Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Síða 44
Ingimar Ingimarsson, oddviti í Vík
í Mýrdal.
Stjórnin hefur skipt með sér
verkum og endurkosið Ölvi Karls-
son, oddvita, formann samtakanna
næsta starfsár.
Sem endurskoðendur voru kosnir
Steingrímur Jónsson, hreppsnefnd-
armaður á Stokkseyri og Kristján
Magnússon, oddviti Austur-Eyja-
fjallahrepps.
Kveðjur íil fundarins
Á fundinn kom Sverrir Her-
mannsson, framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, og flutti
ávarp. Einnig flutti Hermann Guð-
mundsson á lilesastöðum kveðjur
Búnaðarsambands Suðurlands og
Steinþór Gestsson, alþingismaður,
flutti á fundinum árnaðaróskir af
hálfu alþingismanna Suðurlands-
kjördæmis, en aðrir þingmenn kjör-
dæmisins höfðu ekki tök á að sitja
fundinn. Formaður samtakanna bar
fundinum kveðjur Gunnars Thor-
oddsen, iðnaðarráðherra, sem boð-
ið hafði verið, en hann gat ekki
setið fundinn vegna anna.
Þá bárust í símskeyti kveðjur og
árnaðaróskir frá Páli Líndal, for-
manni Sambands íslenzkra sveitar-
félaga og Unnari Stefánssyni, rit-
stjóra Sveitarstjórnarmála, sem
hvorugur hafði tök á að þiggja boð
um þátttöku í fundinum vegna
setu á náttúruverndarþingi, sem
stóð yfir í Reykjavík sama dag.
Erindi um húsahitun
á Suðurlandi
Á fundinum flutti Karl Ómar
Jónsson, verkfræðingur, erindi um
húsahitun á Suðurlandi. Gerði
hann grein fyrir möguleikum og
horfum á nýtingu jarðvarma og
raforku til húsahitunar á Suður-
landi og bar saman kostnað við
þessar tvær leiðir.
250
LISTSKREYTING
íHOFSÓSSKÓLA
Á kápu þessa tölublaðs er mynd
af listskreytingu í nýju skólahúsi á
Hofsósi. Viðfangsefnið er 12 m
langur steinsteyptur veggur, sem
aðgreinir fatahengi frá setustofu.
Myndin er á þeim hluta veggjarins,
sem að setustofunni snýr. Skreyt-
inguna gerði Benedikt Gunnarsson,
listmálari, og hafði hann við vinnu
sína náið samstarf við arkitekta
hússins, Geirharð Þorsteinsson og
Hróbjart Hróbjartsson svo og skóla-
nefndina. Myndin er lágmynd, 25
m2 að stærð, og gerð með því að
leggja plastform i steypumót veggj-
arins, en síðan vann listamaðurinn
frekar að verkinu, eftir að slegið
var utan af. Myndin er byggð upp
af samspili mismunandi hringforma
af mismunandi dýpt, sem mun
vera mest 15 cm í vegginn. Myndin
er hugsuð sem tilbrigði við bygging-
arform hússins, að sögn listamanns-
ins í samtali við Sveitarstjórnarmál.
Á veggnum er mismunandi hraun-
áferð.
í veggnum er liringlaga gler-
mósaíkmynd, sem lýst er upp með
SVEITARSTJÓRNARMÁL
lömpum, sem felldir liafa verið inn
í vegginn. Myndin er gerð úr mörg-
um glerlögum, og er glerið allt frá
5 mm upp í 5—6 cm að þykkt.
Annars staðar á listaverkinu er
hringlaga gat, sem unnt er að kom-
ast í gegnum milli fatahengis og
setustofu.
í setustofunni er setugryfja og
allt umhverfis hana svampsetur, þar
sem nemendum er ætlað að safnast
saman til spjalls og leikja. I botni
gryfjunnar er parketgólf, og er þar
unnt að dansa, en að öðru leyti er
setustofan eins og mestallt skóla-
húsið lagt þykku ullarteppi. Kápu-
myndina og myndina hér á síðunni
tók Hróbjartur Hróbjartsson, arki-
tekt. Frá skólahúsinu er sagt í 2.
tbl. Sveitarstjórnarmála 1974.