Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Side 49
arlaginu til þess að geta haldið
uppi nútíma þjónustu," sagði Krist-
ján Þórðarson, oddviti Barðastrand-
arhrepps, í samtali við Sveitar-
stjórnarmál. „I hreppnum eru nú
um 200 íbúar, og hefur þeim held-
ur farið fjölgandi hin síðari ár.
Vaxandi áhugi er á því lijá heima-
mönnum að efla byggðina með
fjölbreyttari atvinnu heldur en
verið hefur, einkum með aukinni
útgerð. Nokkur undanfarin ár
hefur verið gert út á grásleppu í
allstórum stíl á landsmælikvarða.
Síðast liðið vor voru 16 trillur
gerðar út af Barðaströndinni. Þrátt
fyrir slæma tíð, fiskuðu þessar trill-
ur 800 tunnur af grásleppuhrogn-
um, sem munu vera að verðmæti
milli 25 og 30 millj. króna. Allt
eru það bændur og börn þeirra,
sem þessa útgerð stunda."
„Með aukinni friðun og skyn-
samlegri hagnýtingu fiskimiðanna
teljum við, að Breiðafjörðurinn
verði aftur sú gullkista, sem áður
var, og þá er örstutt á miðin frá
Barðaströndinni, þetta eins til
tveggja tíma stím frá ströndinni.
Þar er nú alger hafnleysa, og haml-
ar það gegn því, að þar verði stór-
útgerð, en Barðstrendingar hafa
unnið að þvi að láta kanna, hvern-
ig hafnaraðstaða væri. Við svo-
nefnt Klakksker á Haukabergsbót
er talin að fróðra manna áliti mjög
góð aðstaða til að byggja höfn.
Þess vegna er það eindregin ósk og
von ibúa hreppsins, að fá fjár-
magn til að koma þar upp hafnar-
aðstöðu. í norðanátt myndi þarna
verða lífhöfn og algert skjól."
Almenningshlutafélag
„í framlialdi af þessum nýju við-
liorfum var í sumar stofnað til al-
menningshlutafélags um útgerð,
verzlun og aðra atvinnuuppbygg-
ingu í hreppnum. Félag þetta er
undir forustu og stjóm Barðstrend-
inga, en í félaginu eru menn víða
af Vestfjörðum. Félag þetta hefur
fest kaup á 300 ferm. stálgrindar-
húsi og steypt undir það grunn á
væntanlegu hafnarsvæði. Er þetta
sem fyrsti áfangi að stærra húsi, og
er mjög mikill áhugi utanaðkom-
andi manna að flytja í hreppinn
til þess að reka þar útgerð.
Fyrst í stað er ætlunin að verka
í húsinu grásleppulirogn og salta
fisk af trillunum, en það háir vor-
útgerð trillanna, að fiskiflotinn
alla leið sunnan frá Reykjanesi og
vestan af Fjörðum sækir á vorin
inn á Breiðafjörð og tínir þar upp
allan göngufisk."
„Við teljum, að netalínan, þ. e.
Grislepputrillur I Þrœlavogl, séS yflr BrelSalJörS. Á mlSrl myndlnnl er Engey.
a. s„ mörk þau, sem netabátar mega
veiða inn að, sé alltof innarlega á
Breiðafirði, þannig að fiskurinn
liafi ekki möguleika til að komast
inn á sín görnlu hrygningarsvæði.
Viljum við láta færa netalínuna
miklu utar i fjörðinn og gefa
þannig þorskinum möguleika á að
komast inn fyrir til hrygningar."
Flókalundur
framhaldsskóli?
„í hreppnum er nýlega risið
glæsilegt hótel, Flókalundur, sem
orðið hefur mjög til eflingar sam-
göngu- og ferðamálum á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Sá galli er
þó á, að það er nýtt aðeins 4—5
mánuði á ári. Hótelið er í eigu
ldutafélags, sem lieitir Gestur hf.
En stærsti hlutliafi í því er Barð-
strendingafélagið i Reykjavík.
Hreppsnefndin hefur mikinn
hug á þvi, að þarna verði komið
upp kennslu yfir veturinn, t. d. í
tveimur seinustu bekkjardeildum
grunnskóla eða annarri skólastofn-
un. í húsinu eru 16 tveggja manna
herbergi, og eru húsakynnin hituð
upp allan ársins hring hvort eð er.
Við hótelið er volg lind, sem ef til
vill mætti nýta til upphitunar þess.
Teljum við illa farið, að þessi að-
staða og svo vandað húsnæði sé
ekki notað 7—8 mánuði ársins."
Landbúnaður
undirstaðan
„Barðaströndin er blómleg byggð
sem landbúnaðarhérað, og reynsl-
an hefur orðið sú, að grásleppu-
veiðin og útgerðin hefur orðið til
eflingar landbúnaðinum í byggðar-
laginu. Síðan bændur fóru að gera
út, liafa þeir orðið stórtækari en
áður bæði í ræktun og byggingum.
Þannig eru tvö íbúðarhús í smíð-
um á sveitabæjum og miklar fram-
255
SVEITARSTJÓRNARMÁL