Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 27
FULLTRUARAÐSFUNDUR Á AKUREYRI Fyrsti reglulegi fulltrúaráðsfundurinn, sem haldinn er utan höfuðborgarsvæðisins. Fulltrúaráð sambandsins hélt 28. fund sinn á Akureyri dagana 29. og 30. apríl. Formaður, Páll Líndal, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Einnig minntist hann Jóns Ben As- mundssonar, sem kosinn var í stjórn sambands- ins á seinasta landsþingi, en lézt nokkru síðar. Fundarmenn minntust hans með því að rísa úr sætum. Formaður ræddi í ræðu sinni um nýafstaðna ráðstefnu sambandsins um menningarmál og kvað vel til fundið að halda fyrsta fulltrúaráðs- fund sambandsins eftir ráðstefnu um það efni í slíkum menningarbæ sem Akureyri væri. Þá ræddi liann og helztu niðurstöður ráðstefnunnar og kvað það meginsjónarmið sambandsins, að sveit- arstjórnir miði störf sín að menningarmálum við það, að fólk úti á landi gæti notið liins sama í menningarmálum og fólk á höfuðborgarsvæð- inu. Þá talaði hann einnig um landshlutasam- tökin og þróun þeirra. Fundinn sátu allir fulltrúaráðsmenn nema 4, en varamenn komu fyrir tvo þeirra. Einnig sátu fundinn allir stjórnarmenn sambandsins, fram- kvæmdastjórar landshlutasamtakanna og nokkrir gestir. F'ormaður sambandsins var fundarstjóri, en til vara þeir Ólafur G. Einarsson, varaformaður sambandsins, og Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri. Fundarritari var Egill Benediktsson, oddviti Bæjarhrepps og lionum til aðstoðar Unnar Stef- ánsson, ritstjóri. Kveðjur forsætisráðherra Fundarstjóri las upp bréf, sem fundinum hafði borizt frá Geir Hallgrímssyni, forsætisráðherra, þar sem hann harmar að geta ekki þegið boð um að sitja fundinn vegna annríkis í sambandi við lausn vinnudeilna og sendi fundinum kveðjur. Ávarp varaforseta bæjarstjórnar Akureyrar Þá flutti ávarp Freyr Ófeigsson, varaforseti bæjarstjórnar Akureyrar. Bauð hann fundarmenn velkomna til starfa á Akureyri og minntist þess, að þetta væri í fyrsta skipti, sem fulltrúaráð sam- bandsins lieldur reglulegan fund utan höfuðborg- arsvæðisins, en áður hefur það haldið aukafundi í Skútustaðahreppi og á Höfn í Hornafirði. Freyr Ófeigsson ræddi fjárhagserfiðleika sveit- arfélaga og fjármálaleg samskipti þeirra og ríkis- valdsins. Ávarp hans birtist annars staðar í þessu tölublaði. Fjórar starfsnefndir Á fundinum voru kosnar fjórar nefndir til starfa á fundinum. Voru það fjárhagsnefnd, tekjustofnanefnd, allsherjarnefnd og mennta- málanefnd. Fulltrúaráðsmönnum öllum var skip- að í þessar nefndir. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.