Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 43
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu að þessu leyti. Suðurlandsáætlun Aðalfundurinn fagnar því, að Framkvæmdastofnun ríkisins hefur tekið Suðurlandsáætlun upp í starfsáætlun sína og væntir þess, að árangur verði af samvinnu samtak- anna og Framkvæmdastofnunar rík- isins að þessu máli. Uttekt er nú lokið á flestum þáttum liins opin- bera á Suðurlandi, lögð er áherzla á það, að vandamál byggðanna verði nú tekin fyrir hvert í sínu lagi og tillögur verði unnar í sam- ráði við lieimamenn í liverju til- viki. Upplýst er af hálfu fram- kvæmdastjórans, að svæðaskipting Suðurlandsáætlunar er heppilegust þessi: 1. Vestur-Skaftafellssýsla, a) byggð austan Mýrdalssands; b) Hvamms- og Dyrhólahreppur. 2. Rangárvallasýsla; a) Eyjafjalla- byggð; b) svæðið milli Markar- fljóts og Þjórsár. 3. Vestmannaeyjabyggð. 4. Árnessýsla; a) uppsveitir Árnes- sýslu; b) Grafningur og Selvog- ur; c) Flói og Ölfus.“ Fræðsluráð skipað fimm mönnum „Aðalfundurinn væntir þess, að fræðslustjóri verði ráðinn sem fyrst. Aðalfundurinn ákveður, að fræðsluráð verði skipað fimm mönn- um, sem útnefndir verði á aðal- fundi, þannig að fulltrúar Vestur- Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Vestmannaeyja tilnefni einn fulltrúa hverjir um sig og fulltrúar Árnessýslu tvo fulltrúa." Samkvæmt þessari ályktun voru síðar á fundinum kosnir í fræðslu- ráð Suðurlands: Séra Ingimar Ingimarsson, odd- viti í Vík í Mýrdal; Ölvir Karlsson, oddviti í Ásahreppi; Einar H. Ei- ríksson, bæjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum; Óli Þ. Guðbjartsson, odd- viti á Selfossi og Hermann Guð- mundsson, hreppsnefndarmaður í Skeiðahreppi. Bókhalds- og endurskoðunar- skrifstofa á Suðurlandi „Vaxandi þörf er bæði lijá sveit- arfélögum og fyrirtækjum þeirra svo og hjá fyrirtækjum almennt, að komið verði upp bókhalds- og end- urskoðunarskrifstofu á Suðurlandi. Aðalfundurinn felur stjórn og framkvæmdastjóra að kanna mögu- leika á því, að hæfir menn fáist til að reka slíka þjónustu fyrir eigin reikning." Skipulagsskrifstofa á Suðurlandi „Aðalfundurinn telur nauðsyn- legt, að komið verði upp skipu- lagsskrifstofu á Suðurlandi á vegurn skipulagsstjórnar ríkisins." Málefni aldraðra „Aðalfundurinn fagnar þvf fram- taki nokkurra sveitarfélaga í Rang- árvallasýslu, að búa öldruðum bætt afkomuskilyrði með byggingu ibúða við þeirra hæfi ásamt tilheyrandi heilsugæzlu. Jafnframt er vakin at- hygli á því, að þörfin fyrir slíkar stofnanir er víða fyrir hendi og fer vaxandi. Bendir fundurinn í þessu sambandi á meðfylgjandi áskorun, sem fylgir með þessari tillögu sem fylgiskjal, frá aðalfundi Búnaðar- sambands Suðurlands þann 17. sl. En tillaga sú, sem var samþykkt um þetta mál á aðalfundi Búnaðarsam- bands Suðurlands, er þannig: „Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Flúðum 17. apríl 1975, skorar á Samband sunn- lenzkra sveitarfélaga að taka mál- efni gamla fólksins nýjum tökum, þannig að greiða fyrir því, að fólkið þurfi ekki að flytja úr heimkynnum sínum, þegar það hættir að geta rekið búskap eða staðið á eigin fót- um. Til greina kemur, að sveitar- félögin láti reisa í kjarna sveitar- innar hentug smáhús fyrir aldrað fólk eða leigi lítil færanleg hús, sem koma mætti fyrir í nágrenni íbúðarliúsa hjá bæjunum. Jafn- framt skorar fundurinn á stjórn lífcyrissjóðs bænda, að veita rífleg lán til slíkra húsbygginga"." „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Suðurlandskjördæmi, haldinn að Flúðum 26. apríl 1975, skorar á Aljringi að fresta öllum ákvörðun- um varðandi lögbindingu lands- hlutasamtaka sveitarfélaga og öðru því, er mótað geti framtíðarjnóun þeirra, þar til fram liefur farið rækileg könnun á vilja sjálfra sveit- arstjórnanna í landinu varðandi stöðu landshlutasamtakanna, sem Jrær voru stofnaðilar að. Jafnframt verði lög um sýslufélög og sýslu- nefndir tekin til endurskoðunar og könnuð viðhorf sveitarstjórna til þeirra." Fram kom á fundinum tillaga í J)á átt, að aðalfundir samtakanna standi framvegis í tvo daga í stað eins, en var felld með 15 atkvæðum gegn 14. í stjórn samtakanna til eins árs hlutu kosningu: Óskar Magnússon, oddviti á Eyrarbakka; Jón Eiríks- son, oddviti Skeiðahrepps; Einar Árnason, hreppsnefndarmaður í Hvolhreppi; Ölvir Karlsson, odd- viti Ásahrepps; Sigurgeir Kristjáns- son, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyj- um; Einar H. Eiríksson, bæjarfull- trúi í Vestmannaeyjum og séra 249 SVEITAR STJÓRNARMÁL Stjórn samtakanna Frestun á lögfestingu landshlutasamtakanna

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.