Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 21
ÞORBERGUR ÞORÐARSON:
Ef skrifaðar hefðu verið dagbækur
Það var mikill unaður að horía í vestur
frá Hala í bjartviðri og í tunglsljósi á kvöldin.
Þvers fyrir hávestrinu stóð Fellsfjall tæplega
klukkutímagang frá bænum. Það var eins
og það gengi fram úr fjallgarðinum, sem lá
bak við endilanga byggðina frá norðaustri
til suðvesturs. Það var hátt fjall og hrein-
legt í laginu og ákaflega fagurt. Það var
eins og það hefði verið búið til af miklum
byggingameistara, sem hefði hugsað það
vandlega út, áður en hann byrjaði að hlaða
það. Manni fannst það vera nákvæmlega
eins og það ætti að vera. Það vantaði ekk-
ert í það og þar var engu ofaukið, og manni
fannst allt í því vera á réttum stað. Það var
listaverk, sem hinn ónefndi meistari hafði
sett svona á þennan stað handa fólkinu til
að lyfta huga sínum við að horfa á það.
Það var fegurst frá Breiðabólsstaðarbæjun-
um og innan af Helghól.
Það voru ekki miklir klettar í austurhlíð-
um þess, sem sneru austur að bæjunum.
Það voru brekkur og óljós drög að klettum,
eins og hlíðarnar væru hálfvegis afstrakt.
Efst í því var stór botn með grasi og stórum
steinum og skriðu þar fyrir ofan. Þar gat
maður séð kindur heiman frá Hala. Það
var ævintýralegt að sjá þær svona hátt uppi
og langt í burtu, og maður gat staðið lengi
úti á vesturhlaðinu og sökkt sér niður ,í
hvemig þær hreyfðu sig. Og mikið öfundaði
maður þær af útsýninu og lífsfrelsinu þarna
uppi undir heiðbláum vesturhimninum. En
mér fannst ókurteisi að láta kindur kukka
á svona hátignarlegt fjall. Það var lista-
verk, sem ætti bara að vera til að horfa á.
Það var líka gaman a.ð standa úti á
vestra hlaðinu, þegar nýlega var stytt upp
stórrigningu og horfa á Fellsfjall rísa eins
og snýskapað við fagurblátt vestanheiðið og
telja lækina, sem streymdu niður hlíðina.
Einu sinni voru þeir 37. Þá var eins og fjallið
iðaði af æskulífi.
Suðurhlið Fellsfjalls snöri á móti hafinu,
og það sást aðeins austurröndin á henni
heiman frá Hala. En hún blasti við manni
utan af fjörunni og austanverðum Breiða-
merkursandi. Hún var stórkostleg kletta-
blokk, belti upp af belti, flug upp af flugi,
ennþá mikilfenglegri og brattari en klettarnir
fyrir ofan Breiðabólsstaðarbæina. Og hún
var dekkri á litinn og eins og fastari í sér.
Mér sýndist hún vera unglegri, svona um
þrítugt, þeir um fimmtugt. Það hrapaði oftar
úr þeim, eins og þeir væru famir að fella
meira af. Það hrapaði þó einstöku sinnum
úr Fellsklettum, og þá sagði Eyjólfur hrepp-
stjóri, að nú hefði hurð hrokkið af hjörum
hjá vættunum í fjallinu. Hann trúði því, að
í Fellsfjalli byggju vættir, huldufólk og
draugar, og það var svoleiðis fjall, að það
hefði vel getað verið, og það var ekk-
ert lakari trú en sú, að huidufólk og draugar
stöfuðu af litlum mat, lélegum húsakynnum,