Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 31
víða um landið aðstöðu fyrir ferðafólk og sveit-
arstjórnir leiti eftir fyrirgreiðslu samgönguráðu-
neytisins um þessi mál.
Sorphreinsun
Fulltrúaráðið bendir á skyldur sveitarstjórna í
sambandi við sorphreinsun og sorpeyðingu.
Þar sem verkefni á þessu sviði eru viðamikil,
verði atluigað, hvort ekki sé hagkvæmt, að komið
verði á fót samstarfi sveitarfélaga sem víðast til
lausnar á þessum málum. Beinir fulltrúaráðið
því til stjórna landshlutasamtaka sveitarfélaga að
liafa forystu um að korna slíku samstarfi á.
Heilbrigðiseftirlit
Fulltrúaráðið beinir því til stjórna landshluta-
samtaka sveitarfélaga, að jrau láti fara fram könn-
un á möguleikum á samstarfi sveitarfélaga urn
heilbrigðiseftirlit og um ráðningu sérmenntaðra
heilbrigðisfulltrúa í hverjum landshluta fyrir
sig.
Lögreglusamþykkt
Fulltrúaráðið skorar á dómsmálaráðuneytið að
láta sernja ný lög um lögreglusamþykktir og gera
fyrirmynd að samræmdri lögreglusamþykkt fyrir
allt landið, eftir því sem við getur átt.
Skráning og mat fasteigna
Fulltrúaráðið ítrekar fyrri samþykktir um
nauðsyn á viðhaldi fasteignamatsins og þýðingu
þess fyrir tekjustofna sveitarfélaga og skorar á
fjármálaráðuneytið og Alþingi að setja nýja lög-
gjöf um þessi mál sem allra fyrst.
Gjaldskrár
Fulltrúaráðið beinir þeim tilmælum til stjórn-
valda, að hraðað verði birtíngu á gjaldskrám í
Stjórnartíðindum strax og þær hafa hlotið sam-
þykki viðkomandi ráðuneyta.
Hús sveitarfélaganna
Fulltrúaráðið itrekar fyrri samþykktir um að
heimila stjórn sambandsins að koma upp sér-
stöku húsi íyrir starfsemi sveitarfélaga í samvinnu
við Bjargráðasjóð og Lánasjóð sveitarfélaga.
Þá samþykkir Jxað samstarf, sem tekizt hefur
við Brunabótafélag íslands unr byggingu þessa
húss og fagnar jákvæðum undirtektunr hjá borg-
aryfirvöldum unr lóð undir slíkt frús í lrinum
nýja nriðbæ Reykjavíkurborgar.
Felur fulltrúaráðið stjórn sambandsins að
vinna senr ötulast að þessu máli.
Gerð kjarasamninga
við starfsmenn sveitarfélaga
Fulltrúaráðið telur nauðsynlegt, að einn aðili
komi franr fyrir lröird sveitarfélaganna við gerð
kjarasanrninga við starfsmenn.
Það leggur áherzlu á,
]. að einstökum sveitarfélögunr verði heinrilað
að fela sambandinu að annast sanrninga-
gerð af þeirra hálfu,
2. að ákveða megi aðra fresti en varða ríkis-
starfsmenn, þegar starfsmenn sveitarfélaga
eiga í hlut,
3. að sanrbandið tilnefni nrann í kjaranefnd,
Kjaradóm og Félagsdóm, þegar fjallað er
um mál starfsmanna sveitarfélaga.
Námskeið í eftirliti og
stillingu olíukyndingartækja
Fulltrúaráðið fagnar því, að viðskiptaráðuneyt-
ið hafi ákveðið, að gangast fyrir námskeiðum í
eftirliti og stillingu olíukyndingartækja, til þess
að draga úr olíunotkun og lækka hitunarkostnað
og að annast öflun nauðsynlegra tækja til þess
að unnt verði að framkvæma slík störf sem víðast
um landið.
Sveitarstjórnir eru hvattar til að hlutast til um,
að sendur verði maður úr hverju byggðarlagi á
slík námskeið og greiði fyrir þátttöku með fjár-
hagsstuðningi úr sveitarsjóði.
SVEITARSTJÓRNARMÁL