Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 22
68
HELGAFELL
og Friðriks Henrys, „sem sömdu sérfrið" og
sneru baki við skyldum sínum.
Heimsstyrjöldin 1939—45 hefir að vísu
skotið Spónarstríðinu furðu langt aftur fyrir
okkur og atburðir þess og tildrög eru tekin
að hverfa í móðu. Samt er það varla því að
kenna beinlínis, ef Hverjum klukkan glym-
ur hefir látið á sjá. Ég hygg að fáir líti nú-
orðið á þessa sögu sem pólitíska stríðssögu,
þó að hún hafi á sínum tíma komið mönn-
um þannig fyrir sjónir og þeir hafi dregið af
henni ákveðnari pólitískar ályktanir en efni
stóðu til. Sagan er vitaskuld fyrst og fremst
saga Ameríkumannsins Roberts Jordans þá
fáu daga, sem hann dvelur hjá skæruliðun-
um spænsku í fylgsni þeirra, sagan um upp-
fræðslu hans í þessum afkima vígstöðvanna.
(„It is quite an education . . ." segir Jordan
á einum stað.) Robert Jordan er ólíkur öðrum
söguhetjum Hemingways vegna þess að
hann fórnar sér fyrir hugsjón, hann er kom-
inn til Spánar til að berjast með stjómarlið-
inu, af því að hann trúir á málstað þess. Og
samt er hann, þegar vel er gáð, furðu líkur
þeim. Hann semur að vísu ekki sérfrið, en
hann stendur utan við, hann er þrátt fyrir
allt einmana áhorfandi. Áður en lýkur fer
að læðast að manni sá óþægilegi grunur,
að Spánarstyrjöldin sé einkum að gerast
vegna Róberts Jórdans, til þekkingarauka
handa honum. Um leið er styrjöldin orðin
óraunveruleg, en Jórdan búinn að fá á sig
svipmót hinnar venjulegu söguhetju Heming-
ways. 1 annan stað gerist það til að draga
úr áhrifum sögunnar í heild, að hið undur-
fagra ástarævintýri Róberts og Maríu missir
marks að vera raunveruleg andstæða við
ógnir og dauða styrjaldarinnar. Það er jafn-
fjarlægt bakgrunni sögunnar og t. d. ástir
Rómeós og Júlíu og álíka rómantískt. Líklega
hefir Hemingway allra höfunda bezt á okkar
dögum („fegurst" væri ef til vill rétta orðið)
lýst rómantískum ástum, og ósanngjarnt
væri að heimta að hann sneri sér í staðinn
að hjónalífi og búsáhyggjum. En lesandi
á eina óvéfengjanlega kröfu á hendur hverj-
um höfundi: að saga fái staðizt samkvæmt
þeim forsendum, sem höfundur leggur fram
sjálfur.
Ég hefi fjölyrt um Hverjum klukkan glym-
ur af því að hún er almennt talin mesta
verk Hemingways, en einkum af hinu, að
mér segir svo hugur um, að af henni megi
ráða í senn, á óbeinan hátt að vísu, aðal
hans og takmarkanir. Honum liggur næst
að lýsa rómantískum hetjum, einstæðingum
í frumlegri merkingu orðsins. Þegar hcmn
freistar að leggja þeim á herðar siðferði-
legar skyldur við samfélagið eða við sam-
eiginlegan málstað, fatast honum. Hetjur
Hemingways bera örlög sín einar, fá ekki
deilt þeim með öðrum — fremur en hinar
þungbúnu hetjur Byrons. En þó að svipmótið
só líkt skipta okkur örlög hinnar byronsku
hetju miklu minna máli, og sú uppgötvun
varpar ljósi á skilsmun falskrar og sannrar
harmsögu. Persónur Byrons eru öðrum þræði
leikarar, sem kjósa sér sjálfir örlög sín,
fólki Hemingways er nauðugur einn kostur,
þær eru sannar tragiskar hetjur. Og þá
fer okkur ef til vill að skiljast, að við stöndum
í þakkarskuld við hinn mikla rómantíska
afneitara fyrir þá virðingu, sem hann hefir
sýnt félagskúguðum nútímamönnum með
því að koma auga á þá mcmngerð meðal
þeirra, sem mikil skáld hafa frá ómunatíð
kjörið til að skýra mannlegt hlutskipti. Og
fyrir að láta vera að auðmýkja þá með
því að gefa í skyn, að þeir geti umflúið
örlög sín með bættum húsakynnum, hollara
mataræði, aukinni læknishjálp, meiri skóla-
göngu.