Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Síða 29
EF SKRIFAÐAR HEFÐU VERIÐ DAGBÆKUR
173
dásamlegt útsýni austur til fjallanna og aust-
ur yfir Breiðabólsstaðarlón og djúpt sjáar-
hljóð í suðri.
Hérna, þar sem við erum að fara núna,
þar sem fjaran gengur fram í sjóinn á milli
Stemmukróka og Jökulsár, þar strandaði
skip Þórðar illuga, þegar hann kom til Is-
lands, segir dagbók Hrollaugs. Það var að-
faranótt 2. ágúst, í þoku og suðaustanbrælu.
En það var ekki mjög slæmt í sjóinn, og
fólkið bjargaðist lifandi í land og kindurnar
og kýrin og hundurinn og tveir hestar, en
graðungurinn varð fyrir vondu ólagi og
drukknaði.
Um morguninn létti upp þokunni og gerði
heiða vestanátt með sólskini. Þá gekk
Hrollaugur landnámsmaður upp í brekkurn-
ar fyrir ofan Breiðabólsstað og fór að horfa
út á sjóinn og fjörurnar, hvort nokkuð sæist
rekið, en vinnufólk hans var við heyskap
austur í teigum. Þá sá hann skip vera að
velkjast í brimgarðinum fyrir vestan
Stemmukróka og fólk vera á stjái uppi á
fjörukambinum. Hann varð mjög hlessa.
Þetta var fyrsta hafskip, sem hann hafði
séð á sjó, síðan hann settist að á Breiða-
bólsstað. Alltaf skiplaus sjór. Hann flýtti sér
niður brekkumar og lét sækja tvo hesta og
gyrti sig sverðinu Haraldsnaut og setti upp
fimmmarka hringinn, sem Haraldur kóng-
ur hafði gefið honum og reið svo út eftir og
Özur keiliselgur sonur hans með honum.
Þeir mættu Þórði illuga sunnan undir háu
malarhólunum fyrir utan Brennhólakvíslar.
Hann var á leið austur að Breiðabólsstað,
hafði séð þar mannabyggð vestan af fjör-
unum, en vissi ekki, hvað bær sá hét né
hver bjó þar. Hann varð mjög feginn að
hitta Hrollaug. Hrollaugur heilsaði honum
a hirðmannavísu, segir Þórður illugi í dag-
bók sinni. Þá voru hólarnir skógi vaxnir og
prýddir reyrgresi. Þeir settust upp í eystra
hólinn og sátu þar dálitla stund og sögðu
hvor öðrum fréttir og horfðu út á sjóinn.
Svo fóru þeir vestur að strandinu að sækja
fólkið. Þar sá Özur Gró dóttur Þórðar í fyrsta
sinn. Varningi, sem náðist úr skipinu, hafði
verið staflað fyrir ofan fjörukambinn og
segl breitt yfir og steinar hengdir í segl-
skautin. Svo var haldið heim að Breiða-
bólsstað með kúna, hestana, kindurnar og
hundinn. Þau voru öll svo mögur og illa til
reika, að þau gátu varla gengið. Özur lét
Gró ríða hesti sínum. Hún var lagleg stúlka
og greind. En kona Þórðar var sett upp á
Hrollaugshest. Hún var lasburða eftir sjó-
ferðina og volkið í brimgarðinum. Allt hitt
fólkið gekk. Daginn eftir fór Þórður við
þriðja mann til að bjarga skipsviðunum.
Þá var komin vestan alda og skipið að lið-
ast í sundur í brimgarðinum. Þeim tókst að
bjarga nokkru, en hitt rak austur í haf.
Þórður dvaldist nokkurn tíma með Hrol-
laugi. Özur og Gró gengu stundum saman
inn í Kvennaskála á kvöldin. Einn dag í
fögru veðri gyrti Hrollaugur sig sverðinu
Haraldsnaut og setti upp fimmmarka hring-
inn og reið með Þórð út á Breiðármörk. Jök-
ulsá var í kvið. Hann sýndi Þórði landið og
gaf honum land allt frá Jökulsá vestur að
Kvíá. Það var myndarleg spilda, á fjórða
tíma gang frá austri til vesturs og ekki
minna en fimm tíma gangur utan frá sjó
upp að Breiðármerkurjökli. Þórður þakkaði
honum mikið fyrir. En Hrollaugur var höfð-
ingi og svaraði: „Það er ekkert að þakka."
Þórður gerði sér bæ undir Fjalli fyrir
vestan Breiðá og Hrollaugur leysti hann út
með vænum graðung handa kúnni og gaf
honum þrjátíu ær með lömbum. Hinn 19.