Félagsbréf - 01.01.1957, Page 30

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 30
28 FÉLAGSBRÉF — Ég var að tala um að fara, sagði húsfreyja, — en hann held- ur að Jónas vilji mjólka. — Ég hef aldrei treyst karlniönnum til þeirra liluta. — Það er sjálfsagt ég komi og mjólki kýrnar, ljúfur, sagði húsfreyja. — Ég hef alltaf sagt að konur ættu að mjólka kýr. — Jónas vill áreiðanlega ekki að þið séuð að ómaka ykkur. — Ég held ég fari, sagði Sólborg. — Ég hef gott af að ganga hér milli bæjanna. — Þú liefur nú varla lieilsu til þess, sagði húsfreyja. — Ég liressist bara. — Ég veit ekki nema það sé óþarfi, sagði Dengsi. — Ég hef áreiðanlega gott af því, sagði Sólborg. — Á ég að skila einliverju til Jónasar. — Segðu lionum að ég komi, sagði Sólborg. — Þú ættir samt að gæta þess að reyna ekki of mikið á þig, sagði húsfreyja. — Segð u Jónasti ég komi til að mjólka. Drengurinn stóð upp og kvaddi konurnar. Haim vissi að Jónas myndi vilja liann kæmi lieim sem fyrst. — Ætlarðu ekki að bíða eftir Pétri. — Ég bið að lieilsa honum. — Mundu nú eftir kleinunum. — Já, þakka þér fyrir. Hann hljóp í snjónum á lieimleiðinni og nú gat liann veifað báð- um handleggjum af því Iiann þurfti ekki að halda um neitt í vas- anum. Nokkrir lirafnar voru á flögri yfir bæjunum. Þeir sáust mjög vel yfir livítu landinu. Hann herti lilaupin lieima á túninu og fór á spretti inn göngin. Hann var móður þegar liann kom inn í bað- stofuna. Jónas lá í rúmi sínu. — Hvernig gekk þér, sagði hann. — Ágætlega. — Ertu með bréf. — Nei. Jónas settist framan á og klóraði sér á síðunum. — Hvað gerðist. — Hún sagðist ætla að koma og lijálpa þér að mjólka. — Sagði liún það. — Hún sagðist alltaf liafa sagt að konur ættu að mjólka kýr. — Það hefur hún gert þegar aðrir heyrðu til.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.