Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 31

Félagsbréf - 01.01.1957, Síða 31
FÉLAGSBRÉF 29 — Já. Jónas lagðist aftur upp í rúmið. — Þetta er fyrirtaks kona liún Sólborg, sagði liann — Ólöf gaf mér kleinur. — Sá hún þegar þú fékkst Sólborgu bréfið. — Nei, bún var frammi í búri. — Þú ert gáfaður Dengsi. — Eigum við að borða kleinurnar. — Þú manst að segja ekki mömmu þinni eða pabba frá þessu. — Já. — Og ekki strákunum heldur. — Það er sykur á kleinunum Jónas. — Þú manst að segja ekki neinum frá þessu. — Ég lofa að muna það. — Og nú skal ég liita kaffi og við skulum borða kleinurnar. Jónas settist upp og fór í skóna sína. Hann gekk að eldavélinni og skaraði í eldinn. Að því búnu setti liann vatn á ketilinn og kom honum fyrir á eldliólfinu. Drengurinn gekk út að glugganum og horfði suður yfir fannbarið túnið fyrir neðan kirkjugarðinn á lióln- um þar sem presturinn í Stórabæ gerði sín óprenthæfu morgunverk í einfaldri röð undir torfveggnum. — Dengsi, sagði Jónas. — Já. — Þú verður hér meðan við Sólborg erum að mjólka. — Af hverju. — Ég þarf að segja henni ýmislegt sem er trúnaðarmál. —- Á hún að fara með bréf fyrir þig. — Nei, en það er trúnaðarmál engu að síður. — Ég skal vera inni. — Þú ert gáfaður og góður drengur. — Jónas. — Já. — Ætli hún hafi fundið mikið til þegar þeir tóku móðurlífið úr henni. -—• Or hverri. —• Sólborgu. Þögn. —• Jónas. — Já.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.