Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 22
við sjálfsagt sammála um, að það væri liarla lítið,
en engum vafa undirorpið, að nái menningin að
skjóta rótum í byggðarlaginu sjálfu (í staðinn
fyrir að vera eitthvað fínt, sem kemur í heimsókn
að sunnan), geti hún gerbreytt öllu mannlífi á
viðkomandi stað.
En sem við öslum þarna áfram í forinni og
virðum fyrir okkur umhverfið, yrðum við senni-
lega sammála um, að sveitarstjórnin gæti gert
sitt af hverju tii þess að gera umhverfið svolítið
„menningarlegra“.
Hún gæti t. d. látið malbika þennan veg, til
þess að bæjarbúar þyrl'tu ekki að bera forina á
Kammersveit Vestfjarða. Á myndinni eru, taliS frá vinstri: Erling
Sörensen, Jónas Tómasson, Sigríóur Ragnarsdóttir, Hjálmar Helgi
Ragnarsson, Jakob Hallgrímsson og séra Gunnar Björnsson. —
SigurSur Grtmsson íók Ijósmyndina.
fótum sér inn í híbýli sín eða fengju hana rjúk-
andi sem moldrok inn um stofugluggann á hlýj-
um sumardegi.
Hún gæti látið girða bæjarlandið, svo að sauð-
fénaður og annar bitsmali æti ekki jafnóðum
þessar fáu hríslur eða annan þann veikburða
gróður, sem bæjarbúar ella vildu kannski gróð-
ursetja í görðum sínum.
Hún gæti reynt að láta rækta og halda vel við
hlýlegum almenningsgarði í hjarta bæjarins, þar
sem börn og fullorðnir gætu notið góða veðursins
í fögru umhverfi.
SVEITAR STJÓRNARMÁL
Hún gæti reynt að reisa sorpeyðingarstöð og
koma þar með í veg fyrir, að livers kyns úrgang-
ur, rusl og drasl séu á reki um allar fjörur, og
að bílhræ og brotajárn skeri í augu á fegurstu
blettum bæjarins. Henni ber að hirða vel gönnd
hús og fornar minjar, svo að byggðarlagið glati
ekki sögu sinni og týni um leið sjálfu sér í massívri
steinsteypu þeirrar kynslóðar, sem hefur ekki
mátt vera að því að koma sér upp smekk á það
byggingarefni.
Svo þarf náttúrlega að rétta þeim félögum
hjálparhönd, sem eru að byggja skíðalyftur og
bæta aðstöðu til íþróttaiðkana; og það þarf að
koma upp grasvelli fyrir fótbolta og íþróttahöll
fyrir handboltann; og útisundlaug. Og það þarf
að byggja nýtt bókasafn og safnahús og sýningar-
sal; og það þarf að byggja nýja sjúkra- og lieilsu-
gæzlustöð og læknabústaði (til þess að læknar
vilji láta svo lítið og setjast þar að, svo sem eins
og tvö ár til reynslu). Og það þarf að byggja
dagheimíli og dvalarheimili fyrir aldraða og
ráðhús og stjórnsýslumiðstöð.
Og svo er það náttúrlega höfnin. Höfnin er
lífæðin. Þetta er verstöð. Og höfnin gleypir því
miður alla peningana. Þetta eru bara þrjú þús-
und manns, og þótt hafið sé gjöfult Jieim, sem
nenna að sækja sjóinn, Jrá vaxa peningarnir samt
ekki í fjöruborðinu. Og á sarna tíma og höfnin
gleypir alla peningana, er lítið hægt að malbika,
lítið liægt að sinna skógrækt og blómarækt,
ótímabært að byggja soþpeyðingarstöð, engir
peningar til í íþróttavöllinn, gamla bókasafnið
verður að duga næsta áratuginn, sjúkrahúsið
verður tíu ár í byggingu, dagheimilið kernur ekki
fyrr en 1977, og ráðhús er nú bara hreinn lúxus.
Þar með kveðjum við gestinn, um leið og hann
stigur upp í flugvélina suður á bóginn á vit mal-
bikaðs hitaveituævintýris þéttbýlismenningarinn-
ar, ])ar sem Birgir fsleifur boðar græna byltingu,
Jiar sem Þjóðleikhúsið á lieima, og erlendir
snillingar stjórna Sinfóníuhljómsveit Reykjavík-
ur og nágrennis í Eláskólabíói fslands við Haga-
torg í Reykjavík.