Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 17
og áður sagði, hefi ég gert það í þeirri trú, að
með því mætti draga fram nokkra samnefnara
þess, sem gert er og gerzt hefur í velflestum bæj-
arfélögum landsins.
Kem ég þá að þeirri spurningu, hvaða stuðning
bæjarsjóður og aðrir opinberir aðilar hafa veitt
þessum menningarþáttum. Um það skal ég vera
stuttorður.
Bæjarsjóður hefur haft það litlu fjármagni úr
að spila, að hann hefur verið þess alls ómegnugur
að veita nægjanlegu fjármagni til þessara þátta.
Þar hefur orðið að skipta litlum upphæðum milli
margra aðila til að gera nokkra úrlausn, enda á
sama tíma staðið að uppbyggingu atvinnulífs,
skólamannvirkja og annarra þjónustustofnana.
Safnahúsið er byggt sameiginlega af Sauðár-
króksbæ og Skagafjarðarsýslu með nokkrum styrk
frá ríkissjóði. Rekstur safnanna hvílir að meiri-
hiuta á bæjarsjóði, að nokkru á sýslusjóði, þar
er einnig um dálítinn ríkisstyrk að ræða. Hér
vantar nánari ákvæði um skiptingu á stofnkostn-
aði slíkra bygginga, þar sem ríkissjóður taki að
sér ákveðið og verulegt hlutfall og sömuleiðis
verður að finna slíkum stofnunum traustari
rekstrargrundvöll.
íþróttamannvirkin eru fjármögnuð eins og lög
gera ráð fyrir, að 40% af íþróttasjóði og að
60% af Sauðárkróksbæ.
Aðrir þættir, sem ég liefi hér nefnt, leikfé-
lag, tónlistarfélag, lúðrasveit, íþrótta- og æsku-
lýðsstarf, hafa lifað á bónbjörgum og hlotið starfs-
styrki úr bæjarsjóði til brýnustu þarfa og ætíð
of litla til þess að geta skilað sínum hlutverkum
nægjanlega vel, hvað þá heldur fullkomlega.
Ekki hefi ég á þessu neitt lausnarorð. Hitt er
ljóst, að með auknu fjármagni gætu jjessir aðilar
allir gert stórum meira menningarlegt gagn en
raun er á.
Séð yfir sundlaugina á Sauðárkróki og út yfir höfnina á sjómanna-
daginn 1975. Ljósmyndirnar frá Sauðárkróki tók Stefán Pedersen,
Ijósmyndari á Sauðárkróki.
nóg að hafa byggingar eða önnur mannvirki til
staðar. Starfið, sem [)ar fer fram, verður ætíð
aðalatriðið á livaða sviði menningarmála sem
það er. Hvort sem um er að ræða þær greinar,
sem rúmast eiga innan veggja safnahúsa eða leik-
hús, þær greinar, sem fara fram í félagsheimilum
og hljómlistarsölum eða þær greinar, sem eiga
sér stað á íþróttavöllum og öðrum íþróttamann-
virkjum og öðrum þeim stöðum, sem þessi starf-
semi á sér stað.
Á öllum þessutn sviðum er liið félagslega átak
heimaaðila mjög mikilvægt, það mikilvægt, að
þegar rætt er um aukin átök í menningarmálum,
verður fyrst að beina kröftum að því að styrkja
þennan grundvöll, sem fyrir er, með auknu
fjármagni og á annan þann hátt, sem að gagni
má koma.
Hollt er heima hvað
Eins og liér hefur verið sagt, hvílir hið eiginlega
menningarlíf, starfið sjálft, að mestu á framtaki
frjálsra félagasamtaka, sem að litlu leyti hafa
stuðzt við opinberar fjárveitingar. Það er ekki
SVEITAR STJÓRNARMÁL