Félagsbréf - 01.01.1957, Page 13

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 13
Freistaði að gera menningarleg afrek liðinna kynslóða og alda að leiðarljósi í sókn fram til nýs blómaskeiðs í islenzkri þjóðmenningu. 2v. porLltJéi anneáóon: Sigurður Nordal sjötugur Erindi flutt á afmælishátíð dr. Sigurðar Nordals í þjóðleikhúsinu 14. sept. 1956. TTERRA FORSETI ISLANDS, virðulega forsetafrú. Kæri heiðurs- gestur, góðir áheyrendur. Ég býð ykkur öll lijartanlega velkomin á samkomu þessa, sem haldin er að frumkvæði Almenna bókafélagsins til heiðurs dr. Sig- urði Nordal sendiráðlierra, í tilefni af sjötugsafmæli lians. Höfuð- atriði dagskrárinnar er flutningur efnis úr ritverkum dr. Sigurðar. Þetta er að forminu til bókmenntakynning, þótt jafnframt sé um afmælisminningu að ræða. Það hefur komið í minn lilut að minnast afmælisins, minnast mannsins, sem samkoman er helguð, að svo miklu leyti, sem slíkt er unnt að gera á þeim fáu mínútum, sem ég hef hér til umráða. Hér hefði efalaust átt vel við að flytja ýtarlegt erindi tun ritliöfundinn, skáldið og fræðimanninn Sigurð Nordal. Samt varð að ráði að láta verkin sjálf tala, ef svo mætti til orðs taka, þótt auð- vitað verði um tóm brot að ræða, stutta þætti. Hitt verður að bíða annars tækifæris. Líkast til eigum við öll, sem þó höfum til þess aldur, býsna örð-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.