Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 17
FAR VEROLD, FAR VEL
161
einu sinni til að dúða sig og sitja stund úr
degi sunnan undir vegg, njóta hádagsskins
eða síðdegisyls a£ sólhnetti á fleygiferð í
áríðandi erindum; það var hreint ekki á
hverju sumri,_en aldrei leið nokkurt þeirra
svo að Valgerður liti ekki inn til hans, og
þá höfðu þau enn bollalagt um búskapinn,
hvergi nema á látastbæjunum átti Vésteinn
fyllilega heima, ems og nú var komið hög-
um hans, Valgerður aftur á móti var naum-
ast lengur gædd sama eldlega áhuganum
og hór áður fyrr, það kom fyrir að hún
stemgleymdi áríðandi útróttingum, trass-
aði að hafa forsjá um fjallgöngur eða lesta-
ferðir ofan á Fjörður, var alls ekki lengur
með allan hugann við bústangið. Stund-
um gerðist þetta svo bert, að Vósteinn fókk
ekki varizt þeirri spurn, sem þungur grun-
ur skaut að honum, hvort það væn ekki
í raun og veru orðið henni kvalræði að búa
með honum fötluðum og fjarverandi ár-
um saman? Hingað til hafði honum þó
tekizt að sannfæra sjálfan sig um, að ekki
þyrfti endilega svo að vera.
Sannleikurinn kynni að vera sá, að hún
var ekki neitt barn lengur, þau voru engin
börn nú orðið hvorki hún nó hann. Var
hann því tekinn að íhuga og vók að því
stundum, raunar undir rós, hver jarðanna
i heimadalnum mundi henta þeim bezt
er til alvörunnar kæmi, þeirra sem nokkr-
ar líkur voru til að myndu losna úr ábúð.
Valgerður var vön að skilja hálfkveðna vísu
e£ Vósteinn var kveðandinn, en á framtíð-
armálin reyndist hún furðu tornæm. Sá á
kvölina sem á völina anzaði hún út í hött,
eða einhverri álíka vitleysu. Vósteini tókst
ekki að átta sig á því til fulls, hvert jarð-
næðið mundi henm hugstæðast. Áhuga-
leysi vinstúlku hans í þeim efnum kom
ílla við hann, en annars var það skiljanlegt:
þess háttar er sæmzt að láta liggja í þagn-
argildi þangað til fó er handbært og hest-
arnir söðlaðir. Hór var sá galli á, að kaup-
verðið var hvergi til nema í hugarheim-
um og hestarnir hið sama. Hitt vissi hann
nákvæmlega, hvermg það mundi gerast
eða ætti að gerast: einn góðan veðurdag
mundi hann söðla gæðinginn og ríða af
stað með annan betri í taumi — beina leið
heim til brúðarefnisins. Þeir hlutir gerast
þann veg. Hvað það ferðalag áhrærði var
hvert einstakt atvik þaulhugsað og undir-
búið, frá dagrenmngu og langt frameftir
kvöldi var hann viðbúinn hverju því, er
að höndum kynm að bera, þekkti vordag-
ínn fyrirheitna út í æsar, hversu langt und-
an sem hann kynni að vera: hvert skin og
hvern skugga, angan rumskandi moldar,
vilblæinn úr suðvestri, blikandi vötn með
bláa himna og hátyrndar borgir svo neðra
sem efra, — þekkti hann sem engan ann-
an dag. Ætli ekki það! Hitt vissi hann
miður, hvenær dagurinn öllum fremri
mundi rísa nýskaptur og þó um leið skap-
andi úr unnum austurvega, æði oft varð
honum litið út á fjarlægan flóa: þar ætti
hann fyrir sór að fæðast og þaðan fram að
bruna í dýrð og dásemdum göfugra áforma
og ódrepandi, ódauðlegra vona.
Alheilum mönnum verður tíðum biðin
löng, hvað þá kroppinbökum, en eftir
drungavetur getur stundum skollið á sólær
sumardagur. Á einum slíkum vók Vó-
steinn að því við Valgerði, að hjónanefnur,
sem eitthvað væri í spunnið, þyrftu ekki
endilega að afmarka starfsþrek og athafna-
þrá við eina jörð staka, suma dali væri
hentugra að girða af í einu lagi en girða
sundur, og gæti sá dalur vel orðið frægur