Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Síða 32
Fundurinn væntir þess, að sem víðast um land
verði kerfisbundið unnið að framgangi þessa
mikla hagsmunamáls þess hluta landsmanna, sem
býr við olíukyndingu húsa, og að stóraukið verði
leiðbeininga- og upplýsingastarf á þessu sviði.
Fundurinn beinir því lil stjórnar sambandsins,
að hún fylgist vel með frantvindu þessa máls.
Landshlutasamtök
sveitarfélaga
Allslierjarnefnd gerði einnig að tillögu sinni,
að fundurinn gerði svofellda ályktun um lands-
hlutasamtök sveitarfélaga:
„Fulltrúaráðið áréttar samþykkt 10. landsþings
sambandsins um landshlutasamtök sveitarfélaga,
og væntir Jjess, að Alþingi viðurkenni réttarstöðu
þeirra í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar."
Erlendur Árnason, oddviti, og Stefán Jónsson,
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, lýstu sig andvíga
þessari tillögu. Töldu ekki tímabært að lögfesta
landshlutasamtökin og réttara, að })au störfuðu
áfram sem frjáls félagssamtök sveitarfélaganna,
sem að Jjeim standa, eins og Samband íslenzkra
sveitarfélaga liefur gert frá Jn í að ])að var stofn-
að.
Stefán Jónsson lagði fram svofellda tillögu um
málið:
„Með hliðsjón af vaxandi ágreiningi rneðal
sveitarstjórnarmanna um lögfestingu landshluta-
samtakanna og jafnframt um eðlilegan grundvöll
að slíkri lögfestingu á meðal þeirra, sem þó telja
lögfestingu rétta, lítur fulltrúaráðið svo á, að
mál Jictta þurfi ítarlegrar athugunar við og leitað
verði umsagnar allra sveitarfélaga landsins, sem
staðið hafa að stofnun hinna frjálsu landshluta-
samtaka, sem nú eru starfandi, áður en endanleg
afgreiðsla málsins fari fram á Aljúngi."
Með því að mjög var áliðið fundartímans, er
mál Jjetta kont til umræðu, lagði fundarstjóri til,
að tillögu allsherjarnefndar ásamt breytingartil-
lögu Stefáns Jónssonar yrði vísað til stjórnar sam-
bandsins til nánari itmfjöllunár. Var sú tillaga
238 fundarstjóra samþykkt með 11 atkvæðum gegn 6.
Aukaframlög
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Ennfremur var, að tillögu fundarstjóra, sam-
Jtykkt að vísa til stjórnar sambandsins svofelldri
tillögu um aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga, sem Ásgrímur Hartmannsson, bæjarfulltrúi,
lagði fram á fundinum:
„Fundur fulltrúaráðsins samjsykkir að fela
stjórn sambandsins að hlutast til um, að auka-
framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verið auk-
ið og skýrari ákvæði sett um greiðslutilhögun
|)ess og J)á fullt tillit tekið til eðlilegs reksturs og
uppbyggingar viðkontandi sveitarfélags."
Endurskoðun laga um
Atvinnuleysistryggingasjóð
Ennfremur var samjjykkt að vísa til stjórnar
sambandsins svohljóðandi tillögu, sem Jóhann
Klausen, bæjarstjóri, lagði fram á fundinum:
„Fulltrúaráðið felur stjórn sambandsins að
hlutast til um endurskoðun laga um Atvinnuleys-
istryggingar í jjeim tilgangi að fella niður greiðsl-
ur sveitarfélaga til Atvinnuleysistryggingasjóðs."
Álit menntamálanefndar
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, hafði orð fyrir
menntamálanefnd fundarins. I.agði hún fram til-
lögu að ályktun, sem var samjjykkt samhljóða.
Ályktun fundarins um menningarmál var á
Jiessa leið:
Vel heppnuð ráðstefna
um menningarmál
Fulltrúaráðsfundurinn 1975 lýsir ánægju með
Jxið framtak stjórnar sambandsins að efna til sér-
stakrar ráðstefnu um menningarmál, [)ar sem
sveitarstjórnarmenn, ýmsir forystumenn í menn-
ingarmálum þjóðarinnar og listamenn fengti
tækifæri til að skiptast á skoðunum.
SVEITARSTJÓRNAItMÁL