Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 9
ingar og vaxtar menningarlífs í liinum ýmsu héruðum. Mér virðist, að á vissum sviðum verði að búa við þá skipan enn um sinn og ef til vill til frarn- búðar, sérstaklega að því er varðar varðveizlu verðmætustu listaverka og sýningu þeirra. Mál- verkasýningar og hvers konar listaverkasýningar eru kostnaðarsamar og vinnufrekar og koma ekki að tilætluðum notum, nema þær standi nokk- urn tíma, svo að þeirra njóti sem flestir. Þetta næst aðeins í stærstu byggðakjörnum héraðanna. Félagsheimilin má ekki taka til þessara nota, það sést meðal annars af þeirri skýrslu, sem ég tók dæmi úr hér að framan, um notkun þeirra. Þess ber líka að gæta, að þau eru fæst þannig byggð, að þau hafi nothæfa sýningarsali. — Hin sérbyggðu listasöfn heilla héraða hljóta að leysa vanda sýn- ingarstarfsins. Listkynning í skólum Til þess að tryggja árangur af slíkri starfsemi, tel ég, að vel mætti vekja áhuga fólks með tvenns konar aðgerðum úti í sveitarfélögunum. — í fyrsta lagi með því að nota þá heimild, sem sveitarstjórn- ir hafa nú í lögum um skólakostnað um að skreyta skólamannvirki með listaverkum, svo að augu hinna ungu nemenda venjist á að skoða og meta listform í línum og litum. — í annan stað tel ég, að gera ætti Listasafni ríkisins það skylt að nýju að dreifa listaverkum út til skólanna í landinu til varðveizlu, að minnsta kosti í unglinga- og fram- lialdsskóla. Við þetta væri tvennt unnið: Lista- verkin væru þar með í notkun sem tœki, til þess að þroska listamat ungs fólks, — og urn leið væri ásamt hagnýtri notkun þeirra fengin góð geymsla Mörg sveitarfélög hafa á síðari árum lagt áherzlu á listskreytingu utanhúss sem innan, oft í góðri samvinnu við einkafyrirtæki og áhugamannasamtök. Ljósmyndin er frá Akratorgi á Akranesi. Að frumkvæði séra Jóns M. Guðjónssonar, sóknarprests, sem nú er orð- inn heiðursborgari kaupstaðarins, lét bæjarstjórn á árinu 1967, á 100 ára vsrzlunarafmæli staðarins, setja upp höggmynd, minnisvarða sjómanna, sem Marteinn Guðmundsson listamaður frá Merkinesi í Höfnum gerði. Á minnisvarðann eru ietraðar Ijóðlínurnar „Sjómanns- líf í herrans hendi, helgast fósturjörð“, eftir Steingrím Thorsteinsson. Á myndinni sést einnig nýlegt hús Landsbanka íslands. í sam- vinnu við arkitekta hússins, Ormar Þór Guðmundsson og örnólf Hall, hefur Snorri Sveinn Friðriksson, listamaður, myndskreytt fram- hlið hússins, þanníg, að torgið fær á sig listrænan blæ. Hugmynd er uppi um það hjá arkitektum Landsbankahússins að fá torgið friðaö fyrir bifreiðaumferð, en setja upp í staðinn brunn, en þarna var áður hinn gamli brunnur Skagamanna við býlið Vegamót. Þar var einnig áður merkilegur hjallur, stefnumótsstaður ungs fólks. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.