Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 37

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Page 37
MILLILIÐUR ALLRA MILLILIÐA 181 mjög brugðizt því hlutverki hér á landi að varðveita verðmætin. Það gegnir næstum furðu, að þrátt fyrir þetta hafa menn hald- íð áfram að spara til skamms tíma. En sólarmerkin síðustu mánuðina spá ekki góðu um sparnaðinn. Ekki þarf lengi að leita að orsökinni til þess að peningarnir hafa ekki getað rækt þetta hlutverk sitt, að vernda span- fóð, enda hefir oft verið á hana bent og af meiri fræðimennsku en mér er fært. í viðleítninm að bæta kjör sín hefir þjóðin heimtað, að stærri hlutur kæmi til skipta en á land hefir bonzt. Það getur verið rótt- mætt fyrir þjóðarheildina að eyða meira en aflað er á vissum tímum, ef mismun- urinn — og raunar meira en hann einn — er lagður til nytsamra fyrirtækja, sem síðar gefa þann arð, sem getur greitt þær skuldir, er á þennan hátt safnast við önn- ur lönd. En ekkert vit er í því að taka er- lend lán til daglegrar neyzlu. Sú leið get- ur ekki leitt til annars en gjaldþrots. Þjóðartekjurnar aukast ekki um eyns- virði við það, að mönnum sóu greiddar fleiri krónur í kaup en atvinnuvegirmr fá borið. Utflutnmgsframleiðslan fær ekki staðizt, án þess að henni sóu veittir styrkir til þess að standast erlenda samkeppni. Sama á raunar við um innlenda framleiðslu til notkunar innanlands, þótt því só stund- um minni athygli veitt. Hana verður að vernda með tollum og öðrum innflutn- mgsgjöldum og mnflutningshöftum, svo sem dæmin sanna. Til þess að halda þjóð- arskútunni á floti, þarf að leggja á menn stóraukna skatta til greiðslu á framleiðslu- styrkjunum. Ef þeir svöruðu nákvæmlega td þess, sem út er látið af peningum um- fram efni, hefði ekkert breytzt um afkomu þjóðarheildarinnar. Eyðslufóð væri hið sama sem áður, en sennilega nokkuð í ann- arra höndum. Þótt aðferðin só amböguleg, að leggja á sjálfan sig skatta til þess að styrkja sjálfan sig, gæti með þessu móti skapazt nýr fastur verðgrundvöllur, — auk þeirra ,,atvinnubóta“, sem ráðamenn þjóð- fólagsins gætu veitt gæðingum sínum við að heimta skattana og skipta styrkjunum. En þessi leið hefir ekki verið farin. Rík- ísstjórmrnar hafa löngum þótt aðgangs- harðar í skattheimtunni, en þeim hefir ekki tekizt að ná í ríkissjóð nægilega stór- um hluta af því sem á vantaði, til þess að afli og eyðsla stæðust á, einkum eftir hin- ar miklu hækkanir á tekjum allra launþega, er leiddi af verkföllunum miklu 1955. Þá hefir ekki venð önnur leið eftir en að ,,fara í kjallarann“, auka peningaveltuna, — þynna mjöðinn, til þess að svo liti út, sem hver fengi sitt. Þetta er sama aðferð- m sem Haraldur harðráði notaði, er hann galt hirðmönnum sínum mála. ,,Það silf- ur var kallað Haraldsslátta; það var mein hlutur kopar, — það bezta kosti að væri helmingur silfur“. Er af því fræg saga, þegar Halldór Snorrason vildi ekki taka við Haralds-sláttunni og felldi hana niður í hálminn á hallargólfinu. Margir hafa far- ið þessa leið fleiri en Haraldur harðráði og ríkisstjórn íslands. En árangurinn hefir ætíð orðið hinn sami, — verðmæti pening- anna hefir fallið, miðað við þau gæði, sem þeim var ætlað að kaupa. Ég sagði áðan, að nýr, fastur verðgrund- völlur gæti skapazt, ef ríkið tæki í nýjum sköttum allt það sem á vantaði, til þess að þjóðarbúið yrði rekið hallalaust. Þetta væri þó engan veginn vandalaust, meðan ís- lendingar hafa í hásæti eitt höfuð-skurðgoð

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.