Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 14
GUÐJÓN INGIMUNDARSON, kennari, Sauðárkróki: MENIMINGARMÁL í MEÐALSTÓRUM KAUPSTAÐ Hvað er menning? Ég ætla að láta liggja á milli liluta að skilgreina það. Spjall mitt er við það miðað, að einn þáttur menningar sé sá bak- grunnur, sem maðurinn hverfur að, þegar dag- legu brauðstriti er lokið. Hún er fylling hins hversdagslega lífs, skapar því tilgang og gildi fram yfir það eitt að vera sem tannhjól hinnar stóru samfélagsvélar. Með hliðsjón af því, að þekking mín á menn- ingarlífi fólksins í landinu er staðbundin, mun ég nú gera nokkra grein fyrir gangi þessara mála í heimabyggð minni, Sauðárkróki. Lít ég þá svo á, að með því móti megi fá nokkurn þverskurð um þessa þætti í álíka fjölmennum bæjum og byggð- arlögum, að sjálfsögðu með ýmsum tilbrigðum þó. Bókasafn Skagfirðinga Um síðustu aldamót var farið að ræða um stofnun Bókasafns Skagfirðinga, og til þess var stofnað árið Í904. Naumast er unnt að tala um, að það hafi orðið verulega virkt, fyrr en það eignaðist eigið hús árið 1937. Síðan hefur bóka- safnið og starfsemi þess verið snar þáttur í bók- menningu liéraðsbúa. Vöxtur bókasafnsins liefur verið stöðugur og ör og notkun þess farið sívax- SVEITARSTJÓRNARMÁL andi með ári hverju. Útlán bóka úr safninu námu á síðasta ári 16 þúsund bindum. Af sama stofni reis Sögufélag Skagfirðinga árið 1937, en það hefur með höndum útgáfu á skag- firzkum heimildarritum og sagnabálkum, sem varða sögu héraðsins og ibúa þess fyrr og síðar. Safnahúsið á Sauðárkróki Upphaf Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er ná- tengt stofnun Sögufélagsins. Formleg stofnun þess á sér þó ekki stað fyrr en 1951, og var það fyrst slíkra safna utan Reykjavíkur. Safnið er orðið mikið að vöxtum og hið merkasta. Það liefur þegar komið að miklu gagni í ýmsum til- vikum. Námsmenn, sem vinna að prófritgerðum á háskólastigi, hafa notfært sér safnið, og vinna sumir þeirra að ritgerðum sínurn í skjóli þess. Mesta átakið í þessum safnamálum, og beinu framhaldi af fyrrsögðu, er bygging safnahúss, sem staðið hefur yfir síðasta áratuginn og má nú heita fullbyggt. Auk Bókasafnsins og Héraðsskjala- safnsins, sem fyrr eru nefnd, á bygging þessi að hýsa Listasafn héraðsins, sem nokkur vísir er kominn að, og minja- og munasafn, en til þess er farið að safna ýmsum gögnum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.