Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 3

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 3
t----------------------------------------->1 4. HEFTI 1. ÁRG. DESEMBER, 1956 Bls. 149 Steinn Steinarr: Formáli á jörðu 152 Magnús Ásgeirsson: Faustþýðing 158 Gunnar Gunnarsson: Far veröld, íar vel 163 Jóhann S. Hannesson: Tossa- gerpla 165 Þórbergur Þórðason: Ef skrifaðar hefðu verið dagbækur 176 Bragi Ásgeirsson: Tvær myndir 178 Pétur Benediktsson: Milliliður allra milliliða 185 Jóhannes Nordal: Hvað er fram undan? 189 Tvö bréf um andlegt frelsi frá Friðriki A. Friðrikssyni og Nfels Dungal 196 Tvö bréf frá Matthíasi til H. C. Andersen 200 Undir skilningstrénu 201 Bókmenntir. Kristján Karlsson, Jónas Kristjánsson, Jóhann S. Hannesson og Kristján Albertsson 209 Leiklist. Þorsteinn Hannesson 210 Myndlist. Ragnar Jónsson. RITSTJÓRN: Tómas Guðmundsson Ragnar Jónsson ábm. Kristján Karlsson Jóhannss Nordal VÍKINGSPRENT V------------------------------------------- FÁTT ER BETRA en að geta gleymt, gleymt sársauka liðinna daga, hættunum, sem eitt sinn heltóku hugann, illgirni óvin- arins. Án mildandi smyrsla gleymskunnar væru sálir flestra manna sem opin und, og heimurinn bæði ógnþrungnari staður og verri. Sú sálræna vörn, sem í því felst að grafa atburði, sem valdið hafa ótta og kvöl, í undirdjúp vitundarinnar, er ekki aðeins nauðsynleg til þess að venjulegir menn fái notið einfaldrar lífshamingju og gleði. Hún er einnig frumskilyrði þess, að þeir geti sýnt hver öðrum miskunnsemi og jafnað þá elda haturs og baráttu, sem sífellt kvikna meðal þeirra. En gleymnin getur líka verið hættuleg, þegar hún svæfir varúðina, og lokar augum mannanna fyrir þeim hættum, sem bíða þeirra. Það hefur verið veikleiki lýðræðis- þjóða, að þær hafa verið óminnugar á þær hættur, sem vofað hafa yfir þjóðskipulagi þeirra og hugsjónum. Þeim hefur verið of gjarnt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa þó þeir atburðir gerzt, sem vakið hafa svo að segja hvert mannsbarn til meðvitundar um þær ógnir, sem búa undir brosi valdhaf- anna í Kreml. Framtíðin mun skera úr því,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.