Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 46
190
NÝTT HELGAFELL
um leið og því er treyst í anda Meistarans,
að Guð og sannleikurinn séu eitt.
Moldarbaminu, manninum, er það mjög
til hróss, að hann skuli skynja hugsjón
sannleikans og geta, eins og dæmin sanna,
bundizt henni í svo algerri hollustu, að hún
sé honum meira virði en matur og drykkur
og lífið sjálft. A hennar leiðum hefur hann
líka fundið einn sinn mesta kjörgrip — vís-
indahugtakið, lykil hinnar sönnuðu þekk-
ingar.
Þessi frelsandi binding mannshugans við
hina æðstu hugsjón er örðug og umsetin
ýmsum hættum. Menn geta til dæmis orðið
svo vandlátir vegna sannleikans, að þeir
þori enga skoðun að hafa á höfuðrökum
lífs og heims — og þarf það ekki endilega
að eiga neitt skylt við þá útbreiddu hag-
sýni, að láta skoðanaleysið létta af sér
allri ábyrgð á eigin lífi og annarra. Því
að sá, sem veit ekki neitt, ber ekki ábyrgð
á neinu, og er rangt að vanmeta slíkt hag-
ræði. Hinsvegar em skoðanir mannlífínu
eins nauðsynlegar og lauf og blaðgræna
skóginum. Og aldrei heyrðist um það tré,
sem aftók að laufgast að vori, af ótta við
að laufin kynnu að visna að hausti.
En skoðanir er skylt að vanda. Til þess
veitir menningin — vfsindaleg og trúarleg
í senn — ærna hjálp þeim, sem þiggja
vilja.
Páll frá Tarsus varar við „ánauðaroki"
úreltra kenninga og kvaða. Menn hafa
rifjað þetta upp í seinni tíð. Er það nú-
orðið engan veginn sjaldgæft, að menn
krefjist skoðana- og samvizkufrelsis fyrir
sjálfa sig. Hitt er þó tilkomumeiri mynd and-
legs frelsis, að láta sér annt um annarra
manna rétt í þeim efnum. Þykir mér í því
sambandi vænt um að fá tækifæri til að
segja frá minnisstæðu atviki.
Ég var búinn að vera einn eða tvo daga
hjá söfnuði mínum í Vatnabyggð, Kanada,
um jólaleytið 1921, þegar sóknamefndin
heimsótti mig til að leggja mér til lífsregl-
urnar. Þetta voru bændur — lítt skólagengn-
ir flestir, en greindir menn og viðræðugóðir.
Þá var það, að einn þeirra, sem lítið hafði
lagt til málanna, nema þá helzt spaugs-
yrði, gerðist alvarlegur og einbeittur á svip
og sagði: „Þá er bara eitt eftir, séra Frið-
rik, — að tala við þig um kenninguna".
Ósjálfrátt bjóst ég til varnar með sjálfum
mér. Um þetta var ég nokkurnveginn
staðráðinn í að láta ekki segja mér fyrir
verkum. Ég beið því þögull átekta. „Um
kenninguna gerum við til þín eina kröfu",
hélt Þórður Axdal áfram, „og hún er sú,
að þú predikir eftir þinni eigin skoðun og
beztu vitund, hvort sem okkur líkar betur
eða ver".
Ég varð undrandi yfir því stórlæti vegna
sannleiks og einlægni, sem fólst í þessari
„kröfu". Oft hefi ég dáðst að andlegu frelsis-
viðhorfi þessa unga, „ómenntaða" bónda,
þegar mér hefir orðið starsýnt á þá kenn-
ingarfjötra, sem hámenntaðir menn leggja
á sjálfa sig og aðra.
Það er segin saga, að mennirnir hrasa
margvíslega. Það er svo margt innra og
ytra, sem villir þeim sýn. Þeim mun eftir-
tektarverðara er það, að þeir geta átt það
skyn og þá skapsmuni, að sleppa aldrei
umráðaréttinum yfir sínum innra manni,
handsala aldrei frá sér skoðanir sínar,
veita aldrei öðrum mönnum lénsvald yfir
samvizku sinni. Meðan svo er, er það ekk-
ert smáræði, sem aðgreinir þá frá dýrum,
þótt margt sé annars líkt með skyldum.
En tilkomumest er andlegt frelsi, og til-
gangi sínum næst, þegar það — jafnframt
vandfýsinni um sannleikann —- ber lauf
og blaðgrænu örvandi skoðana, sem kalla
menn til ábyrgðar og þjónustu, og lyfta
þeim yfir löst og þraut og hvers konar ótta,
jafnvel „óttann við þá, sem líkamann
deyða".
II.
Ytra andlegt frelsi á að vera tryggt með
landslögum réttarríkis. En réttarríki og lýð-
ræðisríki er nokkurn veginn eitt og hið
sama, a. m. k. sögulega séð. Um það getur
enginn ágreiningur verið, að lýðræðið er