Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 27

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Page 27
SIÐGÆÐI OG EILÍFT LÍF 73 taldi „efnisheiminn eiga sér stöðuga tilvist í huga guðs". Ef hinn harðsvíraði fylgjandi reynslustefnunnar er neyddur til að viður- kenna, að við höfum ekki frekar rétt til að trúa á hugi en efni, rekur hann sig fljótt á það, að allar skynjanir, sem hann kemst í kynni við, eru skynjanir hans sjálfs. Enn- fremur virðist afleiðslulögmálið ekki stað- fest af beinni reynslu, en án þess að gera ráð fyrir, að það sé gilt, getum við engar ályktanir dregið af beinni reynslu okkar. Þannig er alltaf hætta á því, að fylgjandi reynslustefnunnar lendi í sjálfsverukenningu augnabliksins, en þá kenningu er ekki hægt að setja fram í orðum, þar eð orðið „ég" hefur merkingu vegna þess, að til er annað en ég. I síðasta stórverki sínu um þekking- arfræði hafnar Russell reynslustefnunni að nokkru leyti, en þar farast honum svo orð um sjálfsverukenninguna: „Gegn sjálfs- verukenningunni er rétt að taka það fram, að sálfræðilega séð er ekki hægt að trúa henni, enda er henni í rauninni hafnað af öllum þeim, sem ætla sér að aðhyllast hana. Ég fékk eitt sinn bréf frá merkum rökfræð- ingi, Mrs. Christine Ladd Franklin, þar sem hún kveðst trúa sjálfsverukenningunni, en undrast það eitt, að fleiri skuli ekki vera sér sammála. Þar eð rökfræðingur átti í hlut, undraðist ég, að hún skyldi undrast'T). Þegar reynslustefnan tekur í þjónustu sína skefja- lausa efahyggju í leit að öruggum grund- velli þekkingarinnar, leiðir slíkt á endanum til sjálfsverukenningar augnabliksins. Skynj- un augnabliksins ein er örugg. „Minnið er fallvallt", segir efasemdamaðurinn, „þess vegna má aldrei treysta því. Skynfærin blekkja mig stundum. Ég þykist t.d. stundum sjá hluti, sem eiga sér enga tilvist. Þess vegna getur verið, að þau blekki mig alltaf." Þetta er auðvitað fráleit kenning, því við get- um talað um, að skynfærin blekki okkur, einungis vegna þess, að oftast má treysta þeim. 1) Human Knowledge in Scope omd Limits, London 1948 — bls. 195—196. Þeir sem halda því fram, að allar stað- hæfingar um raunveruleikann megi greina niður í staðhæfingar, sem lýsa beinum skynreyndum, og allar aðrar „staðhæfingar" séu merkingarlausar, lenda í þeirri sjálf- heldu, að heimspeki þeirra verður merking- arlaus. Glögglega má sjá þetta á því, að ekki er hægt að greina kenningu þessara manna um merkingu í staðhæfingar, sem lýsa beinni skynreynslu. Þetta sá Wittgen- stein, er hann skrifaði Tractatus Logico- philosophicus, og endar hann því bók þessa með því að segja, að allar setningar hennar séu merkingarlausar. Ýmsir lærisveinar hans voru ekki jafn samkvæmir sjálfum sér. Það sem Brynjólfur Bjamason segir um Wittgenstein er rétt, þótt hann hefði mátt gera skýrari grein fyrir því, að Wittgenstein telur, að ekki sé hægt að staðhæfa sjálfs- verukenninguna vegna þess, að slík stað- hæfing yrði merkingarlaus, ef kenning hcms sjálfs um merkingu er rétt. Gallinn á gagnrýni Brynjólfs er sá, að hann gerir ekki nægilega skýra grein fyrir því, að niðurstöður Wittgensteins í, „Tracta- tus" em rökrétt leiddar af ákveðinni kenn- ingu um eðli tungunnar, sem mddi sér til rúms vegna rökfræðilegra uppgötvana Russells, Whiteheads og annara rökfræð- inga á fyrri hluta þessarar aldar. Oflangt mál yrði að rekja þetta hér, en snilligáfa Wittgensteins, kemur ekki í ljós nema gerð sé grein fyrir þeim andlega jarðvegi, sem kenningar hans spmttu úr. Nú hafna flestir þessum skoðunum, en einkum þó þeir, sem mest dá Wittgenstein, þar eð í síðara verki sínu „Philosophische Untersuchungen" setur hann fram gjörólíkar kenningar um eðli málsins. Fráleitt er, að öll brezk nútíma- heimspeki geti talizt dulbúin hughyggja. Nægir að benda á verk G. E. Moore, sem snemma á þessari öld skrifaði grein, sem fræg er orðin og hann nefnir „Refutation of Idealism" (Hughyggja kveðin í kútinn). Er hlutveruleikinn til? Moore svaraði þessu með því að rétta upp höndina. Hór í landi er almennt talin fjarstæða að efast um tilvist

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.