Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 25

Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 25
INDRIÐI □ . ÞDRSTEINSSDN: tícna á hœJta bœ Drengurinn horfði á kindurnar þyrpast á garðann þegar Jónas kom úr tóftargatinu með heyfangið og gekk fram að garðahöfðinu álútur og stiklandi og lét falla jafnt og þétt úr fanginu meðan hann skrefaði aftur á hak inn að tóftinni. Jónas var fölleitur og kjálka- sver og snyrtilegur. Hann tók í nefið úr lítilli pontu með silfurlauf- um á hliðunum. Það sá aldrei á nefi hans hann brúkaði tóbak og hann rakaði á sér efri vörina sem var fremur fátítt lijá öðrum en ungum mönnum. Kindurnar voru ólmar í heyið og tróðust um með fæturna á gerðahleðslunni. Drengurinn fékk stundum í nefið lijá Jónasi þegar enginn vissi; það var algjört trúnaðarmál þeirra tveggja. Jónas fór aftur inn í tóftina eftir nýju fangi og drengurinn gekk út fyrir. Það var snjór á túninu og láglendinu fyrir handan ána en ís á kílnum með oddmynduðum fannarákum serú lágu frá norðri til suðurs. Það var kindaslóð frá húsunum að lindinni fyrir vestan túnið og snjórinn við fjárhúsin var troðinn og gulur undan fótum ánna og migunni úr þeim; annars var allt afar hvítt og hreinlegt og loftið svalt og tært en ekki sólskin. Drengurinn fékk sér snjó og reyndi að hnoða liann en það var ekki hægt vegna frostsins. Meðan hann dustaði út vettlingunum sín- um kom Jónas út til hans. — Viltu fara á skauta, sagði Jónas. — Nei. — Eigum við kannski að líta til hrútanna. — Þarftu að hleypa til. —- Nei, nú er húið að lemba þær. — Líka Móru mína. — Já, og með prýði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.