskoðanir 96 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 LIFSHLAUP ÞORLAKS ÖRNSSONAR, BÓNDA OG HESTA*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.