Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 62
206
NÝTT HEL.GAFELL
margt um eðli þýðinga og takmörk þau,
sem þýðendum eru sett, en jafnframt um
ótrúlega leikni, hugkvæmni og skapandi
gáfu þýðandans.
Að lokum eitt dæmi um vanda af því tagi,
sem ætti að kenna manni að virða jafnvel
það, sem miður fer, í góðri þýðingu. 1 síð-
asta erindi „Sweeney á meðal næturgala"
segir Eliot um næturgalana
And let their liquid siftings fall
To stain the stiff dishonored shroud,
en Helgi þýðir
og létu drjúpa úr lofti flekk
á líksins klæði miður hrein.
Hér er málið óviðráðanlegt (svo maður
nefni nú ekki að bæði næturgalinn og Aga-
memnon eru hvítir hrafnar í íslenzkum
skáldskap.) Efnið er rétt þýtt, en um leið
er kvæðið túlkað of ótvírætt, því í frum-
kvæðinu er einmitt tvíræðni í orðinu liquid,
sem í þúsundum enskra kvæða er notað til
að lýsa fuglasöng. I frumkvæðinu kemur
þannig fram á tvennan, og sláandi ólík-
an hátt, andstaðan milli þess heims, er
Sweeney lifir og deyr í, og hins, er hefir
næturgalann fyrir sitt tákn. I þýðingunni er
það, sem var fjölþætt, einfaldað, það, sem
var óráðið, ákvarðað. Hvernig annað hefði
mátt vera fæ ég ekki séð. Því það er skemmst
að segja af þessum þýðingum Helga, að
það ógerlega tekst honum ekki frekar en
öðrum, en það, sem hægt er, gerir hann af
afburða snilld.
Iþöku, des. 1956,
Jóhann Hannesson.
Ásgrímur og Tómas
Ásgrímur Jónsson: Minningar og
myndir. Tómas Guðmundsson færði
í letur. Almenna bókafélagið 1956.
Tveir listamenn, barnfæddir á Suðurlág-
lendinu, hafa sett saman þessa bók. — Hún
segir frá því meðal annars, hvernig var að
vakna til lífs og þroska í mesta víðsýni Is-
lands til hafs, byggða og fjalla. Annað veif-
ið verður lýsingin að óði í óbundnum stíl,
um fegurð og dulardóma Islands, í vaknandi
augum, sem sáu meir og betur en almennt
gerist. Efnið er frá Ásgrími, reynsla hans
og hugsun. En nú skyldi þess freista, að
mála með orðum í stað lita. Hann gerði
Tómas Guðmundsson að sínum trúnaðar-
manni. Þegar bókin var komin saman hafa
þeir víst mátt segja hvor við annan: Mitt er
þitt — og þitt er mitt. Lesandinn finnur, að
hann er allan tímann með þeim báðum.
1 þessum hófsömu, næsta •fáorðu minning-
um er ef til vill meir, en í flestum öðrum
bókum, um hvemig var að vera barn í sveit,
áður en allar framfarirnar komu. Ásgrímur
var að vísu óvenjulegur drengur, að feg-
urðarskyni og ímyndunarafli; snemmvakinn,
djúphugull og alvarlegur. Allt um það hafa
önnur böm, vitandi og óafvitandi, reynt
eitthvað svipað og Ásgrímur, þó að þau
aldrei kæmu orðum, hvað þá lium, að því,
sem var þeirra mikla og furðulega heims-
mynd, — land Heklu, þar sem Ásgrímur
man það einna fyrst, að loft er „rist rauð-
um feiknstöfum", en jörðin bifast undir fót-
um hans; hið stórleita græna og bláa, eða
hvíta land, öll þess myndbreytni og litauðgi,
og mörgu ósviplíku bæjarþil, og kyndugu
karlar og kerlingar. Þó var heimurinn sízt
allur þar sem hann var séður, með bemm
augum daglega lífsins. Upp um öræfi bjó
hrikalegt kyn útilegumanna, svipaðast
bergrisum, og sást einum og einum bregða
fyrir, þegar fór að skyggja. En hinn stóri
heimur huldufólks, í hólum og klettum, var
þó bæði langtum fjölmennari og stómm
yndislegri, mesta ágætisfólk, að því er Ás-
grímur hefur fyrir satt, „trútt í skapi, vinfast
og þakklátt"; og „samdi sig um klæðnað
og hýbýlaprýði að þeim fegurðarkröfum,
sem almenningur átti annars ekki kost á
að fullnægja, og hefur það ósjaldan verið
helzta hefðarfólkið í byggðarlaginu."
Eitt af fyrstu listaverkum Ásgríms var
líkan, gert úr leir, grjóti og mosa, af klettum
þar sem margt bjó af góðu og mjög guð-
hræddu huldufólki; þaðan mátti oft heyra