Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 5
STEINÞÓR GESTSSON, fv. oddviti Gnúpverjahrepps: HLUTVERK HREPPAí MENNINGARMÁLUM Framsöguerindi á ráðstefnu um sveitarstjórnir og menningarmál 6.—8. apríl 1975. Um þessar mundir eru aðeins rúm 100 ár lið- in síðan kjörnar lireppsnefndir komu fyrst til starfa. Sá tími, sem starfsemi þeirra hefur mótazt á, er tiltölulega skammur, sem skýrist af því, að þess eru mörg dæmi, að afar núverandi sveitar- stjórnarmannanna liafi átt sæti í fyrstu hrepps- nefndum. Víða spannar starf sveitarstjórna aðeins þrjár kynslóðir. Við upphaf sveitarstjórna voru þjóðfélagsaðstæður allt aðrar en síðar urðu, og má hiklaust fullyrða, að þörfin fyrir þá starfsemi, sem nú er nauðsynlegt að inna félagslega af hendi á sviði menningarmála, var þá hvorki þekkt né nauðsynleg. Einhverjum kann ef til vill að jjykja þessi staðhæfing mín vera vafasöm, og tek ég ekki til þess, þótt þeim, sem yngri eru, verði það á að vefengja hana. En eldri menn þekkja það menn- ingarlíf, sem stundað var á fjölmörgum lieimil- um í hverju sveitarfélagi. Þjóðlífsbreytingin um aldamótin Flestir kannast af afspurn við kvöldvökurnar ís- lenzku. Þar voru ekki einvörðungu lesnar sögur og á þær hlustað, heldur voru þær einatt ræddar að loknum lestri og krufðar til mergjar á eftir- tektarverðan hátt, svo að bókmenntasmekkur nianna mótaðist með víðsýnni hætti en margur ætlar og ella mundi verið hafa. Ljóðagerð var iðkuð víða af kappi, og leikur fólks að vísum ýtti mjög undir fimleik þess við vísnagerð og almennan málsmekk og jók orða- forða þess. Um tónlistina gegnir mestri furðu. í þeirri listgrein var gjörsamlega skipt um tjáningarform á heimilunum á fyrra helmingi þess tíma, sem sveitarstjórnir liafa starfað. Tvísöngur og rímnakveðskapur var iðkaður af áhuga af öllum almenningi, og verður það tón- listarform jafnan talið til hinnar merkustu frum- gerðar íslenzkrar tónmenntar. En upp úr alda- mótunum síðustu hélt liljóðfærið innreið sína á heimilin og í kjölfar þeirra sönglög þess tíma, fyrst erlend, en síðan í vaxandi mæli eftir inn- lenda höfunda, og kom þá til hópsöngur með raddskipun eftir fyrirmyndum sunnan úr álfu. Margur ætlar, að á þessum árum hafi myndlist ekki átt upp á pallborðið hjá okkur. Það er að vísu rétt, að listformin voru fábreyttari en nú ger- ist, en margs konar handíðir voru stundaðar með frábærum árangri, og nægir í því sambandi að SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.