Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Side 48
192
NÝTT HELGAFELL
gagn að mjólkinni. Óhreint vatn, sem
blandast hreinu vatni, er óhreint vatn eftir
sem áður, en hreint vatn, sem blandast
óhreinu vatni, hættir að vera til.
Þegar illgresið er búið að fá atkvæðisrétt
á þingi kornstanganna, þá þarf ekki að
spyrja um framtíð akursins. En ef tvískinn-
ungurinn í þessum myndum og mörgum
öðrum er hættulegur lýðræði og andlegu
frelsi, — og það er efalaust mál, að svo er
— þá ættu ráðamenn þjóðfélagsins ekki að
fresta því að snúast gegn honum með sam-
þykktum og landslögum, og framfylgd
þeirra.
Hitt er verra viðureignar, þegar skoðana-
og tjáningarfrelsið — fjöregg lýðræðisins —
er opinberlega og feimulaust, af háum sem
lágum, gera að áróðurstæki, þannig að ekki
er hirt um satt né logið, heldur tilgangurinn
látinn helga meðalið. Eða þegar prentfrels-
ið er haft til að fullnægja atvinnuþörf ein-
stakra manna með því að fylla bókamark-
aðinn með óþöríu eða beint óhrjálegu les-
efni. Þetta er ekki hægt að banna, segir Al-
þingi, — enda bókmenntimar smám sam-
an komnar á það stig, að það bögglast fyrir
mönnum, þótt glöggir séu, að ákveða hvað
sé sorprit og hvað ekki.
Lýður, sem með slíkum misbeitingum
svíkst aftan að sínu eigin frelsi, er á hraðri
ferð til austræns lýðræðis og til þeirrar óvita-
verndar, sem kenningavaldboð og ritskoðun
kaþólskra í eðli sínu er. —
Ýmsir, sem koma auga á óheilindin í þjóð-
lífinu, en sjá ekki ástæðu til aðgerða, tala
sem svo: Ekkert nema smitun skapar ónæmi.
Menn verða að hafa hið illa hjá sér, til að
geta lært að varast það. Menn verða að
„læra" að drekka og reykja, horfa, heyra
og lesa — skrúfa frá og fyrir. Hættan brynj-
ar meðfædd innri öfl til vamar, og svo kem-
ur ónæmið.
Þetta er engan veginn tóm staðleysa. En
hvað kostar slík tilraunaiðja einstakling og
heild? Pestir eru ekki lamb að leika við.
Hvers vegna ræður heilsufræðin ekki til að
leita á þennan hátt ónæmis gegn berklum
og bólusótt?
Ef ekki má hreinsa til á heimilinu með
þeim aðferðum, sem beinast liggja við —
boði og banni — af því að lýðfrjálst fólk
lætur ekki bjóða sér slíkt (réttara sagt, af
því að svo margir græða fé á sóðaskapnum)
—- og ef ekki á bara að láta skeika að
sköpuðu í þeirra trú, að eins og menning
fæðist og blómgast, hljóti hún að úrkynjast
og lognast út af, — og, ef menn setja vopn
sín á ónæmi, — þá skal að lokum bent á
þá ónæmisaðgerð, sem er tiltölulega hættu-
laus, en stórvirk, þegar vel tekst, þ. e. vemd-
un og efling hins innra andlega frelsis.
Þetta er örðug siðbótaaðferð. Jarðvegurinn
fyrir hana er helzti ófrjór í þjóðlífi, þar sem
menn geta sagt ósatt, án þess að mannorð
þeirra sé í hættu. Hún verður ekki „tryggð”
með landslögum beinlínis, eins og hið ytra
frelsi, heldur með ábyrgðartilfinningu og
manngildi þeirra, sem fæða og uppala nýja
kynslóð.
Innra andlegt frelsi er lífrænt og verðandi,
eins og allur vor innri maður. Það verður
ekki lagt til hliðar eins og dýrkeyptur, dauð-
ur hlutur, gull eða gimsteinn. Það þarf sinn
ræktunarreit. Njóti það næringar, umhirðu
og friðunar, vex það, en visnar ella. Trygg-
ing þess er, sem sagt, uppeldi. Næring
þess er vegleg lífsskoðun, þar sem bjart-
sýni og alvara haldast í hendur — innrætt
með þeim aðferðum, sem hyggindi kærleik-
ans ein kunna.
Hvar á slíkt uppeldi sér hvöt og stoð?
Hvergi nema í trúarbrögðunum. I því efni
er kristindómurinn óefað í fremstu röð. Hann
geymir hið vermandi og örvandi dæmi Krists,
svo og rök hans — einu rökin, sem til eru —
fyrir því, að hinn hverfuli jarðneski maður
eigi að gæta „bróður" síns.
Og — með því að kirkjan er umboðs-
maður og boðberi kristindómsins, og með
því, ennfremur, að kirkja þjóðar vorrar ber
í einstökum mæli virðingu fyrir almennri
þekkingu og skoðanafrelsi hvers manns —