Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 4
SKYGGNZT FRAM A VIÐ Þótt aðsteðjandi fjárhagsvandamál margra sveitarfélaga sé brýnasta úrlausnarefni þeirra nú um stundir, er eigi að síður nauðsynlegt að horfa fram á veginn. Það er nauðsynlegt að gera sér þess grein, livert stefna skuli, þegar hregg- viðrum slotar. Á fundi fulltrúaráðs sambandsins síðastliðið vor flutti Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri, mjög fróðlegt erindi um búskap sveitarfélaganna 1950-1975. Þar var varpað fram athyglisverðum hugmynd- um um tekjustofna sveitarfélaga og útgjöld, hlut- veúk Jöfnunarsjóðs, um eigið framkvæmdafé sveitarfélaga og lánsfé Ætla má, að ýmsum leiki forvitni á að kynnast þessum hugmyndum, og verður nú tæpt á því helzta, sem fram kom. Fyrst má geta um þá liugmynd, að löggjöf urn alla tekjuöflun hins opinbera verði felld í eina heild, en skiptist í tvo meginkafla, annan um tekjuöflun ríkisins, en hinn um tekjuöflun sveit- arfélaga. Útsvör, tekjuskattur og algengustu bæt- ur almannatrygginga verði sameinuð í eitt tekju- jöfnunarkerfi. Sveitarfélögin fái ákveðinn hluta tekjuskatts, bæði af einstaklingum og félögum. Sett yrði á fót eitt innheimtukerfi, enda yrði þá auðveldara að taka upp staðgreiðslukerfi. í hugmyndunum er gert ráð fyrir, að fasteigna- skattur, miðaður við mat, sem tæki tillit til verð- breytinga frá ári til árs, yrði annar aðaltekjustofn sveitarfélaga. Bent er á nauðsyn þess, að fast- eignahugtakið verði endurskoðað, ef skattur á fasteignir á að koma að einhverju leyti sem end- urgjald fyrir veitta þjónustu og aðstöðu. Ef tekið 210 yrði tillit til aðstöðu skv. þessu og sveitarfélögin SVEITAK STJÓRNARMÁL fengju hlutdeild í tekjuskatti félaga, er gert ráð fyrir, að aðstöðugjaldið hyrfi úr sögunni. Lögð var áherzla á, að einfölduð verði verka- skipting ríkis og sveitarfélaga. Bent var á, að um 50 liðir fjárlaga 1975 gætu varðað hvert sveitar- félag. Hugmyndin um þessi efni virðist fara mjög saman við það, sem sambandið hefur bent á. Þá er rædd hugmyndin urn, að Jöfnunarsjóður taki að sér það lilutverk að annast í raun jöfnun milli sveitarfélaga. Jafnframt er þeirri hugmynd varpað fram, að önnur deild yrði stofnuð innan sjóðsins með það hlutverk að jafna milli ára. Sveitarfélögin legðu í deildina eftir ákveðnum reglum hluta af sínu framkvæmdafé, hvert á sinn reikning, þegar vel gengur, en drægju á sjóðinn, „þegar sjatnar í fjárhirzlunni", eins og komizt er að orði. Slíkt þyrfti að sjálfsögðu að gera sam- kvæmt framkvæmdaáætlun, sem gerð yrði til langs tíma. Er þá komið að þeirri hugmynd, sem vikið var að við setningu landsþings, að farið yrði inn á þá braut að gera framkvæmdaáætlanir til miklu lengi'i tíma en nú hefur tíðkazt. í erindinu var bent á, að þörfin á eigin fram- kvæmdafé og/eða lánsfé verði naumast metin, nema slik framkvæmdaáætlun ríkis og sveitarfé- laga 10—15 ár fram í tímann verði gerð. Hér yrði að sjálfsögðu ekki um að ræða rígskorðaða áætl- un, heldur leiðsögugagn, sem væri í sífelldri endurskoðun. Þessi frásögn gefur mjög ófullkomna mynd af því, sem hagrannsóknastjóri ræddi, en ætti þó að geta orðið til þess að vekja menn til umhugs- unar um framtíðina, þegar hin aðsteðjandi fjár- hagsvandamál veita tóm til slíks. Páll Líndal.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.