Sagnir - 01.06.2004, Page 101

Sagnir - 01.06.2004, Page 101
Þetta efni býður upp á ýmsar vangaveltur, t.d. „hvort áhuginn einn á kristinréttinum hafi hvatt menn til að skrifa upp úrelt lög eftir 1551 eða hvort um fræðilegar uppskriftir var að ræða“ (bls. 46). Slíkum spurningum er þó látið ósvarað, og eflaust ekki annað hægt, en Magnús bendir á latneska þýðingu kristin- réttar sem Árni vann á árunum 1686-1689, þ.e. nokkru áður en uppskriftirnar eru gerðar (bls. 45). Önnur hugmynd sem Magnús getur um er forvitni- legri, samkvæmt honum eru „uppskriftir Jónsbókar og kristinréttar á 17. og 18. öld ... án efa í einhverjum tengslum við áform um endurskoðun andlegra og ver- aldlegra laga á þessum tíma“ (bls. 46) Rannsókn Magnúsar leiðir í ljós að annað pappírs- handritið hafi verið ritað eftir miðaldahandritinu Skálholtsbók yngri (bls. 44). Því miður er allt á huldu varðandi hitt handritið og Magnús hættir sér ekki út í neinar getgátur um forrit þess. Þó kemur fram að það hefur „fornleg stafsetningareinkenni" (bls. 46). Vand- virkni og hófsemi á ályktunum einkenna grein Magn- úsar en hún er jafnframt byggð á yfirgripsmestu rann- sókninni. Grein Benedikts Eyþórssonar um staðinn í Reyk- holti á dögum Snorra Sturlusonar er einnig sérlega vönduð og traust í alla staði. Ef hægt er að finna að einhverju þá eru það helst inngangsorð Benedikts, þar sem hann segist ætla að fjalla um „kirkjumið- stöðvar ... og hvernig það hefur getað komið Snorra að gagni að fara með forráð slíkra staða“ (bls. 20). Hér hefði mér þótt ærin ástæða til að vekja meiri at- hygli á spennandi efni, því að í greininni skýtur Bene- ; dikt traustum rökum undir þá skoðun að það hafi ver- j ið sérlega mikilvægt fyrir Snorra að hafa yfirráð yfir stöðum eins og Stafholti og Reykholti. Að auki kynn- ir Benedikt nýtt hugtak inn í umræðu sagnfræðinga um íslenskt miðaldasamfélag, hugtakið „kirkjumið- stöð.“ Annars er aðdáunarvert hversu vel Benedikt tekst að miðla efni þannig að það verði auðskilið. Einna helst má þó finna að því, að í neðanmálsgrein 57 (bls. 26) minnist Benedikt á „alkunn“ ummæli Sig- j hvats Sturlusonar við Sturlu, son sinn, þegar hann lét búið í Reykholti 1237. Væntanlega eru ekki allir jafn vel lesnir í Sturlungu og Benedikt og hefði mátt skýra málið betur fyrir hinum almenna lesanda. Ekki eru það þó mikil lýti á merkri grein, sem eflaust kemur miðaldasagnfræðingum að miklu gagni. ÞINGMÁL í LJÓSI SÖGUNNAR Tvær greinar í 23. árgangi eiga það sameiginlegt að fjalla um frumvörp sem upphaflega komu frá þing- mönnum Alþýðubandalagsins en voru afgreidd í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar, 1974-1978. Annars vegar eru það lög um kvikmyndasjóð en hins vegar lög um fóstureyðingar. Grein Bergsteins Sigurðssonar hefur skýrt markmið, ; að kanna hvort stofnun Kvikmyndasjóðs íslands hafi markað upphaf „íslenska kvikmyndavorsins." Merki- legt er að frumvarp til laga um kvikmyndasjóð kom upphaflega frá stjórnarandstöðuþingmanninum Ragn- ari Arnalds. Hvort sem það var orsökin eða eitthvað annað þá tók frumvarpið breytingum í meðförum Al- þingis og styrkir Kvikmyndasjóðs voru í upphafi mun minni hlutur í fjármögnun kvikmynda en til hafði ver- ið ætlast. Hinir opinberu styrkir gátu numið allt að 15% af kostnaði við fyrstu myndirnar sem nutu þeirra, en í frumvarpi Ragnars Arnalds var gert ráð fyrir að lán og ábyrgðir til höfunda gætu numið allt að 80% af heildarkostnaði við kvikmyndir. Þá var sjóðnum ekki reiknaður hlutur af skemmtanaskatti fyrr en 1984, þótt gert hefði verið ráð fyrir því í upphaflegu tillögunni. Það má því taka undir það sem Berg- steinn hefur eftir Reyni Oddssyni, að alþingismenn hafi líklega vantað „trúna á kvikmyndagerðarmenn" á þessum tíma (bls. 7). Niðurstaða Bergsteins er býsna djörf, en hún er að stofnun Kvikmyndasjóðs- ins hafi ekki markað tímamót þar sem „frumsýning Morðsögu sýndi að mark- aðslegar forsendur voru fyrir hendi“ (bls. 11). Þetta er athyglisverð kenning, en því miður kemur ekki fram hvort hagnaður hafi verið af Morðsögu eða hún staðið undir sér. Þær upplýsingar hefðu þurft að fylgja, því annars höfum við naumast forsendur til að meta fullyrðinguna. Hitt er athyglisvert, að rifja upp hina miklu aðsókn sem íslenskar kvikmyndir fengu á þessum tíma, milli 70.-100. þúsund manns fóru á Morðsögu, Land og syni og Óðal feðranna. Þessi aðsókn hlýtur að vera til marks um mikla forvitni og áhuga almennings á íslenskum kvikmyndum, þannig að vissulega var eftirspurn eftir íslenskum kvikmyndum þegar loksins tók að vora í þeirri listgrein. Fátt er betur til marks um stíl einstakra greina en upphafsorð og niðurlag. Þannig eru upphafsorð í grein Bergsteins Sigurðssonar um íslenska kvikmynda- vorið fremur íronísk, bent á að þegar fyrir tuttugu árum hafi verið „farið að skírskota til loftslagsbreytinga til að lýsa því ástandi sem hafði skapast í ís- lenskri kvikmyndagerð" (bls. 6). Á hinn bóginn slær Elfa Hrönn Pétursdóttir þegar í upphafi póst-strúktúralískan varnagla í grein sinn um fóstureyðingar í íslenskri löggjöf og bendir á að „markmiðið er ekki aðeins fræðilegt heldur jafnframt pólitískt" þegar sagnfræðigrein er rituð með „femínískar kenningar að leiðarljósi" (bls. 12). Póst-strúktúralískar kenningar hafa hingað til ekki náð að móta íslenska sagnfræði að neinu marki, þannig að það er jafnan forvitnilegt að sjá fræðimenn kveða sér hljóðs undir þeim formerkjum. í rannsókn Elfu virðist þessi nálgun upplögð, en hún gengur út frá hugmyndinni um „að umræð- ur á Alþingi um fóstureyðingar hafi í raun snúist um annað og meira og að þær endurspegli að miklu leyti andstæðar skoðanir á hlutverki og hegðun kynjanna" (bls. 13). Frumvarp til laga um fóstureyðingar var lagt fram af þáverandi heilbrigðisráð- herra, Magnúsi Kjartanssyni. í því fólst að fóstureyðing yrði heimil á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Þetta frumvarp vakti miklar deilur og við stjórnarskipti 1974 var tveimur ungum þingmönnum, Ellert B. Schram og Halldóri Ásgrímssyni, falið að breyta frumvarpinu í þá átt að það nyti stuðnings þingmeirihluta. Niðurstaða Elfu er að í breytingum þeirra hafi falist að rétturinn til fóstureyðingar var „tekinn frá konum og færður heilbrigðisstéttum" (bls. 14). Elfa ber saman umræðu um þessa löggjöf og eldri löggjöf frá 1935 þar sem fóstureyðingar voru leyfðar af heilbrigðisástæðum. Ekki kemur á óvart að hugmyndir um að taka mætti fé- lagslegar aðstæður með í reikninginn við mat á heilsufari móður hafi vakið and- stöðu 1935 og tók Guðrún Lárusdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þá að sér að „verja sakleysi ungra stúlkna í lengstu Iög“ (bls. 15). Meiri athygli vekur að veturinn 1974-1975 héldu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins því fram „að þunguð kona væri ekki fær um að taka rökrétta ákvörðun“, þau Ragnhildur Helgadóttir, Pálmi Jónsson og Sverrir Hermannsson. Magnús Kjartansson lagði hins vegar ríka áherslu á að fá ákvörðunarvaldið fært til konunnar sjálfrar, „þá ykist ekki aðeins frelsi hennar, heldur einnig ábyrgð" (bls. 18). Flokkssystur hans, Svava Jakobsdóttir og Soffía Guðmundsdóttir, og Alþýðuflokksmaðurinn Sighvatur Björgvinsson, eru einnig tekin sem dæmi um þingmenn sem lögðu áherslu á valfrelsi óléttra kvenna. Telur Elfa að Svava hafi afbyggt „þann grunn sem röksemdafærsla andstæðinga hennar stóð á“ og er því við hæfi að hafa mynd af Svövu heitinni á sömu blaðsíðu (bls. 18). Þessi umræða hlýtur að vekja áhuga síðari kynslóða, enda búum við ennþá við lögin frá 1975. Niðurstaða Elfu vekur athygli, henni finnst ekki „mikill munur á hugmyndum um hlutverk kvenna á fjórða áratugnum og þeim áttunda“ (bls. 18). Hún telur að umræða um réttmæti fóstureyðinga hafi verið lítil og „engar deilur um það“ að fóstureyðingar væru rangar. Ekki finnst mér þau dæmi sem hún tekur þó úti- loka að skoðanir um það kunni að hafa verið skiptar, en vissulega má taka und- ir með henni að fylgismenn frjálsra fóstureyðinga hafi trúlega „sneitt fram hjá þessum spurningum“ (bls. 19). Fróðlegt verður að sjá hvort Elfa muni halda áfram að skrifa póst-strúktúralíska sagnfræði en upphafið lofar góðu. MSÖGN UM 23 ÁRGANG SAGNA sagnir 24 árgangur 04 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.