Félagsbréf - 01.01.1957, Page 42

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 42
40 FÉLAGSBRÉF kunni sér hvergi hóf. Hann reyndi að troða öllu í bækur sínar, gerði lítinn greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, og árangurinn varð algert fonnleysi. Bezta bók hans er líklcga „Of Time and the River“. Sá maður, sem sjaldan er nefnd- ur meðal hinna stóru í banda- rískum bók- menntum, en á þar heima, er Henry Miller. Hann var um árabil „útlagi“ í París og skrifaði þar nokkrar bækur, sem þóttu svo bersöglar, að þær voru bannaðar í Bandaríkjunum. Frægust þeirra er „Tropic of Cancer". Miller er efalaust einn einarðasti og hciðar- legasti rithöfundur þessarar aldar. Hann dregur ekkert undan í lýsingum sínum á mannlegu lífi, löstum jafnt og kostum. Hafi nokkrum höf- undi tekizt að þjappa sjálfu líf- inu í öllum sín- um óhrjálegu myndum inn á milli bókar- spjalda, má segja, að Miller hafi tekizt það. — Nokkrar af bók- um hans hafa nú verið gefnar út í Bandaríkjunum, og síðustu 12 árin hef- ur hann lifað góðu lífi í Kaliforníu. Nathaniel Wcst var athyglisverður höf- R. P. Warren. William Faulkner. undur, sem dó ungur. Hann skrifaði tvær stuttar skáldsögur, sem eru mjög sérkennilegar fyrir impressionisma sinn og hnitmiðaðan symbólisma. Þær eru „The Day of the Locust“ og „Miss Lonelyhearts“. Á síðasta áratugi hafa margir efni- legir rithöfundar komið fram, en að svo stöddu verður engu spáð um end- anlcgan sess þeirra í bandarískum bók- menntum. Frá Suðurríkjunum koma nokkrir mjög snjallir og sérkennilegir höfundar, sem stund- um eru sakaðir um úrskynjun. Hér er um að ræða við- kvæma og innhverfa höfunda, sem skrifa um blæbrigði sálar- lífsins, en láta sig hinn ytri veruleik minna máli skipta. Meðal þeirra má nefna Truman Cap- E. Hemingway. ote, Carson McCull- ers, William Styron og William Goyen. Þessir höfundar eru undir áhrifum frá Faulkner, en hafa hvorki hina stcrku félagskcnnd hans né næma sögulega til- finningu. Norman Mailler og James Jones hafa skrifað berorðar og hrottalegar lýsing- ar úr síðari heimsstyrjöld og átt miklu gengi að fagna, sem byggist þó ekki að öllu leyti á listrænum verðleikum verka þeirra. Mailler hefur skrifað mikið og virðist eiga framtíð fyrir sér. Budd Schulberg, Saul Bellow og J. D. Salinger hafa cinnig náð mikilli almennings- hylli, og virðist hún ekki vera óverð- skulduð. Tveir ungir höfundar, sem miklar vonir eru við tengdar, eru Louis

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.