Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 15
Um alllangt árabil hafa verið haldnar mál- verkasýningar einstakra listamanna í þröngum húsakynnum, en þegar hinn stóri sýningarsalur í safnahúsinu kom til, varð á þessu algjör breyt- ing og stærri sýningar listaverka settar upp. Er þar hvorttveggja um að ræða sjálfstæðar sýning- ar, eins og afmælissýningu Sauðárkróksbæjar ár- ið 1971, sem byggð var upp með verkum skag- firzkra listamanna, svo og sýningar með verkurn frá Listasafni íslands og Listasafni ASÍ, auk sýn- inga einstaklinga. Síðustu árin hafa þannig verið haldnar tvær eða fleiri mikilsháttar sýningar á ári hverju í húsinu og nú síðast sýning á lista- verkum kvenna, eins og vera ber á kvennaári, og lauk henni í fyrstu viku aprílmánaðar. Eitt af verkefnum Junior Chamber-klúbbs staðarins hef- ur verið að gangast fyrir árlegum listaverkasýn- ingum í Safnahúsinu, í fyrstu við engar undir- tektir opinberra aðila, en nú er á þessari starf- semi vaxandi skilningur og um leið aðstoð. Leiklist Á næsta ári eru liðin eitt liundrað ár frá því að fyrst var stigið á fjalir í Skagafirði og flutt leikrit. Það gerðist á Reynistað á þrettándanum 1876, og var þá flutt leikritið Lindarferðin eftir Holberg. Sóknarpresturinn á Ríp í Hegranesi snaraði leikritinu á íslenzku og allur undirbún- ingur og framkvæmd byggðist á framlagi heima- manna. Skömmu síðar, eða 5. febrúar sama ár var á Sauðárkróki flutt frumsamið leikrit, Dauðinn og maurapúkinn, eftir Gunnlaug Gunnlaugsson, og var höfundur meðal leikenda. Eftir þetta má segja, að liver atburðurinn hafi rekið annan á þessu sviði, og oft voru margir slíkir að gerast samtímis. Frá þessum tíma má telja óslitna atburðarás leiklistar í héraðinu. Leikfélag Sauðárkróks var stofnað 1888. Það hefur lengst af haft forustu í leiklistarmálum á Sauðárkróki, en mörg önnur félög koma þar einn- ig við sögu, svo sem Ungmennafélagið Tinda- stóll, Kvenfélag Sauðárkróks og fleiri. Fyrir kom það, að sama leikritið var sýnt á tveimur leik- Safnahúsið á Sauðárkróki. Þar eru öðru hverju haldnar málverka- sýningar, og er Ijósmyndin tekin, er ein slík stóS yfir. sviðum samtímis. Þá lá leiklistin sannarlega ekki undir steini. Fyrir nokkrum árum var stofnað Leikfélag Skagfirðinga. Nú eru því tvö félög í héraðinu, sem eingöngu helga krafta sína leiklistarmálum. Skagfirðingar eru sagðir menn gleðinnar og söngsins, og oft hefur sönglistin risið þar allhátt. Það er því leitt að verða að játa, að nú á þessi þáttur örðugt uppdráttar, sérstaklega þó á Sauð- árkróki. Orsökin er einkum vöntun á leiðbein- endum og stjórnendum. Tónlistarskóli er starf- andi og rækir sitt starf vel, svo langt sem starf hans nær, en þar vantar meiri starfskrafta, svo að vel sé. Söngkennara vantar að skólum bæjarins. Áður fyrr var lúðrasveit starfandi um áraraðir af verulegum krafti. Til lúðrasveitar var stofnað fyrir nokkrum árum rneð tilstyrk Rotaryklúbbs Sauðárkróks og ný hljóðfæri keypt. Sveitin náði verulegum tökum á verkefni sínu um skeið með tilstyrk vinveittra aðkomumanna, sem komu stutt- an tíma hver. Lúðrasveitina vantar fastan stjórn- anda, til þess að árangur náist. Svipaða sögu er að segja um starfsemi söngkóra á Sauðárkróki. í þessu efni er nauðsynlegt að ráða bót á hið allra fyrsta. 221 Sönglist og tónlist SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.