Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 48
FRÁ____(j) BARÐA- STRANDAR HREPPUR Skólahús í smíðum Við félagsheimilið Birkimel á Krosslioltum er í smiðum skóla- hús fyrir Barðastrandarhrepp. Skólahúsið er um 500 ferm. að staerð, teiknað á vinnustofu Hró- bjarts Hróbjartssonar i Reykjavík. I því verða tvær kennslustofur, náttúrufræðistofa og handavinnu- stofa auk kennarastofu. í húsinu verður einnig bókasafn bæði fyrir skólann og byggðarlagið almennt. I skólanum eru um 50 börn og unglingar, en þar verða 8 bekkir grunnskóla. Við skólann starfa 3 kennarar auk stundakennara. Nýr skólabíll Aðstaða er mjög góð til aksturs skólabarna innansveitar. Byggðin í hreppnum er öll á samfelldri strandlengju, svo ekki er yfir neina fjallvegi að fara, eftir að vegur kemur fyrir Hörgsnes, sem nú er unnið að. í fyrravetur keypti Barðastrand- arhreppur nýjan bíl ætlaðan til skólaaksturs. Þetta er 22 manna bifreið af Mercedes Benz gerð. Er hún mjög vel útbúin til aksturs, SVEITAR STJÓRNARMÁL þægileg, heit og með góðum sæt- um. Ivostnaðarverð bílsins var um 3.2 milljónir króna. Engin heima- vist er við skólann og öllum börn- um ekið daglega í og úr skóla. Með tilkomu nýja skólahússins fæst mötuneytisaðstaða f liúsakynnum félagsheimilisins Birkimel, og fá börnin þá hádegismat þar. Kjarni byggðarinnar Á Krossholtum er að myndast kjarni byggðarinnar í lireppnum. Þar eru auk skólans og félagsheim- ilisins sundlaug og tvær íbúðir fyrir skólastjóra og kennara. Sundlaug- in er 12^4x5 m að stærð, um 30 ára gömul, en nýlega voru reistir við hana búningsklefar. Heitt vatn kemur beint upp úr jörðinni rétt við sjávarborð. Vatnið er um 30 gráðu lieitt og hefur nægt fyrir sundlaugina. Hreppurinn hefur nú farið þess á leit við Orkuráð, að þarna verði kannaðir möguleikar á að ná meira vatni. Víða í hreppnum eru heitar lindir, t. d. um 40 gráður frammi í botni Mórudals. Tvær leiguíbúðir Barðastrandarhreppur hefur í smíðum tvær leiguíbúðir samkv. lögum þar um. Þær eru á skipu- Kristján ÞórSarson, oddviti BarSastrandarhrepps. lögðu svæði við skólann, og ætlað- ar fólki, sem vili setjast að í hreppn- um. Á Krossholtum hefur verið skipulagt svæði með 12 íbúðarhús- um. Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur gert þetta skipulag og skipu- lagsstjóri ríkisins samþykkt það. Hreppurinn er allur skipulags- skyldur. Vaxandi útgerð Hugur fólks í byggðarlaginu hneigist mjög að því að auka út- gerð. „Okkur er það alveg ljóst, að við verðum að fjölga fólki í byggð- SkólastjórabústaSurlnn i Krossholtum. f húsinu er elnnig IbúS handa elnstakllngl.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.