Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 27

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 27
EF SKRIFAÐAR HEFÐU VERIÐ DAGBÆKUR 171 mundi lifa mikið af sögum og atburðum, og þá yrði meira gaman að lifa. Hugsum okkur, að þetta hefði fundizt í dagbók hreppstjórans í Suðursveit, segjum 12. septem 1798: „Suðaustan stórrigningu gerði hér nokkru fyrir dagmál í gær og hélzt þangað t;l milli nóns og miðaftans í dag. Stærðar bjarg kom ofan úr klettunum austan við Háaleiti og nam staðar vestast í Kvennaskála, 14 faðma fyrir ofan götuna. Kom milli hádegis og nóns í dag.” Og þetta í dagbók prestsins í Sandfelli í Öræfum, 19. mai 1503: „Hingað kom í dag Þorsteinn Hallsson, bóndi á Kvískerjum. Áttum samtal um Ærfjall. Sagði mórauða forustuá, sem átt hefði Özur Amarson, bóndi að Breiðá, hafa gengið úti í Ærfjalli veturna 1490 til 1494 og fætt tvö lömb á hverju vori, en hefði alltaf verið einlembd þangað til. Annað lambið, sem hún átti síðast í Ær- fjalli, hefði verið þríhymdur hrútur, hvítur með gráum dílum og fagurbláum dindli. Þessi lömb hefðu öll orðið forkunnar vænar kindur og með óvenjulega mikinn fjárbrúsk. Enginn hefði skilið, hvemig lömbin komu undir, því að fullvíst þótti, að ærin hefði ekki komið saman við mennskra manna hrút né annað mennskra manna fé þessa vetur. Það er hald greindra manna, að hún hafi haft huldufólkshrút. Eftir útigöngu henn- ar fóm sumir að kalla fjallið Ærfjall. Hét áður Nónfjall, því að á því kvað hafa verið nónstaður frá Fjalli. 2. júní: Hitti í dag á Hnappavöllum Özur Arnarson, bónda að Breiðá, glöggan mann og skilagóðan og sagðan ófreskan. Spurði hann um útigönguána. Sagði frá henni eins og Þorsteinn Hallsson. Sjá 19. mai. Ærin hefði verið kölluð Morsa. Eitt vor fyrir nokkr- um ámm kvaðst Özur hafa gengið til kinda vestur í Ærfjall eins og oftar. Þá hefði hann séð fjórar ær á beit í brekku fyrir neðan klett í fjallinu og með þeim þríhymdan hrút, einkennilega spreklóttan á lit, allt afburða- stórar og félegar skepnur. Hann sagðist hafa gengið til þeirra, en þegar hann hefði átt um 20 faðma að þeim, hefðu þær tekið á rás og horfið inn í klettinn eða svo hefði það verið fyrir sínum sjónum. Hann kvaðst oft hafa séð heiman frá Breiðá skært ljós brenna í þessum kletti, eftir að rökk var orðið á kvöldin. Þetta ljós hefði líka séð Ingunn fróða, þá er hún gekk frá Kvískerjum að Breiðá eitt haustkvöld. Hún drukknaði þremur dögum seinna í Jökulsá á Breiða- merkursandi, þá á göngu yfir sandinn aust- ur til Fellshverfis í Papbýli." Það hefði verið fróðlegt að hafa svona dagbækur frá fyrri öldum, í staðinn fyrir að týna mestallri sögu sinni og eyða svo tíma í endalausar flækjur og getgátur og öll þessi „hér um bil", „gæti verið", „ef til vill”, „kringum", ,nálægt", „ekki langt frá" o. s. frv. o. s. frv. Þess háttar tal átti snemma illa við mig. Ég vildi vita nákvæmlega hvenær og hvar. En það var ekki hægt nema að skrifa hjá sér og mæla. Allir vissu, til dæmis, að Breiðá hafði heitið bær á Breiðármörk. Það hefur áreið- anlega verið mikil jörð, áður en landið komst undir Noregskonung og veðrin tóku að spillast, því að Flosi fékk Kára hana til ábúð- ar, og hann hefði aldrei sett hann niður á kotbýli, enda varð Breiðá síðar kirkjustaður. En nú vissi enginn, hvar á Breiðármörk Breiðá hefði staðið. Það hefði verið einhvers- staðar í grennd við Breiðá eða ekki langt frá Breiðá. En hvað ofarlega við Breiðá? Og hvar rann Breiðá þá? Hefur hún alltaf runn- ið í sama fervegi? Vötnin á Steinasandi

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.