Félagsbréf - 01.01.1957, Side 46
44
FÉLAGSBRÉF
af hinum viðkvæma og varnarlausa ein-
staklingi, sem lifir í draumum sínum og
er ófær til að kljást við óvæginn og
skilningslausan heiminn umhverfis sig.
Williams er snillingur í því að skapa
minnisstæða einstaklinga, þótt yrkisefn-
in séu mjög svipuð, og frábær leikhús-
maður. Leikritin, sem bczt túlka þetta
viðfangsefni, eru „The Glass Menagerie“.
„A Streetcar Nained Desire“ og „Sum-
mer and Smoke“.
Seinni leikrit hans eru vandleiknari
og kröfuharðari en ofannefnd verk. „The
Rose Tattoo“ er athyglisverð sálgrein-
ing á ástarhvötum og trúarþeli frum-
stæðrar konu. „Camino Real“ er kannski
merkilcgasta og torskildasta lcikrit hans.
Symbólisminn í því er markviss: það
leiðir okkur fyrir sjónir úrkynjun og
öfughneigðir nútímalífs, þar sem öll
hin göinlu og sígildu verðmæti hafa
týnt mcrkingu sinni. Því svipar mjög
til „Tlie Waste Land“ eftir Eliot. Síð-
asta verk lians, „Cat on a Hot Tin Roof“
er jákvæðara en fyrri leikrit hans, en
það fjallar um sama viðfangsefnið, ein-
angrun hins viðkvæma einstaklings og
skort lians á frjósemi, líkamlegri og and-
legri.
Af öðrum bandarískum lcikskáldum
áranna eftir stríð ber William Inge
einna hæst, en hann skrifar í miklu létt-
ari tóni en Miller og Williams. Carson
McCullers svipar mjög til Williams,
enda er hún frá Suðurríkjunum. Leikrit
hennar gerast fyrst og fremst í hinum
innra heimi og sneiða hjá þjóðfélags-
vandaináluin. Yfir þeim er ljóðræn
angurværð.
*
Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu
og aðeins stiklað á þvi helzta (og þykir
þó kannski sumum alveg nóg um upp-
talninguna). En þetta ætti að nægja
til að gefa einliverja hugmynd um gró-
undunn í bandarískum bókmenntum
þessarar aldar. Það virðist mega slá því
föstu, að Bandaríkin séu jafnvíg öðrum
þjóðuin á Öllum vígstöðvum bókmennt-
anna, ef ekki sterkari. Það er ekki
ófróðlegt í þessu sambandi að liugleiða
hrörnun rússneskra bókmennta síðustu
40—50 árin eftir stórvirki siðustu aldar
og varpa fram þeirri spurningu, hvað
valdi. Rússland síðustu aldar var sann-
arlega engin paradis, og margt má gagn-
rýna í bandarísku þjóðlífi samtímans,
enda er óánægjan ein af uppsprettum
skáldskapar. En bæði Rússland 19. ald-
ar og Bandaríki 20. aldar höfðu þá
stórkostlegu yfirburði yfir Sovétríkin,
að þau gáfu snillingum sínum tækifæri
til tjáningar, veittu þeim það andlega
frelsi, sem er lífsskilyrði góðra bók-
mennta.