Félagsbréf - 01.01.1957, Side 54

Félagsbréf - 01.01.1957, Side 54
52 FÉLAGSBRÉF en eigi að síður sýna þær allar snilli hans í því að rnóta persónur og byggja UPP sögu- Skemmtisögur Greenes eru lítið eitt þekktar hér á landi, og kvik- myndir gerðar eftir handritum hans hafa verið sýndar liér. Ein hét ÞriSji mdSurinn (The Third Man) og varð mjög fræg kvikmynd. Nákvæmur skilningur, næmt auga og markviss stíll eru einkenni Grahams Greenes. Hann er talinn lýsa manna bezt lífi nútíma Eng- lendinga, svo að oft er sagt þar í landi um persónur eða staði, að þetta sé „nákvæmlega eins og hjá Graham Greene“. Sumir tala um næstum lilægilega tilhneigingu hans til að taka til meðferðar efni eins og snyrtiliús, meltingartruflanir og sjaldgæfari hvatir kynferðislífs- ins, og finnst það skyggja mjög á ágæti margra bóka hans. Sjálfsagt er of mikið úr þessu gert, en óneitanlega kemur þetta fyrir lijá lxon- um og fer þá í taugarnar á sumum lesendum, eins og gengur. En um lireinskilni hans, gáfur og fjölhæfni geta allir verið á einu máli, og er þess óskandi, að á næstu árum verði íslenzkum lesendum gef- inn kostur á að kynnast verkum hans nánar en verið hefur. E. H. F.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.