Félagsbréf - 01.01.1957, Page 36

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 36
34 FÉLAGSBRÉF Þá má ekki gleyma Edgar Allan Poe (1809—1849), fyrsta ameríska rithöf- undinum sem hafði alþjóðlega þýð- ingu. Þessi sjúki og tilfinninga- næmi fagurkeri reit meistaraleg- ar smásögur, þeg- ar honum tókst bezt upp, tær ljóð og skarpa bókmenntagagn- rýni. Hann er jafnframt frægur fyrir að hafa Mark Twain. ”fundið UPP“ leynilögreglusög- una. Poe hefur án efa haft víðtækari álirif á heimsbókmenntirnar en flestir bandarískir rithöfundar aðrir auk þess íem hann hefur orðið eins konar tákn ákveðinnar gerðar listamanna. Mark Twain (1835-1910) var andstæða Poes, hraustur kjarnakarl, sem lenti í alls kon- ar ævintýrum. Hann var einn helzti mál- snillingur bandarískra bókmennta og fyrstur til að taka daglegt mál og mál- lýzkur í þjónustu bókmenntanna. Beztu verk lians, „Huckleberry Finn“ og „Tom Sawyer“ hafa haft svo gertæk áhrif á bandaríska skáldsagnagerð, að Heming- way lét þau orð einu sinni falla, að allar amerískar bókmenntir ættu rætur sínar í Mark Twain. Þetta er að því leyti rétt, að fyrirrennarar hans voru, bæði í stíl og hugsunarhætti, fremur evrópskir eða alþjóðlegir en beinlínis amerískir. Mark Twain var mjög ójafn rithöfundur, og sum verk hans eru hreinasta rusl. Hér hafa aðeins verið nefnd fjögur stærstu nöfnin í bandarískum bókmennt- um á síðustu öld. Við hlið þeirra mætti nefna Emily Dickinson, en ljóð hennar voru fyrst gefin út á þessari öld; Henry W. Longfellow, sem var í hávegum hafður á síðustu öld, en er nú lítið lesinn; Nathaniel Hawthorne og Frank Norris, sem háðir voru skáldsagnahöf- undar. Á síðari árum eru verk Ilawth- ornes aftur komin í tízku, og þá einkum „The Scarlet Letter“. * ALDAHVÖRF Segja má, að nútíminn í bandarísk- um bókmenntum gangi í garð laust fyr- ir síðustu aldamót með verkum Henry James og Stephen Crane, þótt hitt sé raunar rétt, að Melville, Whitman, Poe og Twain hafi í ýmsu tilliti engu síður verið „nútímahöfundar“ en börn síns tíma. Verk þeirra eru sígild. Henry James (1843—1916) var einn „útlaganna“ í Evrópu, og verk hans sverja sig fremur í ætt við brezkar en bandarískar bók- menntir, en eru þó fyrst og fremst „alþjóð- Ieg“. Sögusvið hans er að jafn- aði æðri stéttir mannfélagsins. Hann lýsir af miklu innsæi og næstum þreyt- andi natni til- finningalífi sögu- persóna sinna, þróun þeirra og sambandi við umhverf- ið. Hann er einn blæbrigðarikasti höf- undur, sem um getur, og eftir því tor- lesinn. Fáir höfundar hafa farið leiknari höndum um siðferðisvandamál mannsins Henry James.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.