Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 63
BÓKMENNTIR
207
tíðir sungnar, meðctn hljóðara var í sveitum.
En nú mun huldufólkið „horfið af þessum
slóðum, og allt snauðara á eftir".
Hvað kemur til að barn fer að gera mynd-
ir, öllum stundum, á fátækum bóndabæ
þar sem ekki eru myndir til, né á slíka hluti
minnzt? Ásgrímur fæddist til að verða mál-
ari. Eitt hið fyrsta sem hann man er að hann
nær, ólæs, í harla merkilegt sendibréf, með
heiðbláu letri — hann er strax önnum kaf-
inn við að bera það saman við litinn á
Eyjlafjallajökli. Skýbólstrar sem snöggvast
urðu til fyrir meir en sjötíu árum, hyllingar
og kveldhimnar bernskunnar læstu sig svo
djúpt inn í vitund Ásgríms, að hann getur enn
lýst þeim, eins og hann hefði séð þessar
sýnir í gær. Og í öllu þessu bjó eitthvað
dularfullt og seiðandi, sem varð að taka
afstöðu til, og ná á vald sitt. Hann sá „fagra
skýjabliku með gullskærum lit, en úr skýinu
bárust greinilegir tónar" — hvernig gat
drengnum orðið rótt eftir slíka reynslu? Sýn-
irnar skilja við hann „fálátan og einmana"
— þangað til einn minnisverðan dag, að
listamannsþörfin fær sína fyrstu útrás, svo
um munar. Taublámi og krít hafa borizt úr
kaupstaðnum, og nú er ekki í minna ráðizt
en að mála sjálfa Heklu. Og svo mikil þakk-
lát gleði er enn bundin við þessa minn-
ingu, að Ásgrímur segir að sér sé „nær að
halda að þetta hafi verið snotur mynd" —
og hvernig geta þá aðrir leyft sér að efast?
Minningar merkra og vandaðra manna
eru ómetanlegar bókmenntir. Sannar sögur
taka stundum öllum öðrum sögum fram,
einmitt vegna þess að þær eru sannar.
Skáldsögum okkar tíma hættir við að verða
einhliða og skekkt mynd af lífi og menningu,
háðar erlendum og innlendum skoðana-
tízkum. Engin íslenzk skáldsögulýsing af
kaupmanni og útgerðarmanni þolir neinn
samanburð við minningar Thors Jensens,
hvorki sem aldarfarslýsing né mannlýsing.
Á sama hátt verður frásögn Ásgríms af
æsku sinni og uppeldi merkileg heimild,
trúverðug og fróðleg, sem ef til vill gefur
réttari vitneskju en margt í frægasta skáld-
skap. Yfirleitt staðfesta minningar hans
fremur eldri hugmyndir um íslenzka byggða-
menningu, en þær sem síðar bar mest á.
Okkur þykir vænt um að hann var hvorki
skammaður né barinn þegar hann byrjaði
að gera myndir, og dreyma. Föndur hans
naut samúðar, og hann var innan við ferm-
ingu þegar faðir hans segir við hann, upp
úr þurru, að hann setti að verða málari.
Nærri má geta hvort þetta var • það sem
kom sér bezt; faðirinn var eina fyrirvinnan,
börnin sjö; Ásgrímur elztur. En fræðum og
kvæðum var unnað á þessu heimili, og
móðirin söng fyrir bömin, kenndi þeim
fjöldann allan af lögum. Aflað var bóka til
kvöldlesturs, og þóttu „þeir aðdrættir ekki
síður nauðsynlegir en hverjir aðrir". Lífs-
baráttan var hörð, baðstofan ekki ríkmann-
leg, en rúmaði þó „furðumikið af friðsælu
öryggi" þegar allir voru setztir að vinnu
sinni eða bóklestri á kvöldin.
Hér er líka lýst kaupmannsfólki í smá-
bæjum, á Eyrarbakka og Bíldudal, og mjög
á annan veg en tíðkast í yngri bókmenntum
stéttvísum. Ekkert hátízkuskáld myndi bjóða
upp á lýsingu eins og þá, sem Ásgrímur
gefur af kaupmannsheimilinu á Eyrarbakka:
„Naumast kom sá dagur að ekki væri þar
leikið á hljóðfæri og sungið, enda heimilið
opið öllu listfengu og söngelsku fólki" —
frá því breiddist félagslyndi og menning,
þrjú söngfélög störfuðu á Bakkanum, leik-
list var iðkuð og stórkostlegur álfadans á
Þrettándanum. Auk þess virðist „Húsið"
hafa verið helzta miðstöð landsins í veður-
fars- og náttúrurannsóknum. Eigandi verzl-
unarinnar bauð.Johan Svendsen til íslands.
Og þýddi á dönsku Pilt og stúlku.
Það fellur náttúrlega ekki í allra smekk,
að verið sé að halda á lofti því sem kaup-
mannsfólki er fremur til sóma en hitt. Mörg-
um mun finnast að oft megi satt kyrrt liggja.
Og að yfirleitt skorti á, að bók Ásgríms sé
skrifuð í þeim marx-leninistíska anda, sem
gerir bók að einni af perlum vorra tíma; að
stéttvísri bók. Skal ekki um það þráttað að
sinni.