Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 44

Félagsbréf - 01.01.1957, Blaðsíða 44
42 FÉLAGSBRÉF birtir viku- eða mánaðarlega mikið magn af fyreta flokks smásögum. Þar við bæt- ast vasaútgáfur af smásagnasöfnum, sem koma út reglulega. Þeirra lielzt eru „discovery“, sem komið liefur út í 7 eða 8 bindum, „New World Writing“. sem er komið út í 10 eða 12 bindum, „Modern Writing“, „7 Arts“, og þannig mætti lengi telja. Engin þjóð hefur framleitt jafnmikið af góSum smásögum og Bandaríkjainenn, enda er smásagna- gerð tekin alvarlega þar. Margir þeirra höfunda, er að ofan voru nefndir, eru meistarar í smásagnagerð, svo sem Hemingway, Faulkner, Sher- wood Anderson og Caldwell. Hér skulu aðeins nefndir örfáir til viðbótar: Ring Lardner (einn Iiinn snjallasti), William Saroyan, Damon Runyon, James Thur- ber, Eudora Welty, Katherine Anne Porter, Caroline Gordon, Kay Boyle og Dorothy Parker. Skáldkonurnar fimm, sem síðast voru taldar, eiga líklega fáa sína jafningja í smásagnagerð. * LEIKRITUN Leikritun er yngsta grein bókmennta í Bandaríkjunum, en síðustu áratugina hefur lciklistarlíf verið með meiri blóma þar en víðast livar annars staðar, enda þótt bandarísk leikliús eigi við mikla fjárhagserfiðleika að stríða, þar sem þau hljóta enga opinbera styrki. Flest meiri háttar leikhús Bandaríkjanna eru í New York, og hefur það leitt af sér mikla samkeppni þar. Hefur þeim fækkað um rúman helming á síðustu 25 árum, og má þar fyrst og fremst um kenna til- komu tal-kvikinynda og sjónvarps. Yið liáskólana hcfur áhugi á leiklist farið -vaxandi ár frá ári, og það leiklistar- líf, sem um er að ræða utan New York, er fyrst og fremst við liáskólana, sem margir eiga ágæt leikhús. Sumir beztu lcikritahöfundar Bandaríkjanna hafa fengið fyrstu skólun sína og fyrstu verk sín sýnd í liáskólunum. Það var upp úr fyrri heiinsstyrjöld, sem leikhúsin í New York, og þá fyrst og fremst á Broadway, fóru að sýna athyglisverð verk eftir innlcnda höf- unda. Þá koinu fram nokkur af önd- vegisleikskál dum Bandaríkjanna: Eugene O’Neill fyrst og fremst, en síðan Elmer Rice, Maxwell Anderson, Paul Green, Sidney Howard, Robert Sherwood og Du- bose Haytvard. Þessir höfundar voru harla sund- urleitir, en þeir áttu það sammerkt, að þeir blésu nýju lífi í bandaríska leikritun, beindu henni inn á listræna braut. Upp úr 1930 bætt- ust svo í hópinn Clifford Odets, Willi- am Saroyan, Lillian Hellman og Thorn- ton Wilder. Verk sumra þessara höfunda voru tímabundin. Þau veittu ferskum andblæ inn í leikhúslifið, tóku til með- ferðar bandarísk þjóðfélagsvandamál, vöktu menn til umhugsunar og oft hrifn- ingar, en fá þeirra reyndust langlíf. Eugene O’Neill er e. t. v. eina und- antckningin. Hann var ókrýndur kon- ungur bandarískrar leikritunar allt frá 1914 til dauðadags. Beztu verk lians voru hafin yfir stað og tíma. Hann leitaði fanga á hinum algilda vettvangi mann- lífsins. Vandamál mannsins i alheimin- Eugene O’Neill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.