Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 7
Það er því ekki vafa undirorpið, að sú fram- kvæmd, sem sveitarstjórnir hafa beitt sér fyrir og sem hefur í einu stóru stökki fært strjálbýlinu í hendur möguleika til iðkunar lista og margs kon- ar tómstunda- og menningarstarfs, en þar á ég við byggingu félagsheimilanna, liefur lyft Grettis- taki, þar sem sæmilega hefur teki/.t til um stjórn þeirra og nýtingu. Starfsemi félagsheimilanna Mér þykir rétt að árétta það, áður en lengra er haldið, að sveitarfélögin munu hafa kostað upp- byggingu félagsheimilanna að 70—90 hundraðs- hlutum af hlut heimaaðila, og bera því ábyrgð á rekstri þeirra í þessum mæli. Hvergi er rekstur- inn látinn standa undir f jármagnskostnaði bygg- inganna, og víða er viðhald og umbætur kostað af eignaraðilum, og er þá, eins og áður sagði, hlutur sveitarfélagsins langstærstur. Sá kostnaður mun að jafnaði talinn á rekstrarreikningum sem kostnaður við fasteignir, þótt eðlilegra væri að telja þann kostnað til framlags til æskulýðs- og menningarmála, og ruglar það enn þann saman- burð, sem ég gat um áður. Margur ætlar, að vafasamt sé, að innan félags- heimilartna sé rekin sú starfsemi, sem líkleg sé til þess að auðga mannlífið og gera það frjórra menningarlega metið. Hafa menn þar mjög á milli tanna, að almennir dansleikir séu uppi- staðan í starfi þeirra. Þar sem ég þekki bezt til, er þessu mjög á annan veg farið. Ég hefi hér fyrir mér skrá um nýtingu tveggja félagsheimila og tel rétt að kynna hér helztu nið- urstöður hennar til fróðleiks, um leið og ég tel þá skrá sanna fullyrðingu mína um verðmætan þátt félagsheimilanna í uppbyggingu menningar- starfsemi í strjálbýlinu. Notkun þessara tveggja félagsheimila, sem við getum nefnt A og B, var þannig í stórum drátt- um árið 1972: Félagsheimili A Ár 1972 1973 1974 Almennir fundir . 21 18 18 Nefndir og stjórnir . 31 30 39 Dansleikir, opinberir . 10 11 10 Samkomur félaga (dagskrár) . 4 4 7 Barnasamkomur . 2 Leiksýningar . 5 ' 2 2 Söngskemmtanir og tónleikar 6 2 1 Leik- og söngæfingar . 42 28 12 Tómstundakvöld og kvöldvökur . .. . 7 5 18 íþróttir, æfingar . 27 43 53 Námskeið . 26 Diskotek . 11 5 5 Tónlistarskóli 39 Ýmislegt ótilgreint. . 35 163 120 Leikfimikennsla skóla . . Samtals 227 111 311 113 324 135 Samanlagt með leikfimi 338 424 459 Ivvikmyndasýningar voru ekki. Félagsheimili B Ár 1972 1973 1974 Almennir fundir ................... 24 17 8 Nefndir og stjórnir ............... 18 24 37 Dansleikir, opinberir .............. 6 12 6 Samkomur félaga (dagskrár) ......... 7 9 15 Barnasamkomur .................... 2 Leiksýningar ....................... 4 11 2 Söngskemmtanir og tónleikar....... 3 5 4 Leik- og söngæfingar .............. 87 55 78 Tómstundakvöld og kvöldvökur . . 11 20 13 íþróttir, æfingar ................. 33 31 28 Námskeið ......................... 5 Ýmislegt ótilgreint ................ 4 10 16 Samtals 204 194 207 Ivvikmyndasýningar voru ekki. Af þessum gögnum má nokkuð ráða, hversu mikilvæg félagsheimilin eru til þess að byggja upp félagslíf x hinum ýmsu byggðarlögum. I krafti þess félagsstarfs getur þróazt, ef rétt er á haldið, sú menning, sem manninum er holl og nauðsynleg til lífsfyllingar. SVEITAKSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.