Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 29
laust. Framlög hreppa hafa til þessa verið greidd sýslusjóðum, sem síðan framsenda það. Á hinn bóginn fá kaupstaðir framlög sín greidd milli- liðalaust. Á!it tekjustofnanefndar Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, liafði framsögu fyrir tekjustofnanefnd fundarins. Miklar umræður urðu um tillögu tekjustofna- nefndar að ályktun fundarins og nokkur ágrein- ingur um tilteknar málsgreinar. Ályktun fundarins var að loknum þeim um- ræðum samþykkt á þessa leið: 28. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga, haldinn á Akureyri 29. og 30. apríl 1975 ályktar eftirfarandi um tekjustofna sveitar- félaga: I. Að gefnu tilefni er enn lögð áherzla á þá stefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga, að tekjustofnar samsvari á hverjum tíma þeirn verkefnum, sem ríki og almenningur fela sveitarfélögum. Treystir fulltrúaráðið á, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit í þessu efni, svo að sveitarfélögin geti sinnt skyldum sínum. Lögð er áherzla á, að ríkisstjórnin leggi frarn strax í þinghyrjun næsta haust endur- skoðað frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, og stefnt verði að gildistöku þess frá ársbyrjun 1976. Við samning þess verði lögð áherzla á eft- irfarandi atriði: 1. Sett verði lög, sem tryggi, að fasteignamat sé í fullu samræmi við verðlag á hverjum tíma og að öll gjöld, sem miðast við fast- eignamat, séu reiknuð út frá santa grunni. Framkvæmd millimats verði hraðað, svo að unnt sé að leggja á fasteignagjöld í janúármánuði ár hvert, eins og lög mæla fyrir um. Við atkvæðagreiðslu um einstaka liði ályktun- arinnar komii fram tvö mótátkvæði gegn þessari málsgrein. Fasteignaskattarnir verði frjáls tekju- stofn, sem tryggi nægilegt svigrúm til tekjuöflunar eftir mismunandi verkefnum og aðstæðum á hverjum tíma. Undanþág- ur á greiðslu fasteignagjalda verði af- numdar í lögurn, en undanþáguheimildir séu á valdi sveitarfélaganna. Fjögur nrótatkvæði féllu við alkvæðagreiðslu um þessa málsgrein. 2. Þjónustugjöld sveitarfélaganna verði ákvörðuð af sveitarstjórnum án afskipta ríkisvaldsins. 3. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fái sörnu hlutdeild í söluskattsviðauka og í alrnenn- um söluskatti. 4. Felldur verið niður söluskattur af notkun vinnuvéla sveitarfélaga í eigin ])águ. 5. Félagsmálaráðuneytinu verði gert skylt að gera áætlun um skiptingu Jöfnunarsjóðs- framlags í greiðslur fyrir 15. janúar ár hvert. Jafnframt verði stjórn sambandsins falið að vinna að því, að útborganir úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga verði innt- ar af hendi mánaðarlega og greiddar öll- um sveitarfélögum milliliðalaust. II. Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfélaga minnir á það grundvallaratriði, að stefnt sé að sem jafnastri aðstöðu til búsetu, livar sem er á landinu. Eitt þýðingarmesta atriðið í dag er varan- leg gatnagerð í þéttbýli. Fjár til slíkrar gatnagerðar er unnt að afla með þrennn móti: 1. Að heimila sveitarfélögum álagningu gatnagerðargjalda til að standa undir verulegum hluta kostnaðarins. Verði heimilt að leggja slík gjöld á allar fast- eignir í viðkomandi sveitarfélagi, óháð því, hvort bundið slitlag hefur verið lagt þar áður. Álagning gjaldsins verði bund- in því, að lagðar verði frarn framkvæmda- áætlanir. 2. Framlag vegasjóðs til varanlegrar gatna- gerðar í þéttbýli verði aukið. Litið verði á slík framlög sem tímabundin til lúkn- ingar brýnustu verkefna og skiptingu þess hagað í samræmi við það. 235 SVEITARST.IÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.