Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 42
og skorar á Alþingi að gera hlut Suðurlands ekki minni en annarra landshluta. Af einstökum fram- kvæmdum bendir fundurinn á, að liraða þurfi endurbyggingu vegar um Mýrdalssand." Símaþjónusta „Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að liraðað verði lagningu sjálfvirks síma um sveitir Suðurlands og skor- ar á stjórn símamáia að taka til já- kvæðrar meðferðar nú þegar jöfnun á gjaldskrám og bæta tafarlaust úr tækni símans í öryggismálum strjál- býlisins." Orkumál „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Suðurlandskjördæmi, haldinn að Flúðum 26. apríl 1975, vekur at- liygli á því, að nær 90% af raforku í landinu er komin frá Suðurlandi, en jafnframt er mest af orkunni flutt út úr liéraðinu og á Faxaflóa- svæðið. Þá bendir fundurinn á, að meginliluti orkunnar frá orkuver- inu á Sigöldu verði fluttur til járn- blendiverksmiðju á Vesturlandi. Fundurinn ályktar, að Sunnlend- ingar verði að krefjast þess, að þeir að öðru jöfnu hafi forgangsrétt til raforku, sem er úr sunnlenzkum fallvötnum, og felur stjórn samtak- anna ásamt þingmönnum kjördæm- isins að vinna að eftirfarandi: 1. að Sunnlendingar annist sjálf- ir raforkudreifinguna og fái eignaraðild að Landsvirkjun. 2. að veitukerfi raforkudreifing- ar verði endurbyggt, svo að Jtað geti flutt næga orku, m. a. til liúsahitunar til þeirra notenda, sem ekki eiga kost á varmaveitu í náinni framtíð, og að aflstraumur verði 3 fasa. Jafnframt verði taxtar til ltúsahitunar lækkaðir til sam- ræmis við aðra innlenda orku- 248 gjafa. SVEITAR STJÓRNARMÁL 3. að atliugaðir verði möguleik- ar á að koma upp stóriðju á Suðurlandi með vinnslu gos- efna og jarðefna fyrir inn- lendan markað og til útflutn- ings. Og skal stefnt að Jjví, að slík eða önnur verksmiðja fái raforku frá væntanlegri Hrauneyjafossvirkjun." Könnun á nýju hafnarstæði „Stjórnskipuð nefnd vinnur nú að tillögugerð um byggingu nýrrar haínar á Suðurströndinni. Aðal- fundurinn skorar á stjórnvöld að veita Jressari nefnd nægilegt fjár- magn til þess að framkvæma þær kannanir, sem nauðsynlegar eru, Jrannig að nefndin geti skilað áliti sem fyrst. Sameiginleg sorphreinsun og sorpeyðing Um sameiginlega sorpheimtu og sorpeyðingu í sorpstöð Suðurlands gerði fundurinn svofellda sam- Jrykkt: „Aðalfundurinn harmar þá töf, sem orðið hefur á þessu máli og ieggur fyrir stjórn og framkvæmda- stjóra að beita sér fyrir stofnun fé- lags um sameiginlega sorpheimtu og sorpeyðingu Jieirra sveitarfélaga, sem telja sig geta staðið að henni með liagkvæmum hætti." Húsahitun „Húsahitunarvandamál eru veru- leg viðast á Suðurlandi. Aðalfund- urinn bendir á, að gífurlegum fjár- munum er varið í tilfærslu fjár- magns i þjóðfélaginu með greiðslu olíustyrkja til J)ess að leika vísitölu- leik meðan nærtæk varmaorka er ekki nýtt. Jafnframt bendir fundur- inn á þjóðhagslega hagkvæmni í nýtingu jarðvarma til liúsahitunar og skorar á stjórnvöld að sjá sveit- arfélögum fyrir nægilegu lánsfjár- magni til lagningar liitaveitna, J)ar sem slíkt er hagkvæmt, svo og að greiða fyrir öllum slíkum fram- kvæmdum með öllum tiltækum ráð- um, eins og með niðurfellingu tolla, söluskatts og aðflutnings- gjalda o. fl." Samræmi í tekjuöflun „Aðalfundurinn felur stjórn og framkvæmdastjóra að móta tillögu um: a) samræmingu í beitingu lieim- ildarákvæða í tekjustofnalögum; b) og samræmingu á ákvæðum og skilyrðum í gjaldskrám sínum. Þetta J)ýðir þó ekki, að allir skuli nota sömu krónutölu eða liundraðs- iduta. Þá leggur aðalfundurinn áherzlu á, að framkvæmd fasteigna- matsins í landinu verði með J)eim hætti, að })að ])jóni sveitarfélögun- um í lögskipuðu starfi þeirra." Samgöngumálanefnd „Aðalfundurinn felur stjórn sam- takanna að skipa þriggja manna samgöngunefnd til Jress að vera ráð- gefandi við sig um eflingu sam- starfs milli Vegagerðar ríkisins og Samtaka sveitarfélaganna. Slík nefnd skal kynna sér meðferð og skiptingu fjármagns til vegamála." Félag um varanlega gatnagerS „Aðalfundurinn fagnar stofnun SAMTAKS, félags sveitarfélaga á Suðurlandi, um varanlega gatna- gerð, og skorar jafnframt á stjórn- völd að búa þannig að tekjum sveitarféiaga i þessu skyni, að þeim verði kleift að standa jafnfætis

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.