Sagnir - 01.06.2004, Síða 102

Sagnir - 01.06.2004, Síða 102
Umsögn um 23. árgang Sagna FRÁ NEYTANDA TIL NETSINS Hilma Gunnarsdóttir á grein sem nefnist „Laxness - fyrsti neytandinn" og fjallar um hugmyndir skáldsins „um úrbætur á siðum og menningu Islendinga" (bls. 72). Telur hún að Halldór hafi sett „í greinum sínum fram ákveðin neytenda- sjónarmið sem voru mjög nýstárleg“ og heldur því fram að svipuð sjónarmið sjáist enn í dagblöðum, þótt hún nefni raun- ar ekki dæmi um það (bls. 73). Hilma kastar því einnig fram að Halldór „hafi verið sér á báti í flestum málum er vörðuðu íslensku þjóðina“ (bls. 73) án þess að færa mikil rök fyrir því. Þrátt fyrir að sumt virðist ofsagt í grein Hilmu er þar þó á ferð athyglisvert rannsóknarefni sem hún getur eflaust gert sér meiri mat úr í framhaldinu. Hún kannast við kenningar Pierre Bourdieus (bls. 77) en nefnir ekki Norbert Elias, þótt rannsóknir hans á samspili borðsiða og vaxandi ríkisvalds hefðu átt að geta nýst henni í frekari greiningu. Hilma finnur „ákveðna samsvörun" á milli skrifa Halldórs Laxness og ritgerð séra Þórarins Böðvarssonar um hreinlæti frá 1867. Munurinn blasir þó ekki síður við. Halldór taldi það menningarskort „að nokkur fjölskylda í landinu hafi lélegri híbýlakost en þriggja herbergja íbúð og eldhús ásamt raflýs- ingu“ sem er gríðarlega róttæk krafa í ljósi samtíma hans og jafnvel enn. Halldór ætlaðist til að ríkið tæki þátt í að útrýma fátækt á íslandi, en Þórarinn benti á að það væri „kostnaðr, sem engann gæti gjört félausann, að eiga salerni af timbri eða torfi á afviknum stað fyrir heimils-fólk að fara erinda sinna.“ Þrátt fyrir að um mjög ólíkar kröfur sé að ræða kemst Hilma að þeirri niðurstöðu að textar Halldórs og Þórarins „gætu þess vegna verið ritaðir á sama tíma“ (bls. 75). Þar finnst mér hún vanmeta byltingarsinnaða samfélagssýn Halldórs. Á hinn bóginn er athyglisvert að lesa um viðleitni Halldórs til að sýna í verki þá mannasiði sem hann predikaði öðrum (bls. 76). Ef Halldór Laxness var fyrsti neytandinn, þá er ljóst að fleiri hafa bæst í hópinn þegar kreditkortaviðskipti hófust á íslandi. Hafliði Hafliðason rekur sögu þeirra og „þróun í átt að samfélagi án peninga“ (bls. 71). Grein hans einkennist af framfaratrú, kostir kreditkortaviðskipta eru tíundaðir en ekki er lagt mat á rök sem komu gegn þeim, t.d. þau að kortin myndu hækka verðlag (bls. 69). Hann leggur áherslu á að kreditkortin hafi gert það „auðveldara að nálgast lánsfé sem auðveldaði íslenskum almenningi að eignast ýmsa hluti“ (bls. 70) en staldrar síður við skuggahliðar þess að fólk gat nú „eytt strax og borgað síðar“ (bls. 71). Þetta er merkilegt í ljósi þess að hann virðist meðvitaður um þau vandræði sem fólk gat lent í þegar það réðst í afborganaviðskipti á 7. áratugnum (bls. 69) og ætti hið sama að eiga við um kreditkort. Upphafs- saga kreditkortanna er rakin í knöppu máli og að sumu leyti villandi, t.d. er haft eftir Ástþóri Magnússyni að Kreditkort hf. hafi náð samningum við Eurocard 1980 og þá „fóru bank- arnir að ranka við sér“ (bls. 67). Greinilegt er þó að kredit- kortanotkun varð ekki almenn fyrr en bankarnir keyptu hlut í fyrirtækinu og munu margir hafa fengið sitt fyrsta kreditkort í gegnum Útvegsbanka eða Verslunarbanka. Snorri Kristjánsson fjallar svo um miðlun íslenskrar sagn- fræði á internetinu og er grein hans sú eina sem fjallar um miðlun sagnfræði í þessum árgangi. Snorri er mjög gagnrýnin á ýmis verkefni sem notið hafa opinberra styrkja og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að þau markmið sem lágu að baki Sagnanetinu hafi ekki náðst og að fræðilegi þátturinn hafi vikið „fyrir peningasjónarmiðum, útliti og tæknilegum atriðum" (bls. 83). Þetta er áfellisdómur og grein Snorra hlýtur að kalla á viðbrögð og aukna um- ræðu um margmiðlun, tilgang hennar og hvernig tekist hafi til. Sjálfur telur hann hugsanlegt að „innanhúspólitík stjórnenda stofnana og að lítt hugsaðar skammtímastefnur stjórnvalda hafi áhrif á verkefni sem þessi“ (bls. 84). Grein Snorra lýkur á hugvekju þar sem hann kvartar yfir ómarkvissri stefnu og skorti á samráði í tengslum við birtingu á sagnfræði á netinu. Vill hann „setja á laggirnar samstarfshóp fræði- manna, fólks úr tölvugeiranum, fulltrúa stofnana og stjórnvalda, til að móta stefnuna á öllum þremur sviðunum, því fræðilega, fjárhagslega og því tæknilega" (bls. 84). HIN ÞVERFAGLEGA NÁLGUN Jósef Gunnar Sigþórsson bókmenntafræðingur og sagnfræðinemi rit- ar um „menningartilraunir" í bókmenntum og leiklist á sjöunda og átt- unda áratug 20. aldar. Grein hans er á sviði bókmenntasögu fremur en sagnfræði, en hann bendir samt á að nýjar bókmenntastefnur hafi komið „upp á yfirborðið í aukinni borgarmenningu eftirstríðanna og tókust á við og gagnrýndu stöðu einstaklingsins í steinsteyptu og tæknivæddu borgarsamfélagi samtíðarinnar" (bls. 54). Ekki hættir Jósef sér þó langt í slikum hugleiðingum, enda kannski ekki tilefni til. Jósef tengir hnignun nýraunsæisstefnu við „minnkandi áhrif vinstri- manna og hægrisveiflu á stjórnmálasviðinu“ (bls. 53) en nefnir svo Pét- ur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson sem dæmi um rithöfunda með nýjar áherslur. Þeir eiga þó naumast heima í þessu pólitíska sam- hengi. Ingibjörg Björnsdóttir ritar um upphaf nútímadans á íslandi. Hún reynir einnig að setja þá sögu í þjóðfélagslegt samhengi og tekst það býsna vel. Niðurstaða hennar er sú að nútímalistdans hafi orðið „til sem uppreisn gegn hinum sígilda listdansi sem ekki þótti lengur þjóna nútímaþörfum og viðhorfum í breyttum heimi. Islendingar misstu af þessu sígilda skeiði og skildu þar af leiðandi ekki uppreisnina en lögðu sig fram við að öðlast örlitla hlutdeild í sígildu hefðinni. Þegar hinn hefðbundni listdans nam loksins land hér kom hann í fylgd nútíma- dansins" (bls. 63). Efnið er nýstárlegt og hlýtur að vekja forvitni Hildur Jónsdóttir ritar um hópflug ftala til íslands árið 1933. Að mati hennar er þar um „að ræða merkan viðburð í sögu okkar íslendinga, viðburð sem gerði mönnum ljóst að landið var tilvalið sem áfangastað- ur á leið milli tveggja heimsálfa“ (bls. 39). Móttökur Balbos voru þó misjafnar. Að skipun yfirvalda voru allir fánar í Reykjavík dregnir að hún til að fagna Balbo og hópfluginu (bls. 34). Kommúnistar dreifðu hins vegar flugmiða með þessurn boðskap: „fslenzkur verkalýður mót- mælir pyntingum, manndrápum og launmorðum valdhafanna á Ítalíu“ (bls. 38). Alþýðublaðið benti á að Balbo sæti „á rétti ítalskrar alþýðu og kúgar hana, kúgar skoðanir hennar, sviftir hana ritfrelsi, málfrelsi og athafnafrelsi“ (bls. 39). Aðdáun Morgunblaðsins á Balbo kemur hins vegar greinilega fram, en þar var talað um „svívirðingar þær sem kommúnistar birtu um hann [Balbo] og leiðangur hans“ og sagt að Balbo hafi brosað að því að „á íslandi skyldu flokksmenn Rússastjórn- ar vera æstari og öfgafyllri en sjálfir Rússar“ (bls. 39). Víglínurnar voru skýrar á íslandi á þessum tíma. Lögreglan gerði svo blað ungra kommúnista upptækt vegna þess að þar væri skrifað „óvirðulega" um erlendan ráðamann (bls. 38). Myndefni með greininni er skemmtilegt og dregur að mörgu leyti fram tíðarandann, t.d. myndin af Ásgeir Ás- geirssyni forsætisráðherra og Jóni Þorlákssyni borgarstjóra pípuhatta- klæddum að bíða komu Balbos (bls. 35). Nýtir Hildur sér munnlegar heimildir, m.a. til að rifja upp dansleiki sem haldnir voru á Borginni til heiðurs ítölunum (bls. 37). margra. 1 00 SAGNIR 24 ÁRGANGUÞ 04 UMSÖGN UM 2 3 ÁRGANG SAGNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.