Félagsbréf - 01.01.1957, Side 50

Félagsbréf - 01.01.1957, Side 50
-48 FÉLAGSBRÉF Það sem verið var að verja í Búdapest. Sú skoíSun, sem enn er lialdið fram meðal okkar, að flokkur eigi sögu- lega séð rétt á sérstökum forrétt- indum aðeins vegna þess, að liann kenni sig við öreigalýðinn, er skoð- un menntamanna, sem eru orðnir leiðir á þægindum sínum og frelsi. Sagan veitir engin sérréttindi, hún leyfir mönnum aðeins að taka sér þau. Og það er ekki hlutverk mennta- manna né verkamanna að vegsama rétt hins sterkasta né það, sem orð ið er. Sannleikurinn er sá, að eng- inn, hvorki maður né flokkur, hefur minnsta rétt á algeru valdi eða .- ákveðnmn sérréttindum, samtímis því, að sagan sjálf er að taka breyt- ingum. Og engin sérréttindi eða rök- fræði geta réttlætt pyntingar og -ógnarstjórn. A þessu sviði hefur Búdapest vísað okkur veginn. Ungverjaland, sigrað og fjötrað, og falsraunsæis- menn okkar bera það með vorkunn- :semi saman við Pólland, sem enn er á vegamótum, hafði gert meira fyrir frelsið og réttlætið en nokkur önnur þjóð síðustu 20 árin. Aðeins til þess að ná til og sannfæra þá menn á Vesturlöndum, sem lokuðu augum ■sínum og eyrum, varð ungverska þjóðin — og þetta mun verða okk- ur til lítillar huggunar — að úthella blóði í stríðum straumum, og þó er þegar farið að fyrnast yfir það í minningu manna. Reynum að minnsta kosti að vera tryggir Ungverjalandi, eins og við héldum tryggð við Spán. í þeim -óskapnaði, sem Evrópa er í dag, iiöfum við aðeins eina leið til þess, þá að svíkja aldrei, heima né ann- ars staðar, það, sem uppreisnarmenn Ungverjalands dóu fyrir, og rétt- læta aldrei, heima né annars staðar, ekki einu sinni óbeinlínis, böðlana, sem drápu þá. Ósveigjanleg krafa um frelsi og sannleika, þjóðfélag menntamanna og alþýðu (en í heimsku ókkar höld- um við enn áfram að skoða þær stéttir. sem andstæður, harðstjómum til mikils gagns), stjómmálalegt lýð- ræði, sem óhjákvæmilegt, en að vísu ófullnægjandi skilyrði fjrrir efna hagslegu lýðræði, það er þetta, sem Búdapest var að verja. Og með þessari uppreisn minnti þessi borg Vesturlönd á þann sannleika og stórfengleik, sem þau höfu gleymt. Hún veitti verðugt högg þeirri ein- kennilegu vanmáttarkennd, sem hef- ur dregið kraftinn úr flestum okkar menntamönnum. en ég fyrir mitt leyti neita að viðurkenna. Svar til Chepilovs. Agallar Vesturveldanna eru ótelj- andi, glæpir þeirra og mistök eru raunveruleg. En við skulum ekki gleyma því, að þegar til lengdar lætur, þá búum við einir yfir og getum aukið og leyst úr læðingi þann kraft, sem býr í frjálsri hugs- un. Við skulum ekki gleyma því, að þar sem grundvallarreglur einræðis- ins þröngva manni til að svíkja vin sinn, þá skapar vestrænt þjóðfélag, þrátt fyrir öll þessi mistök, sem þar eiga sér stað, manngerð, sem heldur á lofti réttinum til að lifa, og með því á ég við manngerð, sem réttir jafnvel fjandmanni sínum

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.