Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 26
leikendur í liverju verki, en stundum miklu fleiri. Þá liafa þeir í sameiningu skilað 1700 vinnu- stundum, þar sem allt er unnið á tíma-, nætur og helgidagataxta. En þar með er ekki allt upptalið. Meðan á æf- ingum stóð, voru félagsmenn einnig að srníða leiktjöld og mála þau. Safna saman húsgögnum og fjölmörgum öðrum leikmunum. Á sama tíma þurfti einnig að láta prenta aðgöngumiða, aug- lýsingar og leikskrár. Margt er enn ótalið, m. a. vinna við leikbún- inga. Sé leikritið tímasett, þarf oft að sauma marga búninga og breyta öðrum. Ég get sagt það svona til skýringar, að þegar við settum á svið í Keflavík „Syndir annarra" eftir Einar H. Kvaran, saumaði ég 11 síða kjóla, nokkrar svuntur og höfuðbúnaði og breytti karlmannafötum eftir þörfum. Þá má líka geta þess, að þetta leikrit æfðurn við í þrjá mánuði undir stjórn Ævars R. Kvaran. Sú undirbúningsvinna, sem unnin er utan leik- æfinga, verður ekki oftalin S00 stundir. Þá er þessi vinna orðin um 2.000 vinnustundir til und- irbúnings einni uppfærslu, sem alltof oft skilar rýrum hlut í tæmdan kassa viðkomandi leikfé- lags, en heftir samt, ef vel til tekst, auðgað sveit- arfélagið í menningarlegu tilliti. En hver verða svo launin, sem falla í hlut leik- endanna? Ef til vill er menningarlegt gildi leik- starfsemi ekki sízt fólgið í þeim nánu kynnum, sem fólkið fær af heimi góðra bókmennta. Margra vikna stöðug einbeiting að einu og sama leikrit- inu er meira virði en lestur margra bóka á sama tíma. Æfingarnar verða ný lífsreynsla. Hún opn- ar fólki heim ój)ekktra tilfinninga, nýrra hug- mynda og undarlegra persóna og kynnir þeim áður óþekkt þjóðfélagsviðhorf. Þetta er Jiað, sem leikfélögin geta boðið að launum. Tekjur: Kr. Styrkur frá Keflavíkurbæ 75.000,00 Styrkur frá ríkissjóði 90.000,00 Auglýsingar v/leikskrár 30.000,00 Innkoma v/sýninga 150.000,00 Félagsgjöld 15.000,00 Samtals kr. 350.000,00 Gjölcl: Kr. Leikstjóralaun 120.000,00 Ferðakostnaður v/leikstjóra 20.000,00 Húsaleiga 80.000,00 Kostnaður v/leiktjalda 50.000,00 Prentun á leikskrá og auglýsingum .. 30.000,00 Þvðandalaun 18.000,00 Leiga á handritum 2.500,00 I.jósmyndir 30.000,00 Auglýsingar í útvarpi 80.000,00 Kastaraperur 9.000,00 B. í. I 10.000,00 Söluskattur 28.500,00 Ymis kostnaður 30.000,00 Samtals kr. 508.000,00 Samkvæmt franranskráðri áætlun er tap ...............................kr. 158.000,00 Styrkir frá Keflavíkurbæ og ríkissjóði eru mið- aðir við árið, þannig að ef um fleiri en eitt verk- efni er að ræða, kæmu Jreir liðir ekki sem tekjur við J)ær kostnaðaráætlanir, og væri J)á dæmið enn óhagstæðara. Liður B. í. L., sem er ársgjald til Bandalags ís- lenzkra leikfélaga, greiðist einnig einu sinni á ári, J). e. að sá liður kæmi ekki á gjaldalið aftur, ef um fleiri en eitt verkefni væri að ræða. Kostnaðaráætlun Leikfélags Keflavíkur vegna uppsetningar á einu verkefni, þ. e. leikriti Hér fer á eftir kostnaðaráætlun Leikfélags Keflavíkur vegna uppsetningar á einu verkefni, 232 þ- e- leikriti: SVEITAR ST.lÓRNARM.ál

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.