Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 36
180
NÝTT HELGAFELL
þjóðina, eins og seðlaveltan og aukning út-
lánanna sýna.
Að öllu gamm slepptu hygg óg þó, að
bankarnir geti enn margt gert til þess að
auðvelda hlutverk peninganna sem gjald-
nuðils meira en enn er orðið. rókka-við-
skipti standa enn á of lágu stigi í íslenzku
þjóðfólagi og þar bíður okkar viðfangsefni.
Bæði opinberar stofnanir og aðrir aðiljar
eyða óhemju fó í innheimtu á mánaðarleg-
um gjöldum og öðrum greiðslum, þar sem
gjalddagi og uppbæð er vitað með nokk-
uð löngum fyrirvara. Það ætti ekki að vera
óvinnandi vegur fyrir bankana að annast
ýmsar af þessum innheimtum og greiðsl-
um, öllum aðiljum til hagræðis og sparnað-
ar. Ég vil þó taka það fram, að hugmyndir
mínar í þessu efni eru ekki svo stórfelldar,
að mór detti í hug að unnt só að afmá úr
þjóðfólaginu hina þolinmóðustu og marg-
hrelldustu allra stótta, rukkarana, enda er
vítt athafnasvið framundan, áður en að því
kemur.
Nú er vert að snúa sór að hinu næsta
hlutverki peninganna, því að hjálpa mönn-
um til þess að geyma leifar dagsins í dag
til morguns, það sem þeir spara í ár til síð-
ari ára. Þegar við ræðum um þetta hlut-
verk, höfum við tilhneigingu til þess að
tala aðeins um sparnaðinn, geymslu verð-
mætanna, en raunar eru á þessu máli tvær
hliðar, eins og svo mörgum öðrum. Þeir,
sem hlut eiga að máh, væru því raunar
fegnastir, að við gleymdum lunni hliðinni,
því að hún er sú, að varðveita skuldbind-
íngar þeirra, sem einhverntíma færðust
meira í fang en þeir voru borgunarmenn
fyrir og því urðu að taka fó að láni.
Þótt þessi síðan tilhugsun hljóti að vera
öllum leið, og það só óþægilegt að hafa pen-
mgakröfuna hangandi yfir sér eins og. sverð
Damoklesar, er þó aldrei skortur á mönn-
um, sem fúsir eru að taka að sór hlutverk
skuldunautanns. Vandinn er lengstum sá,
að fá menn til þess að spara, fá menn fyrst
til þess að safna í handraðann, sannfæra
þá síðan um það, að það borgi sig að fara
í handraðann aftur og leyfa öðrum fram-
takssamari, hagsýnni eða a. m. k. bjart-
sýnni að fá sparifóð til ávöxtunar, — og
loks að sýna þeim fram á, að þeir eigi að
leita aukinnar tryggingar hjá milliliðnum
mikla, bankanum, þegar þeir vilja ávaxta
fó sitt.
Til þess að unnt só að fá menn td þess
að spara, þarf að uppfylla ýms skdyrði.
Frumskdyrðið er vitanlega það, að menn
hafi í sig og á og vel það. Hvenær því marki
er náð, hlýtur að fara eftir mati hvers ein-
staklings. Það er þýðingarlaust að ætla sór
að setja mönnum reglur um það, en forn-
fræga aðferð má alltaf nota, freistinguna.
Það má freista manna til þess að spara,
með því að heita þeim vöxtum af spari-
fónu. Sjálfboðalið skuldunautanna er nægi-
lega fjölmennt og ásækið til þess, að óhætt
er að lofa bæði vöxtum og vaxtavöxtum á
þeirra kostnað.
En loforðið um vexti og vaxtavexti verð-
ur lótt á metunum, ef ekki tekst að skapa
og varðveita traust á verðgddi penmganna.
Hvernig er unnt að ætlast td þess, að nokk-
ur maður neiti sór um ísskáp eða aðgöngu-
miða að blaðamannakabarettinum í dag, ef
hann hefir ástæðu td þess að ætla, að eftir
tvö eða þrjú ár geti hann rótt keypt hræri-
vól eða konnzt í barnasæti á bíó fyrir pen-
ingana, sem hann lagði upp?
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
á undanförnum árum hafa pemngarnir