Sagnir - 01.06.2004, Side 99

Sagnir - 01.06.2004, Side 99
" B ÞÓRÓLFUR SÆVÁR SÆMUNDSSON afa tóku einnig breytingum á hans efri árum. Indriði segir að Þorlák- ur hafi tileinkað sér skýrari viðhorf til framfara og varð víðsýnni með tímanum. Afi hafði alltaf verið ákveðinn sjálfstæðismaður, fylgt for- ingjum flokksins nokkuð gagnrýnislaust og aldrei dregið þá í efa. Á seinni árum varð hann frjálslyndari og ekki jafn einstrengingslegur og áður. Indriði nefndi sem dæmi að þegar forsetakosningarnar voru haldnar árið 1980 hafi Þorlákur talað máli Alberts Guðmundssonar en undir niðri heillast af Vigdísi og taldi Indriði það víst að pabbi sinn hafi að lokum kosið hana. Þorlákur fór einnig að meðtaka skoðanir stjórnmálamanna úr öðrum flokkum ef svo bar undir. Hann hafði t.d. mikið dálæti á Guðna Ágústssyni og þótti mikið til hans koma vegna persónuleika hans. Að mati Þorláks tilheyrði það stjórnmálamönn- um að hafa vallarsýn og höfðinglega framkomu, eftir því sem Indriði heldur fram.411 AÐ ÞEKKJA RÆTUR SÍNAR Eftir að hafa skoðað lífsferil afa míns finnst mér ég tengdari fortíð- inni en áður. Það er ekki auðvelt fyrir mína kynslóð að gera sér fulla grein fyrir aðstæðum hér áður fyrr. Ég hef lesið mikið um hvernig líf- ið gekk fyrir sig hér áður, hvað fólk gerði sér til skemmtunar og hvernig það lifði lífinu. Eftir að hafa sett mig í spor afa míns á ég auð- veldara með að gera mér grein fyrir hinu venjubundna lífshlaupi á undan hinni miklu lífskjarabyltingu sem varð um miðja tuttugustu öld. Að lesa um afa á sínum yngri árum hefur fært mér sterkari til- finningu fyrir rótum mínum. Ef ég eignast börn munu þau eflaust fá að heyra sögur af afa mínum og Sindra og mynda þannig sín eigin tengsl við fortíðina. f samfélagi sem byggist að miklu leyti upp á einstaklingshyggju er að mínu mati nauðsynlegt að hafa góð tengsl við fortíðina. Það hjálp- ar við að staðsetja okkur sem hluta af heild og fyrir vikið eigum við auðveldara með að meðhöndla hraða nútímans. Þannig getur sagan kennt okkur að meta það sem við eigum og það sem við höfum en einnig hjálpað okkur til þess að gera okkur grein fyrir að lífskilyrði nútímans byggja á því fólki sem áður fyrr þurfti að vinna fyrir sínu með blóði, svita og tárum. Það geta verið mörg tímamót í lífi manna. Að stofna bú og eignast fjölskyldu hafa vafalaust verið tímamót fyrir Þorlák. Önnur tímamót sem hægt er að nefna er þegar hann eignaðist sinn helsta gæðing, hestinn Sindra. Vegna væntumþykju í garð Sindra og vilja til að halda heiðri hans á lofti hlaut Þorlákur sérstaka athygli. Eitt hestamannafé- lag heitir í höfuðið á Sindra og mönnum þótti ástæða til að yrkja kvæði um þennan gæðing. Ég tel afa minn hafa verið afar lánsaman. Ég man eftir einu viðtali við afa þar sem sagt var að hann hefði verið slyngur reiðmaður í 80 ár. Afi taldi svo ekki vera, hann hefði bara verið svo lánsamur með hesta.41 Hestalán var ekki eina lánið í lífi hans. Hans stærsta lán var að lifa lífinu á sinn hátt, eignast fjölskyldu og vera trúr sjálfum sér. Hann var hestamaður og félagsvera af lífsins sál og eins og aðrir alþýðumenn fyrr og nú hluti af íslenskri sögu. Ég tel það tilvalið að enda þetta á svipuðum nótum og þegar afi var kvaddur í lok sjónvarpsþáttarins „Fólkið í landinu“: Kveð ég nú þennan aldna hestamann sem hefur átt marga hesta um ævi sína en átti þó aðeins einn. Tiivísanir 1 Þessi grein er byggð á ritgerð minni, ,,„Og ég sem ætlaði að skreppa í útreiðatúr" Lífshlaup Þorláks Björnssonar bónda og hestamanns í Eyjarhólum", BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 2003, Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn. 2 Iggers, Georg G., Historiography in the Twentieth Century. From Scientific Objectivity to the Post- modern Challenge, London, 1997, bls. 9. 3 Carr, E.H., What is history?, New York, 1997, bls. 123. 4 Sindri 25 ára, ritnefnd Albert Jóhannsson o.fl., Reykjavík, 1975, bls. 6. 5 Jón R. Hjálmarsson, Leiftur frá landi og sögu. 20 þœttir úr ýmsum áttum, Selfoss, 1985, bls. 81-82. 6 Þórður Tómasson. Viðtal tekið 9. desember 2002. 7 Jón R. Hjálmarsson, Leiftur frá landi og sögu, bls. 82. 8 AM. 84/52 EF. 9 Jón R. Hjálmarsson, Leiftur frá landi og sögu, bls.83. 10 Sama heimild, bls. 83-84. 11 AM. 88/1394 EF. 12 Jón R. Hjálmarsson, Leiftur frá landi og sögu, bls. 87-91. 13 Sama heimild, bls. 92. 14 Sama heimild, bls. 86-87. 15 Leiftur liðinna daga. Hestamenn segja frá. I. bindi, Albert Jóhansson annaðist útgáfu, Reykjavík, 1987, bls. 229-230. 16 Jón R. Hjálmarsson, Leiftur frá landi og sögu, bls. 86-87. 17 Halla I. Guðmundsdóttir, „Útflutningur íslenskra hrossa á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar“, BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1994, Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, bls. 1. 18 Þorgeir Guðlaugsson, „íslenski hesturinn á Bretlandseyj- um“, Eiðfaxi 12. tbl. 1985, bls. 20. 19 Ríkissjónvarpið, „Fólkið í landinu“, sjónvarpsþáttur gerður 1986. 20 Morgunblaðið 23. desember 1987, minningargrein rituð af Sveini Björnssyni. 21 Sama heimild. 22 Ríkissjónvarpið, „Fólkið í landinu“. 23 Kolbeinn Gissurarson. Viðtal tekið 6. desember 2002. 24 Ríkissjónvarpið, „Fólkið í landinu“. 25 Morgunblaðið 5. aprfl 1995, minningargrein rituð af Indriða H. Þorlákssyni. 26 Indriði H. Þorláksson. Viðtal tekið 18. desember 2002. 27 Hesturinn okkar 9. árg. 1. tbl. 1968, bls. 20. 28 AM. 86/967 E 29 Ríkissjónvarpið, „Fólkið í landinu". 30 AM. 86/967 E 31 Sama heimild. 32 Sama heimild. 33 AM. 86/968 EF 34 Sama heimild. 35 Sindri 25 ára, bls. 10 og 17. 36 Morgunblaðið 5. apríl 1995, minningargrein rituð af Indriða H. Þorlákssyni. 37 Kolbeinn Gissurarson. Viðtal tekið 6. desember 2002. 38 Erla Þorbergsdóttir. Viðtal tekið 9. desember 2002. 39 Þórður Tómasson. Viðtal tekið 9. desember 2002. 40 Indriði H. Þorláksson. Viðtal tekið 18.desember 2002. 41 Eiðfaxi 12. tbl. 1981, bls. 16. ÞAÐ BÆTIR HVERN BRAGNA AÐ BEITA Þ E I M H E S T SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.