Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 30
236
Um þennan tölulið var mikill ágreiningur á
fundinum. Þannig var síðari setning málsgrein-
arinnar samþykkt með 8 atkvæðum gegn 3, aðrir
fundarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áð-
ur liafði frávísunartillaga við sarna málslið, sem
þá var með nokkuð öðru orðalagi, verið felld
með 12 atkvæðum gegn 11. Flutningsmaður þeirr-
ar frávísunartillögu var Sigurjón Pétursson.
Gegn málsliðnum í endanlegri rnynd greiddu
atkvæði fulltrúar Reykjavíkurborgar á fundin-
um, Jón G. Tómasson, Kristján Benediktsson og
Sigurjón Pétursson.
3. Lánasjóði sveitarfélaga verði tryggt fjár-
magn til að lána sveitarfélögum til varan-
legrar gatnagerðar.
III. Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga varar við þeirri stefnu, sem felst í bóta-
lausri skerðingu tekna sveitarfélaga með lög-
um um ráðstafanir 1 efnahagsmálum.
Varar ráðið við því, að dregið verði úr
framkvæmdamætti sveitarfélaganna einmitt
nú, þegar atvinnuöryggi í landinu liefur
minnkað og jafnvel er liætta á atvinnuleysi.
Tekur fulltrúaráðið undir þá tillögu stjórn-
ar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, að skerð-
ing þessi verði bætt með því að lækka hlut-
deild sveitarfélaganna 1 kostnaði við sjúkra-
tryggingar.
Endurskoðun laga
um skólakostnað
Að tillögu Jóhanns Klausen, bæjarstjóra á
Eskifirði, samþykkti fundurinn samhljóða að
fela stjórn sambandsins að hlutast til um endur-
skoðun laga um skólakostnað til hagsbóta fyrir
sveitarfélögin.
Álit allsherjamefndar
Alexander Stefánsson hafði orð fyrir allsherjar-
nefnd fundarins. Lýsti hann nokkrum tillögum,
sem nefndin liafði komið sér saman um að bera
upp á fundinum. Voru þær flestar samþykktar og
fara liér á eftir:
Endurskoðun
sveitarstjórnarlaga
Fulltrúaráðið beinir þeim eindregnu tilmæl-
um til félagsmálaráðherra, að liann endurskipi
nefnd til að endurskoða sveitarstjórnarlög.
Störfum þeirrar nefndar verði liraðað sem kostur
er á.
Þá hvetur fulltrúaráðið til þess, að náið sam-
starf verði haft við Samband íslenzkra sveitarfé-
laga og landshlutasamtiik sveitarfélaga og við
þessa endurskoðun verði þess gætt, að réttarstaða
allra sveitarfélaga verði hin sama, sjálfsforræði
þeirra aukið og stefnt að raunverulegu jafnvægi
í byggð landsins, enda í samræmi við yfirlýsta
stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Aukið átak
í hitaveitumálum
Fulltrúaráðið bendir á þá miklu þýðingu, sem
jarðhiti hefur sem orkugjafi og fagnar þeim
áföngum, sem náðzt hafa í hitaveitumálum sveit-
arfélaganna að undanförnu og hvetur þau til
áframhaldandi framkvæmda í þessum málum.
Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess,
að stofnað verði til sérsambands um liitaveitu-
mál.
Fulltrúaráðið skorar á ríkisstjórnina að stór-
auka jarðhitaleit og undirbúning frekari virkj-
ana og telur eðlilegt, að jarðhitaleit og rannsókn-
ir séu greiddar úr ríkissjóði.
Fulltrúaráðið áréttar enn þau tilmæli stjórnar
sambandsins til ríkisstjórnarinnar, að sett verði
á fót samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga urn
liitaveitumál.
Umhverfisnefnd
Fulltrúaráðið hvetur sveitarstjórnir til að vera
vel á verði í sambandi við umhverfisvernd, sam-
starfi verði komið á við náttúruverndarnefndir
og önnur álnigamannafélög. Jafnframt bendir
fulltrúaráðið á nauðsyn þess, að komið sé upp
SVEITARSTJÓRNARMÁL