Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 59

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 59
BÓKMENNTIR 203 yrði lesendum til trccfala. En sú er bót í máli, að framsetning höfundar er einkar ljós og skilmerkileg, og mér virðist einmitt mjög lærdómsríkt að fylgjast með honum, þegar hann þreifar á sjálfum frumgögnum sög- unnar. En þótt hann beiti allri varfærni í dómum sínum og ályktunum, þá má búast við, að sitthvað eigi eftir að falla af því, sem hann heldur fram, þegar nýjar rann- sóknir verða gerðar, eins og höfundur tekur sjálfur fram í formála. Saga íslendinga hefur lengst af verið rit- uð annað tveggja í mynd annála eða per- sónu- og atburðasögu. En á síðustu öldum hefur mönnum orðið ljóst, að sagan er ekki öll sögð með því, þótt rakin sé æviferill nokkurra höfðingsmanna og skýrt frá erjum þeirra sín á milli. I þessu efni er Jón Jó- hannesson maður nútíðarinnar. I bók hans er nálega engin persónusaga, og þráður viðburða ekki rakinn samfellt nema í kafl- anum um fjörbrot þjóðveldisins. I stað þess er hér gerð grein fyrir einstökum málum eða einstökum þáttum þjóðarsögunnar — og í sambandi við það birtast að sjálfsögðu helztu atburðir þjóveldisaldar. Bókinni er skipt í sex höfuðflokka, og sýna fyrirsagnir þeirra í stórum dráttum, hvernig tekið er á efninu: Fundur Islands og bygging. — Stjómhættir. — Siglingar og landafundir. — Trú og kirkja. — Fjörbrot þjóðveldisins. — Hagasaga og verkleg menning. I formála bókarinnar segir höfundur: „Bók þessi er einkum ætluð til stuðnings við nám í íslendinga sögu við Háskóla íslands, en jafnframt á hún að vera til nokkurs fróð- leiks öllum þeim, er sögu unna." Þetta verða menn að hafa í huga, þegar þeir leggja mat á bókina. Þessi tvö sjónarmið er ekki unnt að samræma að öllu leyti. Sú saga, sem rituð er handa háskólanemum, a að vera öðruvísi en lestrarbók handa al- þýðu manna. Og eins og höfundur segir sjálfur, hefur hann einkum haft það sjónar- roið í huga að gera kennslubók handa studentum. Þessi sögubók er gagnorð og hlaðin efni, beinagrind, sem kennarinn gef- ur hold og blóð í kennslustundum sínum. Það er álitamál, hvort rétt sé að gefa út mörg þúsund eintök slíkrar bókar og dreifa um gjörvalla landsbyggðina, enda ætla ég, að ýmsum áskrifendum Almenna bókafé- lagsins muni reynast hún seig undir tönn. Tilgangur bókarinnar og snið hefur og vald- ið því, að ýmsir lesendur hafa lagt á hana rangan dóm, og vík ég nánara að því hér á eftir. En málið má einnig skoða í öðru ljósi. Þessi bók er fengin öllum áskrifendum hins stóra bókafélags, og því lendir hún í höndum margra manna, sem annars kostar hefðu aldrei litið í hana. Og hún mun vissulega reynast kjarnmikil og heilnæm fæða öllum þeim, sem nenna að kryfja hana til mergj- ar. Ef mönnum sýnist svo, geta þeir litið á þetta sem vitnisburð um það, að íslending- ar beri enn með rentu nafnið söguþjóð, þeg- ar öllum landslýð er ætlað að lesa kennslu- bók háskólastúdenta. Um bók þessa hefur lítils háttar gagnrýni verið birt á prenti, og einnig hef ég átt tal við ýmsa menn, sem hana hafa lesið. Ég hygg, að dómar þessa fólks endurspegli skoðanir fleiri lesenda, og því langar mig að skýra stuttlega frá þeirri gagnrýni, sem menn hafa haft fram að færa. Sumir kvarta um það, að bókin sé þurr og strembin, efn- inu ofmjög saman þjappað. Aðrir sakna þess, að ekki sé skýrt frá fleiri þáttum sög- unnar eða nánari grein gerð fyrir ýmsu, sem þar er drepið á. Nefna sumir til bók- menntimar, telja ekki rétt að segja sögu ís- lenzkrar fornaldar án þess að skýra frá sagnarituninni, mesta afreki Islendinga á þjóðveldisöld. En aðrir telja það til, að höf- undur láti um of sitja við að lýsa ytra borði hlutanna, því sem áþreifanlegt er, en skýri ekki nógsamlega hið innra samhengi: uppruna og eðli hins foma þjóðfélags, sköpun þjóðveldisins, þróun þess og fall. Enn eru þeir, sem kvarta um það, að ekki séu rétt hlutföll milli einstakra þátta bókar- innar. Til dæmis benda menn á það, að kaflinn um samning Islendinga við Ólaf konung helga sé meira en tvöfalt lengri en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.