Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 20
upp á hrísgrjónabændur í Asíu, en sprengja þá í loft upp ella. Það er víðar guð en í Görðum. Hvað stoðar okkur heimsókn Sinfóníuhljómsveitar íslands á tíu ára fresti, farandleikflokkur með Ertu-nú- ánægð, kelling? eða Hvað varstu að gera í nótt? eða Súm-sýning um varíasjónir fáfengileikans? Menningin verður að vaxa innan frá. Okkar upphefð getur ekki komið að utan. Hvað getum við þá gert, hver í sinni sveit? Vestur á Fjörðum Nú ætla ég að fara að eins og strákarnir, og bjóða einhverjum forvitnum fulltrúa borgar- Ljósmyndin er tekin á sýningu Litla ieikkiúbbsins á ísafirði á leik- ritinu „Selurinn hefur mannsaugu“, eftir Birgi Sigurðsson. Leik- stjóri var Sigrún Björnsdóttir. Á myndinni eru talið frá vinstri: Magnús J. Magnússon, Jón Oddsson, Guðni Ásmundsson og Finnur Gunnlaugsson. Litli leikklúbburinn hefur látið verulega að sér kveSa i leiklistarlífi á Vestfjörðum á seinustu árum. Ljósmyndastofa ísa- fjarðar tók myndina. menningarinnar með ntér í heimsókn vestur á Firði. Við skulum segja, að þetta sé í hráslaga- legum haustsudda eða í blessuðum gróandanum í vorleysingunum. Maðurinn stígur í gljáfægð- um blönkuskóm út úr flugvélinni á ísafjarðar- flugvellinum í veðurbarið dollaragrín, sem ekur honum inn í höfuðstað hinnar vestfirzku ver- stöðvarmenningar. Vegurinn er eins og eftir loft- árás, hola við holu eins og sprengigígir úr seinni 22fi heimsstyrjöldinni. Og af því að þetta er nú í SVEITARSTJÓRNARMÁL suddaveðri, þá er hann líka allur á floti eins og Mekongóshólmarnir um regntímann. Þannig öslar hann gegnum forarvilpuna heim að hótel- dyrum. Þar blasir við skilti: Meðferð áfengis stranglega bönnuð. Þegar inn er komið, tekur við stöðluð, karakterlaus veitingastofa, sem er hönnuð af Ólafi Hauki Símonarsyni, innanhús- arkitekt, sem enginn skyldi halda að væri sami maðurinn og heimsótti Grindavík forðum daga og þótti lítið til koma. Þar inni hanga fordrukkn- ir unglingar nteð klúryrði á vör og píkuskræki og hlusta á fláa vellumúsík, svo að ekki heyrist mannsins mál. Ef manninum lízt ekki á þetta, getur liann farið í Itíó. Þar er verið að sýna þriðja flokks villta- vesturhasar, sem liann sá fyrir þremur árum í höfuðborginni. Þarna situr íslands unglingafjöld og kastast á karamellubréfum, en poppkornið dynur yfir sýningargesti ofan af efri svölum. Ef manninum tekur að leiðast bófahasarinn í Alþýðuhúsinu, getur hann náttúrlega brugðið sér í félagsheimilið, einkum ef þetta er á föstu- dags-, laugardags- eða sunnudagskvöldi. Þar hrekst hann innan um ölóðan unglingaskara milli tektar og tvítugs, sem engist og skekst undir skerandi hávaða, sem stafar af framúrstefnu- músíköntum úr Reykjavík, ef svo ber undir. Leiti hann afdreps á afviknum stöðum, er jjar ófagurt um að litast: Einstaka maður liggur í spýju sinni, salernisskálar brotnar, luisgögn á tjá og tundri, en fermingardrengir og unglingsstúlkur eigra um án fyrirheits, stjörf af ofurölvun og óhamingju. Þetta var félagsheimilið. Þar er meðíerð áfengis að sjálfsögðu strangiega bönnuð líka. Þegar hér er komið sögu, er líklega bezt að fylgja gestinum heim á hótelið aftur. Hvað eiga sveitarstjórnarmenn að gera? Byggja fleiri félagsheimili yfir skólaæskuna? Sunnudagsmorgunn á sama stað Nú gæti verið, að aumingja manninum yrði ekki svefnsamt á hótelinu um nóttina og væri því

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.