Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 8
Árneskórinn, kvennaraddir á æfingu, stjórnandi Loftur S. Loftsson. Á réttri leið Það er því skoðun mín, að hér séu sveitarfé- lögin á réttri leið með því að skapa almenningi aðstöðu til sameiginlegra átaka við þroskandi við- fangsefni á margs konar stigi. Það er einnig hin rétta aðferð, að mínum dómi, að styðja áhuga- mannafélög til starfa á sviði æskulýðs- og menn- ingarmála, en forðast í lengstu lög launaða for- ustumenn, sem varla standa jafnfætis þeim, sem þeim er ætlað að starfa með og leiða í frjóu fé- lags- og menningarmálastarfi. Forsenda æðri listar Mér er það ljóst, að ég hefi ekki fjallað í þessu máli mínu um málefni dagsins á breiðum grunni. Ég hefi dvalizt fyrst og fremst við hina almennu uppbyggingu menningarlífs, en ekki komið að hinni æðri túlkun listar og mennta. Þetta hefi ég ekki gert af því, að ég meti ekki þann þátt máls- ins, heldur vegna þess, að ég hygg, að hin æðri 214 list myndi fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, SVEITAR STJÓRNARMÁE sem ekki hafa kornizt í beina snertingu við við- fangsefnið eða brotið það til mergjar í hópi fé- laga sinna. Það virðist styðja þessa skoðun, að leiksýningar atvinnuleikhúsanna, Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins, úti um land, munu yfirleitt vera vel sóttar og þykja vera færri en flestir óska. Þet.ta stafar af því, að leiklistar- starfsemi hefur verið um hönd höfð að staðaldri í fiestum byggðum þessa lands, og mun það list- form því eiga greiðari aðgang að hugarheimi manna en annars væri. Ég ætla, að vaxandi starfsemi tónlistarskóla í landinu verði og til þess að ryðja braut eðli- legum áhuga fyrir æðri tónlist, svo að ekki verði á það horft í framtíðinni, að valdir flytjendur hennar vekja ekki athygli almennings. Þennan vanda tel ég, að félagsheimili muni hjálpa til að leysa, ef eigendur þeirra„ sem eru sveitarfélögin að mestum hluta, láta hin menn- ingarlegu viðhorf ráða ferðinni, eins og mér virð- ist víðast hvar vera gert, en varpa fyrir róða, svo sem verða má, fjáraflasamkomum, fánýtum kvik- myndasýningum og öðru aðfengnu léttmeti. Ég kom að því máli hér áðan, að á vegum sýslufélaganna færi fram nokkur starfsemi til efl-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.